Kielce byrjaði af miklum krafti og komst snemma í fimm marka forystu í stöðunni 3-8. Heimamenn í Porto tóku þá við sér og komust yfir áður en hálfleikurinn var úti, en staðan var jöfn, 14-14, þegar gengið var til búningsherbergja.
Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og skoruðu fyrstu fjögur mörkin eftir hlé. Liðið lét forystuna aldei af hendi og vann að lokum virkilega sterkan tveggja marka sigur, 27-25.
Sigvaldi Björn Guðjósson skoraði tvö mörk fyrir Kielce, en Haukur Þrastarson komst ekki á blað. Eins og áður segir situr Kielce enn á toppi riðilsins með 14 stig eftir tíu leiki, tveimur stigum meira en PSG, Telekom Veszprém og Barcelona sem koma þar á eftir. Porto lyfti sér upp af botninum með sigri kvöldsins og situr nú í næst neðsta sæti með sjö stig.