Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2021 13:33 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. Húsnæðisúrræði á vegum borgarinnar hafa tvöfaldast frá árinu 2019 og eru nú alls 99 talsins. Það sama á við um kostnað vegna aðgerða í málefnum heimilislausra. Hann var um 730 milljónir 2019 en er áætlaður á þessu ári vera um einn komma fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í stöðumati Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur líka fram að frá árinu 2017 hefur heimilislausum í Reykjavík fækkað um 14%. Af þeim nýta flestir sér heimilisúrræði borgarinnar en þrjú prósent heimilislausra býr á víðavangi. Árið 2017 bjuggu 76 einstaklingar á víðavangi. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið í málaflokknum „Nú hefur verið ákveðið að greina enn frekar stöðu heimilislausra í borginni. Við sjáum að þeim fækkar sem betur fer og meira en helmingur er í húsnæði. Við þurfum hins vegar að skoða núna hvar neyðin er sárust,“ segir Heiða. Heiða segir að auka eigi fjárstuðning um 29 milljónir króna við Rótina sem sér um Konukot, sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Þetta þýði að hætt verði að reiða sig á framlag sjálfboðaliða. Áætlað er að kostnaður borgarinnar vegna Konukots árið 2022 verði 122,5 milljónir króna en hann var 93,6 milljónir. Hækkunin nemur styrkupphæðinni. „Núna erum við að bæta aðeins í samninginn þannig að þær geta veitt enn betri þjónustu til þeirra kvenna sem sækja þangað. Síðan erum við með ýmsar styrkumsóknir sem við erum að afgreiða núna sem eru t.d. frá Samhjálp, Rauða krossinum, Kirkjunni þá þessir sem eru að mæta þessum félagslegu þörfum og virkni þessa hóps og fleiri,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira
Húsnæðisúrræði á vegum borgarinnar hafa tvöfaldast frá árinu 2019 og eru nú alls 99 talsins. Það sama á við um kostnað vegna aðgerða í málefnum heimilislausra. Hann var um 730 milljónir 2019 en er áætlaður á þessu ári vera um einn komma fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í stöðumati Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur líka fram að frá árinu 2017 hefur heimilislausum í Reykjavík fækkað um 14%. Af þeim nýta flestir sér heimilisúrræði borgarinnar en þrjú prósent heimilislausra býr á víðavangi. Árið 2017 bjuggu 76 einstaklingar á víðavangi. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið í málaflokknum „Nú hefur verið ákveðið að greina enn frekar stöðu heimilislausra í borginni. Við sjáum að þeim fækkar sem betur fer og meira en helmingur er í húsnæði. Við þurfum hins vegar að skoða núna hvar neyðin er sárust,“ segir Heiða. Heiða segir að auka eigi fjárstuðning um 29 milljónir króna við Rótina sem sér um Konukot, sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Þetta þýði að hætt verði að reiða sig á framlag sjálfboðaliða. Áætlað er að kostnaður borgarinnar vegna Konukots árið 2022 verði 122,5 milljónir króna en hann var 93,6 milljónir. Hækkunin nemur styrkupphæðinni. „Núna erum við að bæta aðeins í samninginn þannig að þær geta veitt enn betri þjónustu til þeirra kvenna sem sækja þangað. Síðan erum við með ýmsar styrkumsóknir sem við erum að afgreiða núna sem eru t.d. frá Samhjálp, Rauða krossinum, Kirkjunni þá þessir sem eru að mæta þessum félagslegu þörfum og virkni þessa hóps og fleiri,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira