Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2021 13:33 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. Húsnæðisúrræði á vegum borgarinnar hafa tvöfaldast frá árinu 2019 og eru nú alls 99 talsins. Það sama á við um kostnað vegna aðgerða í málefnum heimilislausra. Hann var um 730 milljónir 2019 en er áætlaður á þessu ári vera um einn komma fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í stöðumati Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur líka fram að frá árinu 2017 hefur heimilislausum í Reykjavík fækkað um 14%. Af þeim nýta flestir sér heimilisúrræði borgarinnar en þrjú prósent heimilislausra býr á víðavangi. Árið 2017 bjuggu 76 einstaklingar á víðavangi. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið í málaflokknum „Nú hefur verið ákveðið að greina enn frekar stöðu heimilislausra í borginni. Við sjáum að þeim fækkar sem betur fer og meira en helmingur er í húsnæði. Við þurfum hins vegar að skoða núna hvar neyðin er sárust,“ segir Heiða. Heiða segir að auka eigi fjárstuðning um 29 milljónir króna við Rótina sem sér um Konukot, sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Þetta þýði að hætt verði að reiða sig á framlag sjálfboðaliða. Áætlað er að kostnaður borgarinnar vegna Konukots árið 2022 verði 122,5 milljónir króna en hann var 93,6 milljónir. Hækkunin nemur styrkupphæðinni. „Núna erum við að bæta aðeins í samninginn þannig að þær geta veitt enn betri þjónustu til þeirra kvenna sem sækja þangað. Síðan erum við með ýmsar styrkumsóknir sem við erum að afgreiða núna sem eru t.d. frá Samhjálp, Rauða krossinum, Kirkjunni þá þessir sem eru að mæta þessum félagslegu þörfum og virkni þessa hóps og fleiri,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Húsnæðisúrræði á vegum borgarinnar hafa tvöfaldast frá árinu 2019 og eru nú alls 99 talsins. Það sama á við um kostnað vegna aðgerða í málefnum heimilislausra. Hann var um 730 milljónir 2019 en er áætlaður á þessu ári vera um einn komma fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í stöðumati Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur líka fram að frá árinu 2017 hefur heimilislausum í Reykjavík fækkað um 14%. Af þeim nýta flestir sér heimilisúrræði borgarinnar en þrjú prósent heimilislausra býr á víðavangi. Árið 2017 bjuggu 76 einstaklingar á víðavangi. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið í málaflokknum „Nú hefur verið ákveðið að greina enn frekar stöðu heimilislausra í borginni. Við sjáum að þeim fækkar sem betur fer og meira en helmingur er í húsnæði. Við þurfum hins vegar að skoða núna hvar neyðin er sárust,“ segir Heiða. Heiða segir að auka eigi fjárstuðning um 29 milljónir króna við Rótina sem sér um Konukot, sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Þetta þýði að hætt verði að reiða sig á framlag sjálfboðaliða. Áætlað er að kostnaður borgarinnar vegna Konukots árið 2022 verði 122,5 milljónir króna en hann var 93,6 milljónir. Hækkunin nemur styrkupphæðinni. „Núna erum við að bæta aðeins í samninginn þannig að þær geta veitt enn betri þjónustu til þeirra kvenna sem sækja þangað. Síðan erum við með ýmsar styrkumsóknir sem við erum að afgreiða núna sem eru t.d. frá Samhjálp, Rauða krossinum, Kirkjunni þá þessir sem eru að mæta þessum félagslegu þörfum og virkni þessa hóps og fleiri,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira