Lugu til um þyngd leikmanna Þóris Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2021 08:00 Hver einasti leikmaður norska liðsins er skráður 60, 65 eða 70 kg á vef alþjóða handknattleikssambandsins. Norska handknattleikssambandið sendi inn tölur af handahófi til að mótmæla því að þyngdarupplýsingar væru opinberar. IHF Norska handknattleikssambandið sendi inn falskar upplýsingar um þyngd leikmanna kvennalandsliðsins sem spilar á HM á Spáni. Alþjóða sambandið, IHF, hefur verið gagnrýnt fyrir að upplýsingum um þyngd leikmanna sé dreift á heimasíðu mótsins og í sjónvarpi, enda sé slíkt óþarfi. Þórir Hergeirsson stýrir norska liðinu á HM líkt og á mörgum undanförnum stórmótum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HM í ár er hver einasti leikmaður hans annað hvort 60, 65 eða 70 kg að þyngd. „Það sem við gerðum var að senda inn þyngdartölur sem passa ekki. Þarna er sem sagt ekki um rétta þyngd leikmanna að ræða,“ segir Mads Stian Hansen, talsmaður norska sambandsins, við NTB. Vilja ekki að horft sé í þyngd leikmanna Norðmenn hafa undanfarin stórmót neitað að veita upplýsingar um þyngd leikmanna en urðu að senda inn tölur að þessu sinni til að geta gengið frá skráningu liðsins. Þeir vilja að IHF og sjónvarpsrétthafinn Nent birti ekki upplýsingarnar. „Við höfum bent IHF og Nent á að við viljum ekki að upplýsingarnar séu notaðar, en höfum séð að það er gert. Við vonumst til að því verði hætt. Í fyrsta lagi eru upplýsingarnar ekki réttar og við teljum þær ekki skipta máli í toppíþróttum. Við viljum ekki að það sé verið að horfa í þetta [þyngd]. Um það eru leikmenn okkar einnig sammála,“ segir Hansen. Man ekki til þess að hafa veitt upplýsingar um þyngd Hin sænska Jamina Roberts tekur undir gagnrýni þeirra norsku og er hrifin af ákvörðunin um að ljúga til um þyngd: „Ég skil þau. Þetta er leið til þess að sýna andstöðu sína í verki,“ sagði Roberts við Aftonbladet. Hún kveðst þó raunar ekki hafa gert sér grein fyrir því að þessar upplýsingar lægju fyrir. „Ég hef aldrei hugsað um þetta eða vitað af þessu. Ég hef sjálf ekki veitt neinar upplýsingar um mína þyngd,“ sagði Roberts. Fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins segir að mögulega séu upplýsingar um þyngd hennar frá því að hún kom fyrst inn í liðið árið 2010. HM 2021 í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Þórir Hergeirsson stýrir norska liðinu á HM líkt og á mörgum undanförnum stórmótum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HM í ár er hver einasti leikmaður hans annað hvort 60, 65 eða 70 kg að þyngd. „Það sem við gerðum var að senda inn þyngdartölur sem passa ekki. Þarna er sem sagt ekki um rétta þyngd leikmanna að ræða,“ segir Mads Stian Hansen, talsmaður norska sambandsins, við NTB. Vilja ekki að horft sé í þyngd leikmanna Norðmenn hafa undanfarin stórmót neitað að veita upplýsingar um þyngd leikmanna en urðu að senda inn tölur að þessu sinni til að geta gengið frá skráningu liðsins. Þeir vilja að IHF og sjónvarpsrétthafinn Nent birti ekki upplýsingarnar. „Við höfum bent IHF og Nent á að við viljum ekki að upplýsingarnar séu notaðar, en höfum séð að það er gert. Við vonumst til að því verði hætt. Í fyrsta lagi eru upplýsingarnar ekki réttar og við teljum þær ekki skipta máli í toppíþróttum. Við viljum ekki að það sé verið að horfa í þetta [þyngd]. Um það eru leikmenn okkar einnig sammála,“ segir Hansen. Man ekki til þess að hafa veitt upplýsingar um þyngd Hin sænska Jamina Roberts tekur undir gagnrýni þeirra norsku og er hrifin af ákvörðunin um að ljúga til um þyngd: „Ég skil þau. Þetta er leið til þess að sýna andstöðu sína í verki,“ sagði Roberts við Aftonbladet. Hún kveðst þó raunar ekki hafa gert sér grein fyrir því að þessar upplýsingar lægju fyrir. „Ég hef aldrei hugsað um þetta eða vitað af þessu. Ég hef sjálf ekki veitt neinar upplýsingar um mína þyngd,“ sagði Roberts. Fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins segir að mögulega séu upplýsingar um þyngd hennar frá því að hún kom fyrst inn í liðið árið 2010.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira