Scholz tekur við af Merkel: „Þetta eru klár kaflaskil“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2021 12:05 Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í hartnær sextán ár. Vísir/AP Olaf Scholz tók formlega við embætti kanslara Þýskalands í morgun og þar með lauk sextán ára embættistíð Angelu Merkel. Prófessor í stjórnmálafræði segir að um sé að ræða kaflaskil í evrópskum og þýskum stjórnmálum þar sem erfitt er að ofmeta áhrif Merkel. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz var í morgun kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu og tók hann formlega við embættinu skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Hann tekur við embættinu af Angelu Merkel, sem hefur verið kanslari í sextán ár, lengur en nokkur annar kanslari í sögu Þýskalands. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir Merkel hafa sett mark sitt á bæði evrópsk og þýsk stjórnmál. „Angela Merkel hefur verið áhrifamesti leiðtogi Evrópu núna í mjög langan tíma og kannski svona síðasti af þessum risastóru fígúrum í evrópskum stjórnmálum, þannig að skuggi hennar verður ansi langur,“ segir Eiríkur. Hann segir Merkel hafa fest sig rækilega í sessi sem heimsleiðtogi, sérstaklega í kjölfar flóttamannakrísunnar árið 2015, og að erfitt sé að ofmeta hennar áhrif. „Það verður erfitt að fara í skó Angelu Merkel og fylla út í það rými sem að hún hefur tekið sér bæði innanlands og svo líka í evrópskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. „En eigi að síður má segja að Merkel hafi nú kannski líka rutt brautina fyrir Þýskaland til áhrifa á heimsvísu, sem er undir eftirmanni hennar komið að stíga inn í.“ Tíminn muni síðan leiða í ljós hver áhrif Scholz verða. „Þetta eru klár kaflaskil, bæði í þýskum og evrópskum stjórnmálum og það er auðvitað bara undir Scholz komið hver áhrif Þýskalands verða á hans tíð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi verið einkenni hjá þýskum stjórnmálum hversu lengi kanslarar hafa setið. „Það tók líka Merkel töluvert langan tíma að ná þeirri stöðu sem hún öðlaðist þannig það er ekkert óeðlilegt að það muni taka Scholz líka sinn tíma, að festa sig í sessi.“ Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz var í morgun kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu og tók hann formlega við embættinu skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Hann tekur við embættinu af Angelu Merkel, sem hefur verið kanslari í sextán ár, lengur en nokkur annar kanslari í sögu Þýskalands. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir Merkel hafa sett mark sitt á bæði evrópsk og þýsk stjórnmál. „Angela Merkel hefur verið áhrifamesti leiðtogi Evrópu núna í mjög langan tíma og kannski svona síðasti af þessum risastóru fígúrum í evrópskum stjórnmálum, þannig að skuggi hennar verður ansi langur,“ segir Eiríkur. Hann segir Merkel hafa fest sig rækilega í sessi sem heimsleiðtogi, sérstaklega í kjölfar flóttamannakrísunnar árið 2015, og að erfitt sé að ofmeta hennar áhrif. „Það verður erfitt að fara í skó Angelu Merkel og fylla út í það rými sem að hún hefur tekið sér bæði innanlands og svo líka í evrópskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. „En eigi að síður má segja að Merkel hafi nú kannski líka rutt brautina fyrir Þýskaland til áhrifa á heimsvísu, sem er undir eftirmanni hennar komið að stíga inn í.“ Tíminn muni síðan leiða í ljós hver áhrif Scholz verða. „Þetta eru klár kaflaskil, bæði í þýskum og evrópskum stjórnmálum og það er auðvitað bara undir Scholz komið hver áhrif Þýskalands verða á hans tíð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi verið einkenni hjá þýskum stjórnmálum hversu lengi kanslarar hafa setið. „Það tók líka Merkel töluvert langan tíma að ná þeirri stöðu sem hún öðlaðist þannig það er ekkert óeðlilegt að það muni taka Scholz líka sinn tíma, að festa sig í sessi.“
Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent