Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2021 21:41 Garðar Svavarsson er formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda og forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. Egill Aðalsteinsson Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að fyrstu loðnufarmar nýhafinnar loðnuvertíðar hafi borist á land á Vopnafirði og Norðfirði í gær. Sama dag fengu eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja í landinu þær fréttir frá Landsvirkjun að bræðslurnar fengju ekki rafmagn, engin afgangsorka væri til í kerfinu. „Við höfum náttúrlega ekki keyrt af neinum krafti á olíu til fjölda ára. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig sá búnaður stendur sig þegar á reynir. En það er nú aðallega kannski bara út frá umhverfislegum sjónarmiðum sem þetta er áfall og sorglegt,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðustu vertíð.Einar Árnason Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók málið fyrir í ríkisstjórn í morgun. „Það er auðvitað mjög alvarlegt. Og þetta er þvert á stefnu okkar og aðgerðaáætlun okkar í loftlagsmálum. Þvert á orkustefnuna,“ segir Guðlaugur Þór. Og það er ekkert smáræði sem ein loðnubræðsla, eins og sú sem Brim rekur á Vopnafirði, þarf af olíu. „Svona fiskimjölsverksmiðja á fullum afköstum er kannski að nota 35-40 þúsund lítra á sólarhring. Það samsvarar ársnotkun einhverra fjörutíu bíla,“ segir Garðar, sem jafnframt er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. „Það er náttúrlega augljóst að það vantar orku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. -En ætlið þið að virkja meira? „Þá þarf að virkja og það þarf líka að bæta flutningsgetuna,“ segir Sigurður Ingi. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Stöð 2 „Ég held að það þjóni mjög litlum tilgangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skotgrafir. Við erum með tól og tæki til þess að geta tryggt þetta framboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En hins vegar hef ég haft áhyggjur af því að flutningskerfið, - að þar megi ráðast í úrbætur,“ segir Katrín. Guðlaugur segir mikilvægt að ræða málið út frá staðreyndum. Í mörg horn sé að líta. „Að við drögum fram allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir. Og sömuleiðis upplýsta umræðu.“ Talsmaður fiskimjölsiðnaðarins kallar eftir samtali við stjórnvöld og Landsvirkjun. „Hugsanlega er bara sá samningur sem við vinnum eftir með Landsvirkjun.. - þarfnast einhverrar endurskoðunar. En það þarf klárlega að eiga sér stað eitthvert samtal. Þetta er ekki ásættanlegt,“ segir Garðar Svavarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Loftslagsmál Bensín og olía Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að fyrstu loðnufarmar nýhafinnar loðnuvertíðar hafi borist á land á Vopnafirði og Norðfirði í gær. Sama dag fengu eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja í landinu þær fréttir frá Landsvirkjun að bræðslurnar fengju ekki rafmagn, engin afgangsorka væri til í kerfinu. „Við höfum náttúrlega ekki keyrt af neinum krafti á olíu til fjölda ára. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig sá búnaður stendur sig þegar á reynir. En það er nú aðallega kannski bara út frá umhverfislegum sjónarmiðum sem þetta er áfall og sorglegt,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðustu vertíð.Einar Árnason Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók málið fyrir í ríkisstjórn í morgun. „Það er auðvitað mjög alvarlegt. Og þetta er þvert á stefnu okkar og aðgerðaáætlun okkar í loftlagsmálum. Þvert á orkustefnuna,“ segir Guðlaugur Þór. Og það er ekkert smáræði sem ein loðnubræðsla, eins og sú sem Brim rekur á Vopnafirði, þarf af olíu. „Svona fiskimjölsverksmiðja á fullum afköstum er kannski að nota 35-40 þúsund lítra á sólarhring. Það samsvarar ársnotkun einhverra fjörutíu bíla,“ segir Garðar, sem jafnframt er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. „Það er náttúrlega augljóst að það vantar orku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. -En ætlið þið að virkja meira? „Þá þarf að virkja og það þarf líka að bæta flutningsgetuna,“ segir Sigurður Ingi. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Stöð 2 „Ég held að það þjóni mjög litlum tilgangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skotgrafir. Við erum með tól og tæki til þess að geta tryggt þetta framboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En hins vegar hef ég haft áhyggjur af því að flutningskerfið, - að þar megi ráðast í úrbætur,“ segir Katrín. Guðlaugur segir mikilvægt að ræða málið út frá staðreyndum. Í mörg horn sé að líta. „Að við drögum fram allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir. Og sömuleiðis upplýsta umræðu.“ Talsmaður fiskimjölsiðnaðarins kallar eftir samtali við stjórnvöld og Landsvirkjun. „Hugsanlega er bara sá samningur sem við vinnum eftir með Landsvirkjun.. - þarfnast einhverrar endurskoðunar. En það þarf klárlega að eiga sér stað eitthvert samtal. Þetta er ekki ásættanlegt,“ segir Garðar Svavarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Loftslagsmál Bensín og olía Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32
Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14