Óbreyttar aðgerðir næstu tvær vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2021 10:33 Willum Þór Þórsson ræðir við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. Ný ríkisstjórn fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem nýjar sóttvarnaaðgerðir voru til umræðu. Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra kynnti í fyrsta sinn komandi takmarkanir en þær verða óbreyttar frá þeim sem tóku gildi þann 12. nóvember síðastliðinn og í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram upp á 50 manns en með notkun hraðprófa og gríma er heimilt að halda 500 manna viðburði. Opnunartími veitingastaða er til klukkan tíu en allir þurfa að vera farnir út klukkan ellefu á kvöldin. Þá er hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Vonast til að geta aflétt innan tveggja vikna „Við leggjum til í ljósi óvissunar, af þessu nýja afbrigði fyrst og fremst, og kannski samhliða því að þó allt sé viðráðanlegt í dag í þessari bylgju en búið að vera langvarandi álag á heilbrigðisþjónustuna með hundrað plús smit á dag, þá leggjum við til að hafa þetta óbreytt í tvær vikur á meðan við erum að safna gögnum og upplýsingum,“ sagði Willum að loknum fundi. „Við munum, og bindum vonir við að geta slakað til fyrr ef gögn benda okkur á að það sé óhætt.“ Hann segir nýja afbrigðið, omíkron-afbrigðið, skapa mikla óvissu. „Það þarf að meta það hvernig það smitast og hvernig það virkar gagnvart hraðgreiningarprófunum sem að við erum að nýta til að halda hér viðburðum og menningu gangandi og samfélaginu. Eins gagnvart bólusetningum og svo framvegis,“ sagði Willum. Bíða þurfi í um tvær vikur til að sjá hvaða áhrif þetta hafi á afbrigðið. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætti það til að gleyma unga fólkinu þegar kæmi að því að ákveða sóttvarnaaðgerðir sagðist Willum ekki viss um að neitt væri til í því. Fólk hafi til dæmis ekki fengið að fara út á lífið lengi. „Ég leyfi mér nú að trúa því að við séum að hugsa um þjóðina alla, óháð aldri. Ég tek undir það að þetta tekur á okkur öll, þessar takmarkanir víðsvegar í samfélaginu. En við verðum þó að horfa á þann árangur sem við þó höfum náð og við höfum náð að halda samfélaginu þokkalega gangandi með viðburðum og menningu. Börnin eru að fara í tómstundir, börnin eru að fara í skólann, við erum að mæta í vinnuna. Þetta er mjög dýrmætt,“ sagði Willum. Hann segist hafa íhugað margar breytingar á sóttvarnaaðgerðum með tilliti til tímasetninga á takmörkunum sem hefur verið beitt hingað til og segist því miður ekki hafa haft vísindin á bak við það að taka slíkar ákvarðanir núna. Hann bindi þó vonir við að berist gögn sem gefi fast land undir fótum til að fara í tilslakanir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ný ríkisstjórn fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem nýjar sóttvarnaaðgerðir voru til umræðu. Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra kynnti í fyrsta sinn komandi takmarkanir en þær verða óbreyttar frá þeim sem tóku gildi þann 12. nóvember síðastliðinn og í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram upp á 50 manns en með notkun hraðprófa og gríma er heimilt að halda 500 manna viðburði. Opnunartími veitingastaða er til klukkan tíu en allir þurfa að vera farnir út klukkan ellefu á kvöldin. Þá er hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Vonast til að geta aflétt innan tveggja vikna „Við leggjum til í ljósi óvissunar, af þessu nýja afbrigði fyrst og fremst, og kannski samhliða því að þó allt sé viðráðanlegt í dag í þessari bylgju en búið að vera langvarandi álag á heilbrigðisþjónustuna með hundrað plús smit á dag, þá leggjum við til að hafa þetta óbreytt í tvær vikur á meðan við erum að safna gögnum og upplýsingum,“ sagði Willum að loknum fundi. „Við munum, og bindum vonir við að geta slakað til fyrr ef gögn benda okkur á að það sé óhætt.“ Hann segir nýja afbrigðið, omíkron-afbrigðið, skapa mikla óvissu. „Það þarf að meta það hvernig það smitast og hvernig það virkar gagnvart hraðgreiningarprófunum sem að við erum að nýta til að halda hér viðburðum og menningu gangandi og samfélaginu. Eins gagnvart bólusetningum og svo framvegis,“ sagði Willum. Bíða þurfi í um tvær vikur til að sjá hvaða áhrif þetta hafi á afbrigðið. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætti það til að gleyma unga fólkinu þegar kæmi að því að ákveða sóttvarnaaðgerðir sagðist Willum ekki viss um að neitt væri til í því. Fólk hafi til dæmis ekki fengið að fara út á lífið lengi. „Ég leyfi mér nú að trúa því að við séum að hugsa um þjóðina alla, óháð aldri. Ég tek undir það að þetta tekur á okkur öll, þessar takmarkanir víðsvegar í samfélaginu. En við verðum þó að horfa á þann árangur sem við þó höfum náð og við höfum náð að halda samfélaginu þokkalega gangandi með viðburðum og menningu. Börnin eru að fara í tómstundir, börnin eru að fara í skólann, við erum að mæta í vinnuna. Þetta er mjög dýrmætt,“ sagði Willum. Hann segist hafa íhugað margar breytingar á sóttvarnaaðgerðum með tilliti til tímasetninga á takmörkunum sem hefur verið beitt hingað til og segist því miður ekki hafa haft vísindin á bak við það að taka slíkar ákvarðanir núna. Hann bindi þó vonir við að berist gögn sem gefi fast land undir fótum til að fara í tilslakanir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira