Gefa leik og segja prófatörn ástæðuna en Ísfirðingum er ekki skemmt Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 10:01 Strákarnir í Fjölni fá engan bikarleik í vetur eftir félagið dró lið sitt úr keppni. Mynd/Þorgils G. Fjölnismenn hafa ákveðið að hætta við að fara til Ísafjarðar og spila þar bikarleik gegn heimamönnum í Herði. Framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar gefur lítið fyrir ástæður Grafarvogsbúa og telur vegalengdina til Ísafjarðar hafa vafist fyrir þeim. Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 14. desember en nú þegar Fjölnir hefur hætt við er ljóst að Herði verður úrskurðaður sigur og liðið fer því áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Fjölnis segir að liðið sé ungt og að meirihluti leikmanna sé í háskólanámi, með tilheyrandi jólaprófatörn. Því sjái Fjölnismenn sér ekki fært að mæta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að „ítrekað hafi verið reynt“ að finna aðra dagsetningu fyrir leikinn, án árangurs. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, svarar yfirlýsingunni á Facebook og segir þar að erfiðlega hafi gengið að fá svör frá Fjölni við tölvupóstum og símtölum. Enginn frá Fjölni hafi haft samband við forráðamenn Harðar til að reyna að leysa málið, heldur gert það í gegnum HSÍ. Tvær tillögur Fjölnis að nýrri dagsetningu, 21. desember og 3. janúar, hafi ekki gengið upp fyrir Hörð þar sem búið hafi verið að panta flug fyrir leikmenn vegna jólafrís. „Mér finnst það lélegt að þið reynið að koma því yfir á okkur í Herði að þetta hafi ekki gengið eftir, það var vitað frá byrjun hvaða dagsetningar það væru sem ættu að spila,“ skrifar Ragnar og bætir við: „En þið hafið eflaust mannskap til að spila leikinn ykkar á heimavelli er það ekki? Einhverja af þessum 35 sem eru samningsbundnir ykkur. Það er jú ekki svona langt út á land þá.“ Uppfært kl. 10.35: Forráðamenn handknattleiksdeildar Fjölnir vilja ítreka að með engum hætti sé verið að kenna Herði um hvernig fór. Stungið hafi verið upp á fleiri dagsetningum en engin fundist sem hentaði Fjölni, Herði og HSÍ. Það sé einfaldlega staðreynd að úr 17-18 manna leikmannahópi hafi 10-11 leikmenn Fjölnis ekki séð sér fært að ferðast í bikarleikinn í miðri prófatörn, og að Fjölnismenn hafi fullan skilning á ástæðum Harðar varðandi dagsetningar nær jólum og snemma á nýju ári. Handbolti Fjölnir Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira
Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 14. desember en nú þegar Fjölnir hefur hætt við er ljóst að Herði verður úrskurðaður sigur og liðið fer því áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Fjölnis segir að liðið sé ungt og að meirihluti leikmanna sé í háskólanámi, með tilheyrandi jólaprófatörn. Því sjái Fjölnismenn sér ekki fært að mæta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að „ítrekað hafi verið reynt“ að finna aðra dagsetningu fyrir leikinn, án árangurs. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, svarar yfirlýsingunni á Facebook og segir þar að erfiðlega hafi gengið að fá svör frá Fjölni við tölvupóstum og símtölum. Enginn frá Fjölni hafi haft samband við forráðamenn Harðar til að reyna að leysa málið, heldur gert það í gegnum HSÍ. Tvær tillögur Fjölnis að nýrri dagsetningu, 21. desember og 3. janúar, hafi ekki gengið upp fyrir Hörð þar sem búið hafi verið að panta flug fyrir leikmenn vegna jólafrís. „Mér finnst það lélegt að þið reynið að koma því yfir á okkur í Herði að þetta hafi ekki gengið eftir, það var vitað frá byrjun hvaða dagsetningar það væru sem ættu að spila,“ skrifar Ragnar og bætir við: „En þið hafið eflaust mannskap til að spila leikinn ykkar á heimavelli er það ekki? Einhverja af þessum 35 sem eru samningsbundnir ykkur. Það er jú ekki svona langt út á land þá.“ Uppfært kl. 10.35: Forráðamenn handknattleiksdeildar Fjölnir vilja ítreka að með engum hætti sé verið að kenna Herði um hvernig fór. Stungið hafi verið upp á fleiri dagsetningum en engin fundist sem hentaði Fjölni, Herði og HSÍ. Það sé einfaldlega staðreynd að úr 17-18 manna leikmannahópi hafi 10-11 leikmenn Fjölnis ekki séð sér fært að ferðast í bikarleikinn í miðri prófatörn, og að Fjölnismenn hafi fullan skilning á ástæðum Harðar varðandi dagsetningar nær jólum og snemma á nýju ári.
Handbolti Fjölnir Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira