Þetta kemur fram í svari frá Sjúkratryggingum Íslands við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Fjallað er um málið í blaðinu í dag og rifjað upp að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi í september sett reglugerð um að Sjúkratryggingar greiddu fyrir töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá 20. september.
Markmiðið hafi verið að auka aðgengi almennings að hraðprófum.
Milljónirnar 240 sem greiddar hafa verið út nú þegar komu því á tíu vikna tímabili.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins annast einnig sýnatökur, meðal annars með hraðprófum og segir Óskar Reykdalsson forstjóri að kostnaður stofnunarinnar í heild, við allar sýnatökur á flugvelli og á Suðurlandsbraut, sé 460 milljónir króna á fyrstu tíu mánuðum ársins.