Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2021 12:34 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur látið aðgerðir fylgja orðum og er sjálfur margbólusettur. Vísir Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í nýjum pistli á covid.is. Vísar hann til útreikninga Thors Aspelund, líftölufræðings við Háskóla Íslands en niðurstöðurnar sjáist glöggt þegar skoðað er annars vegar nýgengi hjá þeim sem hafa fengið grunnbólusetningu og hins vegar nýgengi hjá þeim sem hafa einnig fengið örvunarskammtinn. Grunnbólusetning eru tveir skammtar af bólefni og bendir Þórólfur á að hún hafi reynst afar vel gegn spítalainnlögnum og einnig börnum á aldrinum 12 til 15 ára. „Þessar upplýsingar eiga að vera öllum hvatning til að fara í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarbólusetningu. Á þessari stundu eru ekki áform um að bjóða börnum örvunarbólusetningu í ljósi þess hversu vel grunnbólusetningin verndar börnin. Hins vegar er ekki vitað hversu lengi verndin mun vara hvorki hjá börnum né eftir örvunarbólusetninguna,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir segir óvissu uppi um hvort bólusetning eða fyrri sýking muni vernda gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar; Omíkron. „Þessi óvissa á hins vegar ekki að koma í veg fyrir að allir mæti í bólusetningu og þiggi örvunarskammt því delta afbrigðið er hér allsráðandi og er að valda þeim alvarlegu veikindum sem við erum nú að eiga við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í nýjum pistli á covid.is. Vísar hann til útreikninga Thors Aspelund, líftölufræðings við Háskóla Íslands en niðurstöðurnar sjáist glöggt þegar skoðað er annars vegar nýgengi hjá þeim sem hafa fengið grunnbólusetningu og hins vegar nýgengi hjá þeim sem hafa einnig fengið örvunarskammtinn. Grunnbólusetning eru tveir skammtar af bólefni og bendir Þórólfur á að hún hafi reynst afar vel gegn spítalainnlögnum og einnig börnum á aldrinum 12 til 15 ára. „Þessar upplýsingar eiga að vera öllum hvatning til að fara í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarbólusetningu. Á þessari stundu eru ekki áform um að bjóða börnum örvunarbólusetningu í ljósi þess hversu vel grunnbólusetningin verndar börnin. Hins vegar er ekki vitað hversu lengi verndin mun vara hvorki hjá börnum né eftir örvunarbólusetninguna,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir segir óvissu uppi um hvort bólusetning eða fyrri sýking muni vernda gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar; Omíkron. „Þessi óvissa á hins vegar ekki að koma í veg fyrir að allir mæti í bólusetningu og þiggi örvunarskammt því delta afbrigðið er hér allsráðandi og er að valda þeim alvarlegu veikindum sem við erum nú að eiga við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09
Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52