Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 12:01 Einar Bragi sá til þess að HK náði í sitt fyrsta stig. Seinni bylgjan HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. Stefán Árni Pálsson og sérfræðingar Seinni bylgjunnar áttu í raun erfitt með að finna orð til að lýsa frammistöðu Einars Braga í Eyjum. „Þetta var einhver ótrúlegasta frammistaða sem ég man eftir. Þegar HK liðið kom í myndatöku til okkar á sínum tíma þá var þetta trúðurinn í hópnum, hann var hrikalega hress og skemmtilegur þessi drengur,“ byrjaði Stefán Árni á að segja um magnaða frammistöðu Einars Braga. „Hélst að hann væri bara með því hann væri góður í klefanum,“ skaut Jóhann Gunnar Einarsson inn í. Klippa: Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu Einars Braga „Hann missti aðeins af byrjuninni svo maður er tiltölulega nýbyrjaður að kynnast honum. Að skora 16 mörk í Olís-deildinni er heljarinnar afrek. Tala nú ekki um ef þú ert 19 ára, maður var varla farinn að spila 19 ára. Að skjóta 16 sinnum í leik finnst mér vera afrek,“ bætti Jóhann Gunnar við. „Hann var hreint út sagt frábær. Það er eitthvað í gangi þarna, 19 ára með þessa hæfileika. Þetta er gæi sem er óhræddur og mér fannst hann geggjaður.“ „Mjög flott mörk og gaman að sjá að það er eitthvað í gangi hjá HK. Þeir eru að bæta sig með hverjum leiknum og þetta er væntanlega ekki síðasta stigið sem þeir ná í,“ sagði Rúnar Sigtryggsson að endingu. Einar Bragi átti ótrúlegan leik í Eyjum.Seinni bylgjan Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan HK Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - HK 39-39 | Botnliðið sótti fyrsta stigið í ótrúlegum markaleik HK-ingar sóttu sitt fyrsta stig á tímabilinu með því að skora 39 mörk gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þessi fjöldi marka ætti að duga til sigurs í langflestum handboltaleikjum, en heimamenn skoruðu einnig 39 og því varð jafntefli niðurstaðan. 4. desember 2021 17:36 Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Stefán Árni Pálsson og sérfræðingar Seinni bylgjunnar áttu í raun erfitt með að finna orð til að lýsa frammistöðu Einars Braga í Eyjum. „Þetta var einhver ótrúlegasta frammistaða sem ég man eftir. Þegar HK liðið kom í myndatöku til okkar á sínum tíma þá var þetta trúðurinn í hópnum, hann var hrikalega hress og skemmtilegur þessi drengur,“ byrjaði Stefán Árni á að segja um magnaða frammistöðu Einars Braga. „Hélst að hann væri bara með því hann væri góður í klefanum,“ skaut Jóhann Gunnar Einarsson inn í. Klippa: Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu Einars Braga „Hann missti aðeins af byrjuninni svo maður er tiltölulega nýbyrjaður að kynnast honum. Að skora 16 mörk í Olís-deildinni er heljarinnar afrek. Tala nú ekki um ef þú ert 19 ára, maður var varla farinn að spila 19 ára. Að skjóta 16 sinnum í leik finnst mér vera afrek,“ bætti Jóhann Gunnar við. „Hann var hreint út sagt frábær. Það er eitthvað í gangi þarna, 19 ára með þessa hæfileika. Þetta er gæi sem er óhræddur og mér fannst hann geggjaður.“ „Mjög flott mörk og gaman að sjá að það er eitthvað í gangi hjá HK. Þeir eru að bæta sig með hverjum leiknum og þetta er væntanlega ekki síðasta stigið sem þeir ná í,“ sagði Rúnar Sigtryggsson að endingu. Einar Bragi átti ótrúlegan leik í Eyjum.Seinni bylgjan Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan HK Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - HK 39-39 | Botnliðið sótti fyrsta stigið í ótrúlegum markaleik HK-ingar sóttu sitt fyrsta stig á tímabilinu með því að skora 39 mörk gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þessi fjöldi marka ætti að duga til sigurs í langflestum handboltaleikjum, en heimamenn skoruðu einnig 39 og því varð jafntefli niðurstaðan. 4. desember 2021 17:36 Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - HK 39-39 | Botnliðið sótti fyrsta stigið í ótrúlegum markaleik HK-ingar sóttu sitt fyrsta stig á tímabilinu með því að skora 39 mörk gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þessi fjöldi marka ætti að duga til sigurs í langflestum handboltaleikjum, en heimamenn skoruðu einnig 39 og því varð jafntefli niðurstaðan. 4. desember 2021 17:36
Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03