Ég á mér draum Þórunn Sif Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2021 14:00 Ég á mér draum um að kennarastarfið hljóti þá virðingu sem það á skilið. Virðingu frá viðsemjendum okkar sem segja „nei” við fullkomlega réttmætum kröfum okkar um leiðréttingu á launum miðað við viðmiðunarstéttir. Um að við njótum réttlætis og að 5 ára gömul loforð um leiðréttingu launa verði efnd, loforð sem gefin voru fyrir ýmis réttindi sem við höfum látið af hendi. Um að kennsla og menntun verði samfélagsmál þar sem ríkið leggst á sveif með sveitarfélögum til að leiðrétta þá skekkju sem er í launaútreikningi kennara hjá sveitarfélögunum. Um að veitt verði nægilegt fé í „skóla án aðgreiningar” svo hann geti starfað samkvæmt hugmyndum stefnunnar um „skóla fyrir alla”. Um að nemendur fái þau úrræði og aðstoð sem þeim ber. Um að kennarastarfið verði samkeppnisfært og aðlaðandi fyrir nýja kennara. Um að aldrei verði samið um menntastefnur og breytingar í menntamálum án aðkomu sérfræðinga í kennslu, þ.e.a.s. kennara. Um að Kennarasamband Íslands sé með sterka forystu þar sem gætt er að því að raddir grasrótarinnar fái hljómgrunn. Um að kennarar fái aðgang að handleiðslu og öðrum úrræðum sem kynnu að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Um að samtal á milli skólastiga verði markvisst, uppbyggilegt og styrkjandi. Um að kennarar á öllum stigum sameinist í stolti yfir því mikilvæga og skapandi starfi sem þeir eru að vinna. Það er alls engin tilviljun að greinarhöfundi skuli vera hugleikin orð mannréttindafrömuðarins Martin Luther King. Er ekki kominn tími á mannréttindasáttmála við kennara? Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég á mér draum um að kennarastarfið hljóti þá virðingu sem það á skilið. Virðingu frá viðsemjendum okkar sem segja „nei” við fullkomlega réttmætum kröfum okkar um leiðréttingu á launum miðað við viðmiðunarstéttir. Um að við njótum réttlætis og að 5 ára gömul loforð um leiðréttingu launa verði efnd, loforð sem gefin voru fyrir ýmis réttindi sem við höfum látið af hendi. Um að kennsla og menntun verði samfélagsmál þar sem ríkið leggst á sveif með sveitarfélögum til að leiðrétta þá skekkju sem er í launaútreikningi kennara hjá sveitarfélögunum. Um að veitt verði nægilegt fé í „skóla án aðgreiningar” svo hann geti starfað samkvæmt hugmyndum stefnunnar um „skóla fyrir alla”. Um að nemendur fái þau úrræði og aðstoð sem þeim ber. Um að kennarastarfið verði samkeppnisfært og aðlaðandi fyrir nýja kennara. Um að aldrei verði samið um menntastefnur og breytingar í menntamálum án aðkomu sérfræðinga í kennslu, þ.e.a.s. kennara. Um að Kennarasamband Íslands sé með sterka forystu þar sem gætt er að því að raddir grasrótarinnar fái hljómgrunn. Um að kennarar fái aðgang að handleiðslu og öðrum úrræðum sem kynnu að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Um að samtal á milli skólastiga verði markvisst, uppbyggilegt og styrkjandi. Um að kennarar á öllum stigum sameinist í stolti yfir því mikilvæga og skapandi starfi sem þeir eru að vinna. Það er alls engin tilviljun að greinarhöfundi skuli vera hugleikin orð mannréttindafrömuðarins Martin Luther King. Er ekki kominn tími á mannréttindasáttmála við kennara? Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar