Erindi til stéttarfélagsmanna KÍ Hjördís B. Gestsdóttir skrifar 4. desember 2021 12:01 Kæri stéttarfélagi, menntun skiptir máli fyrir okkur öll og mikilvægt er að vanda valið þegar kemur að því að kjósa þá sem gefa kost á sér sem leiðtogar menntamála. Einstaklinga sem brenna fyrir málefnum menntunar, eru fylgnir sér, búa yfir þrautseigju og seiglu, hlusta á raddir kennara og valdefla þá. Ég hef boðið mig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands þar sem ég hef trú á sjálfri mér í það starf. Lengi vel hef ég haft brennandi áhuga á menntamálum og tel mig hafa það sem til þarf til að leiða okkar fagstétt ásamt nýkjörnum formanni sambandsins. Störf með börnum og ungmennum er gefandi og krefjandi í senn en eitt það mikilvægasta sem til er um leið. Mannauður fagstéttarinnar er mikill, fjölbreyttur og dýrmætur. Huga þarf að starfsumhverfi og gæðum starfsins og hlúa þarf að okkar fólki, styðja það og styrkja. Ánægja í starfi okkar kennara skilar sér í jákvæðari skólabrag og meiri árangri nemenda. Kennarar þurfa sterkari rödd og þar get ég lagt mitt af mörkum með virkri hlustun um þau málefni sem kennarar brenna fyrir. Samstarf og samtal allra skólastiga og skólagerða er það sem þarf að vera virkt öllum stundum ásamt sveigjanleika og auknum tækifærum m.a. til sí- og endurmenntunar og frekari starfs- og framþróunar. Kæri stéttarfélagi, ég óska eftir þínu atkvæði í sæti varaformanns Kennarasambands Íslands. Ég heiti þér því að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur og vinna ötullega að málefnum stéttarinnar með hagsmuni hvers og eins í huga, vera talsmaður okkar allra, enda lít ég svo á að við séum ein heild. Saman getum við gert svo miklu betur og meira! Látum verkin tala! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri stéttarfélagi, menntun skiptir máli fyrir okkur öll og mikilvægt er að vanda valið þegar kemur að því að kjósa þá sem gefa kost á sér sem leiðtogar menntamála. Einstaklinga sem brenna fyrir málefnum menntunar, eru fylgnir sér, búa yfir þrautseigju og seiglu, hlusta á raddir kennara og valdefla þá. Ég hef boðið mig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands þar sem ég hef trú á sjálfri mér í það starf. Lengi vel hef ég haft brennandi áhuga á menntamálum og tel mig hafa það sem til þarf til að leiða okkar fagstétt ásamt nýkjörnum formanni sambandsins. Störf með börnum og ungmennum er gefandi og krefjandi í senn en eitt það mikilvægasta sem til er um leið. Mannauður fagstéttarinnar er mikill, fjölbreyttur og dýrmætur. Huga þarf að starfsumhverfi og gæðum starfsins og hlúa þarf að okkar fólki, styðja það og styrkja. Ánægja í starfi okkar kennara skilar sér í jákvæðari skólabrag og meiri árangri nemenda. Kennarar þurfa sterkari rödd og þar get ég lagt mitt af mörkum með virkri hlustun um þau málefni sem kennarar brenna fyrir. Samstarf og samtal allra skólastiga og skólagerða er það sem þarf að vera virkt öllum stundum ásamt sveigjanleika og auknum tækifærum m.a. til sí- og endurmenntunar og frekari starfs- og framþróunar. Kæri stéttarfélagi, ég óska eftir þínu atkvæði í sæti varaformanns Kennarasambands Íslands. Ég heiti þér því að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur og vinna ötullega að málefnum stéttarinnar með hagsmuni hvers og eins í huga, vera talsmaður okkar allra, enda lít ég svo á að við séum ein heild. Saman getum við gert svo miklu betur og meira! Látum verkin tala!
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar