Tónlist

Samið með heima­bæinn í huga

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Myndbandið er tekið upp á Vestfjörðum.
Myndbandið er tekið upp á Vestfjörðum. Kata Jóhanness/Monika Kiburytė

Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan.

Stuttskífan hlaut góðar viðtökur og hreppti Salóme Kraumsverðlaunin í kjölfarið.

Listakonurnar Kata Jóhanness og Monika Kiburytė hafa að sögn Salóme unnið hörðum höndum að gerð myndbandsins síðastliðna mánuði en þess má geta að ljósmynd Kötu Jóhanness prýðir einmitt umslag plötunnar Water.

Myndbandið er tekið upp á Vestfjörðum en tónlistarkonan er sjálf frá Ísafirði og kveðst hafa samið lagið Water með heimabæinn í huga.


Tengdar fréttir

Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2020

Kraumsverðlaunin voru afhent í þrettánda sinn á Laugaveginum í gær. Í stað hefðbundins verðlaunahófs innandyra voru verðlaunin veitt undir berum himni á Laugaveginum í tengslum við tónleikaseríuna Talið í Tónum – Jóladagal, sem fer fram í allan desember fram að jólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×