Fregnir af atvikinu voru fyrst fluttar um miðjan nóvember en málið komst í hámæli eftir að myndband sem virðist sýna vélina hrapa í sjóinn örfáum andartökum eftir flugtak var lekið á Twitter.
Flugmaðurinn skaut sér úr vélinni og slapp hann án teljandi meiðsla. Rannsókn fer nú fram á því hvað varð til þess að vélin hrapaði. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að mögulega hafi gleymst að fjarlægja hlíf af vélinni fyrir flugtak.
Sir Stephen Lovgrove segir of snemmt að segja til hvað hafi gert það að verkum að flugvélin hrapaði. Hann greindi þó frá því á fundi varnarmálarnefndar breska þingsins á þriðjudaginn að búið væri að finna flak vélarinnar. Unnið væri að áætlum um hvernig væri hægt að endurheimta það.
Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm
— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021
Flugvélin var af gerðinni F-35 sem kosta mikla fjármuni og eru þær hlaðnar ýmsum búnaði og tækni sem bandamenn vilja ekki að komist í hendur óvinveittra ríkja. Þannig var Lovgrove spurður út í möguleikann á því að Rússar gætu haft áhuga á að komast að vélinni áður en henni verður bjargað.
„Við vitum að Rússar búa yfir mikilli neðansjávargetu og það er alveg rétt að hún er mjög nútímaleg,“ sagði Cosgrove. Lagði hann mikla áherslu á að verið væri að sníða áætlun sem gæti komið í veg fyrir að tæknibúnaður um borð vélarinnar komist í hendur óvinveittra aðila.
„Sú áætlun sem við vinnum eftir nú er hönnuð til þess að tryggja að tæknin um borð í flugvélinni muni áfram vera í okkar höndum.“