Meiri aðsókn í örvunarbólusetningu í þessari viku Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2021 18:14 Rúmlega átta þúsund manns mættu í örvun í gær. Vísir/Vilhelm Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksins fór vel af stað í vikunni en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt í vikunni. Framkvæmdasjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðinu segir mætinguna hafa verið vonum framar og bíður spennt eftir næstu viku. Mikil aðsókn hefur verið í örvunarbólusetningu í Laugardalshöllinni undanfarna daga en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt síðastliðna þrjá daga, í þriðju viku bólusetningarátaks yfirvalda. Metfjöldi mætti til að mynda í örvunarbólusetningu í gær, eða rúmlega átta þúsund manns. „Þetta gekk bara vonum framar, það voru yfir sjö þúsund á mánudaginn, yfir átta þúsund í gær og svo voru yfir fimm þúsund í dag, en það voru samt bara boðaðir tvö þúsund í dag þannig það voru þrjú þúsund sem komu aukalega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Það var meiri aðsókn í þessari viku, þetta hefur stigmagnast svolítið greinilega. Kannski er það umræðan um omíkron og fleira sem hefur haft þau áhrif að fólk er mögulega meðvitaðra og drífur sig í bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Einnig verður bólusett í höllinni á morgun og hinn, og hafa um þúsund manns verið að mæta þá daga að sögn Ragnheiðar en um er að ræða einstaklinga sem komust ekki á boðuðum tíma.„Svo er það bara síðasta vikan í næstu viku og þá er það loka hnykkurinn,“ segir Ragnheiður. „Það eru líklega ekkert svo margir sem við boðum í næstu viku, ég held að það séu um tíu þúsund manns á mánudeginum og svo einhver nokkur þúsund á þriðjudeginum og þá er það líklega bara upp talið,“ segir Ragnheiður en hún segir að miðvikudagurinn verði líklegast opinn dagur fyrir þá sem eru komnir á tíma og eiga enn eftir að mæta. Eftir að átakinu lýkur verður þó áfram bólusett með örvunarskömmtum en ekki er enn ákveðið hvar þær bólusetningar fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Heilsugæsla Tengdar fréttir Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ 1. desember 2021 10:16 Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. 29. nóvember 2021 18:01 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Mikil aðsókn hefur verið í örvunarbólusetningu í Laugardalshöllinni undanfarna daga en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt síðastliðna þrjá daga, í þriðju viku bólusetningarátaks yfirvalda. Metfjöldi mætti til að mynda í örvunarbólusetningu í gær, eða rúmlega átta þúsund manns. „Þetta gekk bara vonum framar, það voru yfir sjö þúsund á mánudaginn, yfir átta þúsund í gær og svo voru yfir fimm þúsund í dag, en það voru samt bara boðaðir tvö þúsund í dag þannig það voru þrjú þúsund sem komu aukalega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Það var meiri aðsókn í þessari viku, þetta hefur stigmagnast svolítið greinilega. Kannski er það umræðan um omíkron og fleira sem hefur haft þau áhrif að fólk er mögulega meðvitaðra og drífur sig í bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Einnig verður bólusett í höllinni á morgun og hinn, og hafa um þúsund manns verið að mæta þá daga að sögn Ragnheiðar en um er að ræða einstaklinga sem komust ekki á boðuðum tíma.„Svo er það bara síðasta vikan í næstu viku og þá er það loka hnykkurinn,“ segir Ragnheiður. „Það eru líklega ekkert svo margir sem við boðum í næstu viku, ég held að það séu um tíu þúsund manns á mánudeginum og svo einhver nokkur þúsund á þriðjudeginum og þá er það líklega bara upp talið,“ segir Ragnheiður en hún segir að miðvikudagurinn verði líklegast opinn dagur fyrir þá sem eru komnir á tíma og eiga enn eftir að mæta. Eftir að átakinu lýkur verður þó áfram bólusett með örvunarskömmtum en ekki er enn ákveðið hvar þær bólusetningar fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Heilsugæsla Tengdar fréttir Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ 1. desember 2021 10:16 Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. 29. nóvember 2021 18:01 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ 1. desember 2021 10:16
Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. 29. nóvember 2021 18:01
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35