Sterk fjárhagsstaða er forsenda góðrar þjónustu Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 11:31 Fjárhagsstaðan í Garðabæ er sterk, álögur lágar og skuldir hóflegar. Þetta skiptir máli enda er sterk fjárhagsstaða forsenda góðrar þjónustu. Og oftast er fylgni milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Útsvarshlutfallið í Garðabæ verður áfram það lægsta sem þekkist meðal stærri sveitarfélaga og verður óbreytt, 13,7%. Álögum verður haldið lágum og skuldahlutfallið verður svipað og undanfarin ár. Á kjörtímabilinu höfum við lækkað álagningarprósentu fasteignaskatts en fasteignamat hefur hækkað mikið og mikilvægt að horfa til frekari lækkana á álagningarprósentu fasteignaskatts. Uppbygging heldur áfram Í Garðabæ mun uppbygging halda áfram en íbúafjöldi fór yfir 18.000 á þessu ári. Áfram verður framboð af lóðum fyrir íbúðir og atvinnushúsnæði en mikil uppbygging er fyrirhuguð í Vífilsstaðalandi, Hnoðraholti, Urriðaholti og á Álftanesi. Á næstu sjö árum er stefnt að því að byggja hátt í 3.000 íbúðir sem verða sambland af fjölbýli, rað – og parhúsum ásamt sérbýli. Uppbyggingu fylgja fjárfestingar, vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Stærstu framkvæmdirnar á árinu 2022 verða í Urriðaholti við næsta áfanga í Urriðaholtsskóla auk nýs leikskóla. Fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri verður tekið í notkun 2022. Byggður verður nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk og þá verða endurbætur við skólalóðir, íþróttavelli og opin svæði. Viðhald gatna og stíga, aukin hljóðvist og fleira. Í Garðabæ verða áfram lágar álögur á bæjarbúa á sama tíma og fjárfest er myndarlega í uppbyggingu á ýmsum sviðum. Þjónustan verður áfram góð og ekki verður dregið úr grunnþjónustu. Þetta er hægt vegna þess að sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsstaðan í Garðabæ er sterk, álögur lágar og skuldir hóflegar. Þetta skiptir máli enda er sterk fjárhagsstaða forsenda góðrar þjónustu. Og oftast er fylgni milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Útsvarshlutfallið í Garðabæ verður áfram það lægsta sem þekkist meðal stærri sveitarfélaga og verður óbreytt, 13,7%. Álögum verður haldið lágum og skuldahlutfallið verður svipað og undanfarin ár. Á kjörtímabilinu höfum við lækkað álagningarprósentu fasteignaskatts en fasteignamat hefur hækkað mikið og mikilvægt að horfa til frekari lækkana á álagningarprósentu fasteignaskatts. Uppbygging heldur áfram Í Garðabæ mun uppbygging halda áfram en íbúafjöldi fór yfir 18.000 á þessu ári. Áfram verður framboð af lóðum fyrir íbúðir og atvinnushúsnæði en mikil uppbygging er fyrirhuguð í Vífilsstaðalandi, Hnoðraholti, Urriðaholti og á Álftanesi. Á næstu sjö árum er stefnt að því að byggja hátt í 3.000 íbúðir sem verða sambland af fjölbýli, rað – og parhúsum ásamt sérbýli. Uppbyggingu fylgja fjárfestingar, vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Stærstu framkvæmdirnar á árinu 2022 verða í Urriðaholti við næsta áfanga í Urriðaholtsskóla auk nýs leikskóla. Fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri verður tekið í notkun 2022. Byggður verður nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk og þá verða endurbætur við skólalóðir, íþróttavelli og opin svæði. Viðhald gatna og stíga, aukin hljóðvist og fleira. Í Garðabæ verða áfram lágar álögur á bæjarbúa á sama tíma og fjárfest er myndarlega í uppbyggingu á ýmsum sviðum. Þjónustan verður áfram góð og ekki verður dregið úr grunnþjónustu. Þetta er hægt vegna þess að sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar