Lögregla hefur ekki veitt frekari upplýsingar um málið en sem komu fram í fáorðri tilkynningu í dag. Þar sagði að sérsveitin hefði verið kölluð út eftir að grunsamlegur hlutur fannst í ruslagámi í Mánatúni. Þrír hafi verið handteknir á fjórða tímanum í nótt.
Fréttablaðið greindi frá því í kvöld að sendiherrabústaður Bandaríkjanna væri í næsta húsi við gáminn en ekki liggi fyrir hvort að sprengjan sem fannst í honum hefði verið ætluð sendiherranum eða sendiráðinu.
Rannsókn málsins var sögð á frumstigi í dag.