Áætla að áfengis- og tóbaksgjöld verði hærri en fjármagnstekjuskattur í ár Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 14:12 Meira hefur selst af áfengi innanlands. Vísir/Vilhelm Tekjur af áfengisgjaldi hafa aukist mikið milli ára og skýrist meðal annars af aukinni einkaneyslu og samdrætti í ferðalögum Íslendinga erlendis. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður fái hærri tekjur af áfengis- og tóbaksgjaldi í ár en af fjármagnstekjuskatti. Ríkisstjórnin hyggst hækka áfengis- og tóbaksgjald um 2,5% eftir áramót. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Áfengi sem Íslendingar geta keypt í fríhöfnum ber einungis 10% áfengisgjald og aukast því tekjur ríkissjóðs ef áfengi er keypt innanlands þó magnið sé það sama. Minni ferðalög Íslendinga erlendis gætu einnig skýrt aukna sölu á áfengi en met voru slegin í áfengissölu í Vínbúðinni í júlí og ágúst síðastliðnum. Tæplega sextán prósenta aukning Í fjárlögum fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi yrðu 20,25 milljarðar króna á árinu. Nú er áætlað að tekjur af gjaldinu muni nema 23,40 milljörðum króna sem samsvarar um 15,56% aukningu. Tekjur af tóbaksgjaldi hafa verið minni en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjárlaga. Eru áætlaðar tekjur nú 5,85 milljarðar árið 2021 í stað 6,05 milljarða. Samanlagt er áætlað að áfengis- og tóbaksgjald skili 29,25 milljörðum í ríkiskassann á þessu ári en til samanburðar er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur skili 27,90 milljörðum. Í fjárlagaáætlun er áætlað er að áfengisgjald verði um 23,8 milljarðar króna árið 2022 sem er ögn hærra en áætlað er fyrir 2021. Gert er ráð fyrir að tóbaksgjald lækki um 100 milljónir. Hyggjast hækka fleiri gjöld eftir áramót Líkt og undanfarin ár er gert ráð fyrir að hin ýmsu krónutölugjöld hækki milli ára. Miðað er við að gjöldin hækki ekki meira en um 2,5% í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans en hækkunin nær til vörugjalda á áfengi, tóbaki og eldsneyti ásamt bifreiða- og kílómetragjaldi. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjald og fjárhæðir kolefnisgjalds hækka einnig um 2,5%. Áætlað er að þessi breyting skili ríkissjóði 1,9 milljarða króna í tekjur á næsta ári. Hækkuðu gjöldin um sömu hlutfallstölu í fyrra. Þá hyggst ríkisstjórnin festa fjárhæð sóknargjalda við 985 krónur á einstakling á mánuði en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um hálfu prósenti. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Áfengi og tóbak Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst hækka áfengis- og tóbaksgjald um 2,5% eftir áramót. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Áfengi sem Íslendingar geta keypt í fríhöfnum ber einungis 10% áfengisgjald og aukast því tekjur ríkissjóðs ef áfengi er keypt innanlands þó magnið sé það sama. Minni ferðalög Íslendinga erlendis gætu einnig skýrt aukna sölu á áfengi en met voru slegin í áfengissölu í Vínbúðinni í júlí og ágúst síðastliðnum. Tæplega sextán prósenta aukning Í fjárlögum fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi yrðu 20,25 milljarðar króna á árinu. Nú er áætlað að tekjur af gjaldinu muni nema 23,40 milljörðum króna sem samsvarar um 15,56% aukningu. Tekjur af tóbaksgjaldi hafa verið minni en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjárlaga. Eru áætlaðar tekjur nú 5,85 milljarðar árið 2021 í stað 6,05 milljarða. Samanlagt er áætlað að áfengis- og tóbaksgjald skili 29,25 milljörðum í ríkiskassann á þessu ári en til samanburðar er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur skili 27,90 milljörðum. Í fjárlagaáætlun er áætlað er að áfengisgjald verði um 23,8 milljarðar króna árið 2022 sem er ögn hærra en áætlað er fyrir 2021. Gert er ráð fyrir að tóbaksgjald lækki um 100 milljónir. Hyggjast hækka fleiri gjöld eftir áramót Líkt og undanfarin ár er gert ráð fyrir að hin ýmsu krónutölugjöld hækki milli ára. Miðað er við að gjöldin hækki ekki meira en um 2,5% í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans en hækkunin nær til vörugjalda á áfengi, tóbaki og eldsneyti ásamt bifreiða- og kílómetragjaldi. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjald og fjárhæðir kolefnisgjalds hækka einnig um 2,5%. Áætlað er að þessi breyting skili ríkissjóði 1,9 milljarða króna í tekjur á næsta ári. Hækkuðu gjöldin um sömu hlutfallstölu í fyrra. Þá hyggst ríkisstjórnin festa fjárhæð sóknargjalda við 985 krónur á einstakling á mánuði en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um hálfu prósenti.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Áfengi og tóbak Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira