Óboðlegt að dýr fái ekki hjálp Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 22:07 Um þarsíðustu helgi kom upp tilfelli þar sem eigendur slasaðs smáhunds náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Formaður Dýralæknafélags Íslands segir það ekki boðlegt að dýraeigendur sem reyni að ná í lækni vegna veiks dýrs fái ekki hjálp. Fjármagn skorti til þess að halda úti aukinni neyðarþjónustu dýralækna. Dýraeigendur lentu í því að þeir náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um þarsíðustu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem reyndi endurtekið að hringja í neyðarnúmerið vegna slasaðs smáhunds en enginn svaraði símanum. Eftir að hafa hringt í fjölda dýralækna á höfuðborgarsvæðinu fékkst einn til að taka við hundinum sem var á endanum svæfður. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem ríkið greiðir fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu er einn læknir fyrir smádýr en annar fyrir stærri dýr, að því er kom fram í frétt Vísis í gær. Bára Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði mikið álag á dýralækna á neyðarvakt í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Oft fái þeir ekki eina klukkustund í svefn þegar þeir taki helgarvakt. Hún sagðist vel geta ímyndað sér að fleiri dæmi séu um að dýraeigendur nái ekki sambandi við lækni á neyðarvakt sem ekki rati í fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega alveg óboðlegt að dýraeigandi sem reynir að ná í dýralækni fái ekki hjálp. Það er alveg svakalega vont á upplifa það,“ sagði Bára um málin sem komu upp um þarsíðustu helgi. Þeir sem hlaupa undir bagga fá ekkert greitt Hluti af vandanum væri að dýraeigendur viti ekki hvert þeir eigi að hringja í neyðartilfellum. Dýralæknar þurfi að vera duglegir við að skilja eftir skilaboð á símsvara ef þeir veiti ekki bráðaþjónustu. Stærsti vandinn sé að fleiri dýralækni þurfi á vakt. Dýralæknir á neyðarvakt geti lent í því að þurfa að sinna burðarhjálp í nokkrar klukkustundir og á meðan sé enginn tiltækur. Enginn sinni neyðarvakt í sjálfboðavinnu og því sé þörf sé á meira fjármagni frá því opinbera, að sögn Báru. „Allt sem kostar peninga er erfitt, eins og við vitum,“ sagði hún. Engin varaáætlun er til staðar ef dýralæknir á neyðarvakt er ekki tiltækur. Bára sagði að sumir dýralæknar reyni að hafa einhvern til liðsauka ef þeir eru uppteknir. Sá sem hleypur undir bagga með þeim sem er á neyðarvakt fái hins vegar ekker greitt. Draumaframtíðin er að dýraspítali geti verið opinn allan sólarhringinn, að mati Báru. Það kosti hins vegar peninga og enginn dýraspítali geti tekið að sér slíka þjónustu og haldið úti vöktum eins og er. „Það þarf að vera eitthvað samtaka átak sem færi þar af stað,“ sagði hún. Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dýraeigendur lentu í því að þeir náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um þarsíðustu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem reyndi endurtekið að hringja í neyðarnúmerið vegna slasaðs smáhunds en enginn svaraði símanum. Eftir að hafa hringt í fjölda dýralækna á höfuðborgarsvæðinu fékkst einn til að taka við hundinum sem var á endanum svæfður. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem ríkið greiðir fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu er einn læknir fyrir smádýr en annar fyrir stærri dýr, að því er kom fram í frétt Vísis í gær. Bára Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði mikið álag á dýralækna á neyðarvakt í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Oft fái þeir ekki eina klukkustund í svefn þegar þeir taki helgarvakt. Hún sagðist vel geta ímyndað sér að fleiri dæmi séu um að dýraeigendur nái ekki sambandi við lækni á neyðarvakt sem ekki rati í fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega alveg óboðlegt að dýraeigandi sem reynir að ná í dýralækni fái ekki hjálp. Það er alveg svakalega vont á upplifa það,“ sagði Bára um málin sem komu upp um þarsíðustu helgi. Þeir sem hlaupa undir bagga fá ekkert greitt Hluti af vandanum væri að dýraeigendur viti ekki hvert þeir eigi að hringja í neyðartilfellum. Dýralæknar þurfi að vera duglegir við að skilja eftir skilaboð á símsvara ef þeir veiti ekki bráðaþjónustu. Stærsti vandinn sé að fleiri dýralækni þurfi á vakt. Dýralæknir á neyðarvakt geti lent í því að þurfa að sinna burðarhjálp í nokkrar klukkustundir og á meðan sé enginn tiltækur. Enginn sinni neyðarvakt í sjálfboðavinnu og því sé þörf sé á meira fjármagni frá því opinbera, að sögn Báru. „Allt sem kostar peninga er erfitt, eins og við vitum,“ sagði hún. Engin varaáætlun er til staðar ef dýralæknir á neyðarvakt er ekki tiltækur. Bára sagði að sumir dýralæknar reyni að hafa einhvern til liðsauka ef þeir eru uppteknir. Sá sem hleypur undir bagga með þeim sem er á neyðarvakt fái hins vegar ekker greitt. Draumaframtíðin er að dýraspítali geti verið opinn allan sólarhringinn, að mati Báru. Það kosti hins vegar peninga og enginn dýraspítali geti tekið að sér slíka þjónustu og haldið úti vöktum eins og er. „Það þarf að vera eitthvað samtaka átak sem færi þar af stað,“ sagði hún.
Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira