Samstarf í þingnefndum hafi gengið illa á síðasta kjörtímabili Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 29. nóvember 2021 21:31 Sigurður Ingi segir samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu hafa gengið illa síðast. Stöð 2 Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir það rökrétt framhald af slæmri samvinnu meðal stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í nefndum. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnarandstöðunnar um málið. Á síðasta kjörtímabili fór stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum en fær nú aðeins formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt. Breytingin veiki stemninguna innanhúss Berþór Ólasons, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé sáttur með breytinguna og telji að hún muni skerpa línurnar milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann gegndi formennsku umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir kúnstugt að sjá ríkisstjórnina, sem á síðasta kjörtímabili boðaði styrkingu Alþingis og aukið traust á stjórnmálum, afturkalla þá stefnu og sýn á stjórnmálum. „Ég held að þetta í rauninni veiki stemninguna hérna innanhúss,“ segir hún. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tekur undir orð Helgu Völu. „Ég held að þetta sé algjör uppgjöf, í raun og veru. Þau eru búin að gefast upp á þessari hugmynd sinni að efla Alþingi, stjórnarandstöðuna og lýðræðið. Maður sér það líka í því hvernig er búið að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta eru þrír aðilar sem sjá bara um þetta, það er ekkert verið að hafa samráð við flokkana eða aðra ráðherra,“ segir hún. Svo virðist vera sem valdastólar séu gefnir af handahófi og ferlið allt sé mjög furðulegt. Þær Helga Vala og Halldóra eru þó bjartsýnar fyrir komandi kjörtímabili og segja samstarf innan stjórnarandstöðunnar vera til fyrirmyndar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lokinni yfirferð yfir lyklaskipti dagsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili fór stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum en fær nú aðeins formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt. Breytingin veiki stemninguna innanhúss Berþór Ólasons, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé sáttur með breytinguna og telji að hún muni skerpa línurnar milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann gegndi formennsku umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir kúnstugt að sjá ríkisstjórnina, sem á síðasta kjörtímabili boðaði styrkingu Alþingis og aukið traust á stjórnmálum, afturkalla þá stefnu og sýn á stjórnmálum. „Ég held að þetta í rauninni veiki stemninguna hérna innanhúss,“ segir hún. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tekur undir orð Helgu Völu. „Ég held að þetta sé algjör uppgjöf, í raun og veru. Þau eru búin að gefast upp á þessari hugmynd sinni að efla Alþingi, stjórnarandstöðuna og lýðræðið. Maður sér það líka í því hvernig er búið að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta eru þrír aðilar sem sjá bara um þetta, það er ekkert verið að hafa samráð við flokkana eða aðra ráðherra,“ segir hún. Svo virðist vera sem valdastólar séu gefnir af handahófi og ferlið allt sé mjög furðulegt. Þær Helga Vala og Halldóra eru þó bjartsýnar fyrir komandi kjörtímabili og segja samstarf innan stjórnarandstöðunnar vera til fyrirmyndar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lokinni yfirferð yfir lyklaskipti dagsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira