Verkfallsvopnið slævt Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 29. nóvember 2021 13:00 Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. Sjálfur las ég gaumgæfilega stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar og hnaut þar um eitt atriði: Ákvæðið um að efla embætti ríkissáttasemjara. Það er sennilega hið ágætasta mál en í Morgunblaðinu í morgun fagnaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þessu ákvæði sérstaklega. Í mínum huga er mikilvægt að eiga sterkan ríkissáttasemjara. En nú virðist sem uppi séu hugmyndir um að færa sáttasemjara aukið vald til að fresta verkföllum. Við skulum hafa það hugfast að verkfallsrétturinn er öllu launafólki mikilvægur og hann má ekki með nokkru móti skerða. Ég þekki það sjálfur hve verkfallsvopnið er gríðarlega mikilvægt. Grunnstefið í baráttu launafólks er að standa vörð um verkfallsréttinn og félagafrelsið, og ef vegið er að þessum grunnstoðum getur slíkt haft alvarlegar afeiðingar fyrir allt launafólk. Ég bið því verkalýðshreyfinguna að vera á varðbergi í þessum efnum. Verkföll eru neyðarréttur sem launafólk nýtir ekki nema brýna nauðsyn beri til. Skipulag verkfalls er langt og flókið ferli, og til þess vopns grípur enginn að óþörfu. Rétt launafólks í þessum efnum verður því að gulltryggja og undan honum má ekki grafa. Látum ekki hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar villa okkur sýn. Hugboð segir mér að verkföll séu ekki veruleiki gærdagsins; til þeirra verður örugglega boðað í framtíðinni og þá skiptir afdráttarlaus samstaða launafólks lykilmáli. Verkfallsrétturinn er eitt mikilvægasta vopn launamanna. Það má hvorki slæva né gera bitlaust. Höfundur er kennari og í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. Sjálfur las ég gaumgæfilega stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar og hnaut þar um eitt atriði: Ákvæðið um að efla embætti ríkissáttasemjara. Það er sennilega hið ágætasta mál en í Morgunblaðinu í morgun fagnaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þessu ákvæði sérstaklega. Í mínum huga er mikilvægt að eiga sterkan ríkissáttasemjara. En nú virðist sem uppi séu hugmyndir um að færa sáttasemjara aukið vald til að fresta verkföllum. Við skulum hafa það hugfast að verkfallsrétturinn er öllu launafólki mikilvægur og hann má ekki með nokkru móti skerða. Ég þekki það sjálfur hve verkfallsvopnið er gríðarlega mikilvægt. Grunnstefið í baráttu launafólks er að standa vörð um verkfallsréttinn og félagafrelsið, og ef vegið er að þessum grunnstoðum getur slíkt haft alvarlegar afeiðingar fyrir allt launafólk. Ég bið því verkalýðshreyfinguna að vera á varðbergi í þessum efnum. Verkföll eru neyðarréttur sem launafólk nýtir ekki nema brýna nauðsyn beri til. Skipulag verkfalls er langt og flókið ferli, og til þess vopns grípur enginn að óþörfu. Rétt launafólks í þessum efnum verður því að gulltryggja og undan honum má ekki grafa. Látum ekki hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar villa okkur sýn. Hugboð segir mér að verkföll séu ekki veruleiki gærdagsins; til þeirra verður örugglega boðað í framtíðinni og þá skiptir afdráttarlaus samstaða launafólks lykilmáli. Verkfallsrétturinn er eitt mikilvægasta vopn launamanna. Það má hvorki slæva né gera bitlaust. Höfundur er kennari og í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun