Skóli fyrir suma? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2021 11:00 Hvað ef við ímyndum okkur að við lok leikskóla fái allir nemendur umsögn út frá námsstöðu? Hvort þau kunni að draga til stafs, lesa eða reikna og út frá þeim niðurstöðum bjóðist þeim skólavist í tilteknum skólum. Þannig geti grunnskólarnir sett viðmið um inntöku og einungis getumestu nemendurnir komist inn í tiltekna skóla, þá skóla sem eru vinsælastir. Líklega hugnast fæstum slík flokkun og sjálfsagt finnst flestum hugmyndin slæm. Það hefur þó tíðkast til fjölda ára að við lok grunnskóla séu nemendur metnir út frá námsstöðu. Þegar stóri dómur fellur við lok grunnskóla er það punktastaða nemenda að vori sem ræður því hvort nemendur komast inn í draumaskólann sinn. Draumaskólarnir eru gjarnan þeir vinsælustu. Við lok grunnskóla eru nemendur börn samkvæmt lögum og þau eru það áfram í tvö ár af þeim þremur sem þau eru í framhaldsskóla. Gengi nemenda í skóla veltur ekkert endilega á gömlu skilgreindu gáfunum. Það er flókið að vera barn í dag, börn eiga mismunandi bakland og félagslegar aðstæður þeirra eru mismunandi. Börn geta glímt við kvíða, depurð, þunglyndi, brotna sjálfsmynd, óöryggi, félagslega einangrun, listinn er langur. Það er afar mikilvægt að skólakerfið vinni með þessa þætti samhliða hinu hefðbundna bóknámi. Við lok grunnskólagöngu hefur einungis hluti nemenda raunverulegt val um skólavist. Rannsóknir sýna að félagslegir- og efnahagslegir þættir hafa áhrif á skólavist nemenda að loknum grunnskóla. Nemendum með sterkara bakland út frá efnahag og námsstöðu foreldra standa fleiri dyr opnar að loknum grunnskóla. Það er vegna þeirra viðmiða sem stuðst er við í lok grunnskóla og þeirra viðmiða sem framhaldsskólarnir setja við inntöku nemenda. Nemendur með hærri einkunnir komast inn í vinsælustu skólana og það bjóða ekki allir skólar upp á fornám eða sérdeildir. Skóli án aðgreiningar og samfélag án aðgreiningar tryggir öllum jöfn tækifæri út frá félagslegri stöðu, getu og efnahag. Framhaldsskólinn er að stærstum hluta barnaskóli, hann er að tveimur þriðju skóli fyrir börn. Í framhaldsskólanum höldum við áfram að mennta börn og koma þeim til manns eins og sagt er. Í framhaldsskólanum læra börn ýmislegt um alls konar, formlega og óformlega. Þau læra í kennslustundum, þau læra líka í frímínútum, mest þar sem fjölbreytileikinn er mestur. Framhaldsskólar landsins sinna hlutverki sínu af alúð og metnaði. Allir framhaldsskólar landsins bjóða upp á sambærilegt bóknám til stúdentsprófs þar sem nemendur geta byggt upp traustan grunn fyrir frekara nám í háskólum eða öðru framhaldsnámi. Það væri bara einhvern veginn meira í anda samfélags án aðgreiningar ef allir framhaldsskólar væru fyrir alla og ekki sumir fyrir suma. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað ef við ímyndum okkur að við lok leikskóla fái allir nemendur umsögn út frá námsstöðu? Hvort þau kunni að draga til stafs, lesa eða reikna og út frá þeim niðurstöðum bjóðist þeim skólavist í tilteknum skólum. Þannig geti grunnskólarnir sett viðmið um inntöku og einungis getumestu nemendurnir komist inn í tiltekna skóla, þá skóla sem eru vinsælastir. Líklega hugnast fæstum slík flokkun og sjálfsagt finnst flestum hugmyndin slæm. Það hefur þó tíðkast til fjölda ára að við lok grunnskóla séu nemendur metnir út frá námsstöðu. Þegar stóri dómur fellur við lok grunnskóla er það punktastaða nemenda að vori sem ræður því hvort nemendur komast inn í draumaskólann sinn. Draumaskólarnir eru gjarnan þeir vinsælustu. Við lok grunnskóla eru nemendur börn samkvæmt lögum og þau eru það áfram í tvö ár af þeim þremur sem þau eru í framhaldsskóla. Gengi nemenda í skóla veltur ekkert endilega á gömlu skilgreindu gáfunum. Það er flókið að vera barn í dag, börn eiga mismunandi bakland og félagslegar aðstæður þeirra eru mismunandi. Börn geta glímt við kvíða, depurð, þunglyndi, brotna sjálfsmynd, óöryggi, félagslega einangrun, listinn er langur. Það er afar mikilvægt að skólakerfið vinni með þessa þætti samhliða hinu hefðbundna bóknámi. Við lok grunnskólagöngu hefur einungis hluti nemenda raunverulegt val um skólavist. Rannsóknir sýna að félagslegir- og efnahagslegir þættir hafa áhrif á skólavist nemenda að loknum grunnskóla. Nemendum með sterkara bakland út frá efnahag og námsstöðu foreldra standa fleiri dyr opnar að loknum grunnskóla. Það er vegna þeirra viðmiða sem stuðst er við í lok grunnskóla og þeirra viðmiða sem framhaldsskólarnir setja við inntöku nemenda. Nemendur með hærri einkunnir komast inn í vinsælustu skólana og það bjóða ekki allir skólar upp á fornám eða sérdeildir. Skóli án aðgreiningar og samfélag án aðgreiningar tryggir öllum jöfn tækifæri út frá félagslegri stöðu, getu og efnahag. Framhaldsskólinn er að stærstum hluta barnaskóli, hann er að tveimur þriðju skóli fyrir börn. Í framhaldsskólanum höldum við áfram að mennta börn og koma þeim til manns eins og sagt er. Í framhaldsskólanum læra börn ýmislegt um alls konar, formlega og óformlega. Þau læra í kennslustundum, þau læra líka í frímínútum, mest þar sem fjölbreytileikinn er mestur. Framhaldsskólar landsins sinna hlutverki sínu af alúð og metnaði. Allir framhaldsskólar landsins bjóða upp á sambærilegt bóknám til stúdentsprófs þar sem nemendur geta byggt upp traustan grunn fyrir frekara nám í háskólum eða öðru framhaldsnámi. Það væri bara einhvern veginn meira í anda samfélags án aðgreiningar ef allir framhaldsskólar væru fyrir alla og ekki sumir fyrir suma. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun