Þumalbrotnaði í fyrstu lotu en kláraði samt bardagann og vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 09:01 Valgerður Guðsteinsdóttir vann flottan sigur í Svíþjóð og hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður. Instagram/valgerdurgud Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir vann flottan sigur í bardaga sínum í Jönköping í Svíþjóð um helgina en hún þurfti heldur betur að harka af sér í bardaganum. Allir dómararnir dæmdu Valgerði sigur á hinni maltnesku Claire Sammut eða 59-55, 59-55 og 58-56. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Mjölnir segir frá bardaganum sem og að þetta hafi ekki gengið þrautalaust fyrir hana. Instagram/valgerdurgud Valgerður fór úr lið á þumalfingri í fyrstu lotu bardagans en hélt áfram. Seinna kom síðan í ljós að hún hafði brotið þumalinn og þarf að fara í aðgerð. Valgerður fékk að vita um alvarleika meiðslanna eftir að hún fór upp á sjúkrahús eftir komuna til Íslands. Hún þurfti að treysta meira á vinstri höndina heldur en upphaflega var planað. Það var hins ekkert verra að taka þennan bardaga með vinstri. „Mér líður ógeðslega vel nema að ég fór úr lið í fyrstu lotu þannig að ég gerði ekki alveg það sem ég vildi gera en við fengum sigurinn,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir á Instagram. Þjálfari hennar Davíð Rúnar Bjarnason fór líka yfir bardagann hennar og það fór ekkert á milli mála að hann var mjög ánægður með sína konu. Vel bólgin á hendinni.Instagram/valgerdurgud „Það eru allir í skýjunum hér. Þetta var einróma ákvörðun og vann allar lotur nema eina samkvæmt tveimur dómurum og fjórar af sex samkvæmt einum. Þetta fór allt eftir plani því við skipulögðum þetta svona en við ætlum reyndar að klára hana. Valgerði datt úr liði á þumlinum á hægri hendi í fyrstu lotu. Það hafði heilmikil áhrif af því að hún er með mjög sterka hægri hönd,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason. „Við erum samt í skýjunum. Við komum heim með stóran bikar og W á afrekaskrána sem er geggjað. Ég er virkilega ánægður með hana og þetta er einmitt eins og hún átti að gera þetta. Það getur skipt máli að vera ekki þumalinn í lagi í fimm lotur af sex,“ sagði Davíð Rúnar. Valgerður sýndi á sér þumalinn á Instagram síðu sinni eftir heimkomuna í gær og sagði frá því að hún er á leiðinni í myndatöku vegna meiðslanna á þumlinum. Hún hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður. Box Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Allir dómararnir dæmdu Valgerði sigur á hinni maltnesku Claire Sammut eða 59-55, 59-55 og 58-56. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Mjölnir segir frá bardaganum sem og að þetta hafi ekki gengið þrautalaust fyrir hana. Instagram/valgerdurgud Valgerður fór úr lið á þumalfingri í fyrstu lotu bardagans en hélt áfram. Seinna kom síðan í ljós að hún hafði brotið þumalinn og þarf að fara í aðgerð. Valgerður fékk að vita um alvarleika meiðslanna eftir að hún fór upp á sjúkrahús eftir komuna til Íslands. Hún þurfti að treysta meira á vinstri höndina heldur en upphaflega var planað. Það var hins ekkert verra að taka þennan bardaga með vinstri. „Mér líður ógeðslega vel nema að ég fór úr lið í fyrstu lotu þannig að ég gerði ekki alveg það sem ég vildi gera en við fengum sigurinn,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir á Instagram. Þjálfari hennar Davíð Rúnar Bjarnason fór líka yfir bardagann hennar og það fór ekkert á milli mála að hann var mjög ánægður með sína konu. Vel bólgin á hendinni.Instagram/valgerdurgud „Það eru allir í skýjunum hér. Þetta var einróma ákvörðun og vann allar lotur nema eina samkvæmt tveimur dómurum og fjórar af sex samkvæmt einum. Þetta fór allt eftir plani því við skipulögðum þetta svona en við ætlum reyndar að klára hana. Valgerði datt úr liði á þumlinum á hægri hendi í fyrstu lotu. Það hafði heilmikil áhrif af því að hún er með mjög sterka hægri hönd,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason. „Við erum samt í skýjunum. Við komum heim með stóran bikar og W á afrekaskrána sem er geggjað. Ég er virkilega ánægður með hana og þetta er einmitt eins og hún átti að gera þetta. Það getur skipt máli að vera ekki þumalinn í lagi í fimm lotur af sex,“ sagði Davíð Rúnar. Valgerður sýndi á sér þumalinn á Instagram síðu sinni eftir heimkomuna í gær og sagði frá því að hún er á leiðinni í myndatöku vegna meiðslanna á þumlinum. Hún hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður.
Box Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira