Viðbrunnar kosningar Indriði Stefánsson skrifar 29. nóvember 2021 09:30 Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði. Það hljóta allir að vera sammála um að framkvæmd talningar í Borgarnesi var fráleit. Lítið er um bókanir í gerðarbók, varðveisla kjörgagna var ófullnægjandi, umboðsmenn höfðu takmarkaða aðkomu og margt fleira. Það voru bókstaflega framin lögbrot. Kannski sýnir niðurstaðan vilja kjósenda - en við getum ekki fullvissað okkur um það. Enginn veit hverjar lokatölurnar úr kjördæminu eru. Eins og viðbrunninnin grautur bragðast illa, skilja niðurstöður kosninga sem byggja á ónýtri framkvæmd eftir óbragð í munni. Þegar grauturinn brennur við verður það stundum viðleitni að reyna að bjarga málinu. Ef strax er hafist handa við að einangra viðbrunna hlutann og tryggja að það verði ekki samblöndun getur það heppnast. Það var að sjálfsögðu það sem átti að gerast. Þegar lá fyrir að mistök urðu og atkvæðin mögulega rangt talin átti að einangra vandann og tryggja að hann eitraði ekki alla niðurstöðuna úr Norðvesturkjördæmi. En viðbrögðin voru alls ekki til þess fallin að einangra vandann. Reyndar voru þau frekar til að auka á hann, ef eitthvað er. Margfalt betra hefði verið að tryggja heilindi ferlisins í samráði við alla aðila. En það var ekki gert og fyrir vikið er niðurstaðan viðbrunnin, þar sem öllu hefur verið blandað saman. Engin leið að skilja á milli þess sem er rétt gert, þess sem er rangt gert né hvaða áhrif það hafði að gera hlutina rangt. Nú er búið að reyna ýmislegt, hræra inn alls konar lögræðiálitum, krydda með túlkunum á kosningalögum og ýmsu fleiru. Ekkert af þessu leysir hins vegar vandann. Að bæta einhverju við viðbrunna niðurstöðu breytir engu, hún er ennþá viðbrunnin. Eina raunverulega lausnin er að átta sig á hvers vegna allt brann við, leysa úr því vandamáli og byrja upp á nýtt. Við Píratar lögðum þá lausn til en henni var hafnað. Við studdum og lögðum til aðrar lausnir sem gengu skemmra til að minnka skaðann en þeim var líka hafnað. Nú liggur fyrir að viðbrunninn grauturinn er kominn á borðið og verður á boðstólnum fram að næstu kosningum. Ekki spá of mikið í svörtu flyksunum, þær eru sennilega rúsínur. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði. Það hljóta allir að vera sammála um að framkvæmd talningar í Borgarnesi var fráleit. Lítið er um bókanir í gerðarbók, varðveisla kjörgagna var ófullnægjandi, umboðsmenn höfðu takmarkaða aðkomu og margt fleira. Það voru bókstaflega framin lögbrot. Kannski sýnir niðurstaðan vilja kjósenda - en við getum ekki fullvissað okkur um það. Enginn veit hverjar lokatölurnar úr kjördæminu eru. Eins og viðbrunninnin grautur bragðast illa, skilja niðurstöður kosninga sem byggja á ónýtri framkvæmd eftir óbragð í munni. Þegar grauturinn brennur við verður það stundum viðleitni að reyna að bjarga málinu. Ef strax er hafist handa við að einangra viðbrunna hlutann og tryggja að það verði ekki samblöndun getur það heppnast. Það var að sjálfsögðu það sem átti að gerast. Þegar lá fyrir að mistök urðu og atkvæðin mögulega rangt talin átti að einangra vandann og tryggja að hann eitraði ekki alla niðurstöðuna úr Norðvesturkjördæmi. En viðbrögðin voru alls ekki til þess fallin að einangra vandann. Reyndar voru þau frekar til að auka á hann, ef eitthvað er. Margfalt betra hefði verið að tryggja heilindi ferlisins í samráði við alla aðila. En það var ekki gert og fyrir vikið er niðurstaðan viðbrunnin, þar sem öllu hefur verið blandað saman. Engin leið að skilja á milli þess sem er rétt gert, þess sem er rangt gert né hvaða áhrif það hafði að gera hlutina rangt. Nú er búið að reyna ýmislegt, hræra inn alls konar lögræðiálitum, krydda með túlkunum á kosningalögum og ýmsu fleiru. Ekkert af þessu leysir hins vegar vandann. Að bæta einhverju við viðbrunna niðurstöðu breytir engu, hún er ennþá viðbrunnin. Eina raunverulega lausnin er að átta sig á hvers vegna allt brann við, leysa úr því vandamáli og byrja upp á nýtt. Við Píratar lögðum þá lausn til en henni var hafnað. Við studdum og lögðum til aðrar lausnir sem gengu skemmra til að minnka skaðann en þeim var líka hafnað. Nú liggur fyrir að viðbrunninn grauturinn er kominn á borðið og verður á boðstólnum fram að næstu kosningum. Ekki spá of mikið í svörtu flyksunum, þær eru sennilega rúsínur. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar