Ekki fara til útlanda Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2021 15:00 Þú flýgur til fjarlægra landa til þess að uppgötva heiminn og um leið þig sjálfan. Þú kemst að því að tilfinning afmarkast hvorki við tíma né stað. Þú áttar þig á því að flugvélar rúma ekki þúsund hjörtu. Þú sérð að vængir þarfnast viðgerða rétt eins og draumar um betra líf. Þú fattar að öryggisbeltið mun aldrei beisla eftirsjánna. Til þess að takast á loft þarf meira en hálfan bensíntank. Þú skilur að í hverjum einasta jarðveg er dæld og veðurpsáin gerir alltaf ráð fyrir skekkju. Þú fattar að sá sem þú elskar deyr aldrei. Þú sérð að holan innra með þér getur stækkað og minnkað á víxl en gufar aldrei upp. Þú finnur að þyngdaraflið hrindir þér alltaf í sömu átt. Það skiptir ekki máli hvað þú setur í ferðatöskuna svo lengi sem þú hefur þrek til að draga hana á eftir þér. Í dag sveifla fæturnir fram og til baka í skíðalyftu. Á morgun límist sveitt bakið við sólarbekk. Í dag gleymirðu að fara í sturtu og á morgun skiptir ekki máli hversu lengi þú fiktar í ofninum því þér hættir aldrei að vera kalt. Í dag og á morgun munu vindarnir blása og sólin ylja. Það er auðvelt að pakka í tösku. Það er auðvelt að panta sér miða. Það er auðvelt að fljúga í burtu. Það er mun erfiðara að lenda á stöðugri grundu, standandi á báðum fótum. Höfundur býr í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þú flýgur til fjarlægra landa til þess að uppgötva heiminn og um leið þig sjálfan. Þú kemst að því að tilfinning afmarkast hvorki við tíma né stað. Þú áttar þig á því að flugvélar rúma ekki þúsund hjörtu. Þú sérð að vængir þarfnast viðgerða rétt eins og draumar um betra líf. Þú fattar að öryggisbeltið mun aldrei beisla eftirsjánna. Til þess að takast á loft þarf meira en hálfan bensíntank. Þú skilur að í hverjum einasta jarðveg er dæld og veðurpsáin gerir alltaf ráð fyrir skekkju. Þú fattar að sá sem þú elskar deyr aldrei. Þú sérð að holan innra með þér getur stækkað og minnkað á víxl en gufar aldrei upp. Þú finnur að þyngdaraflið hrindir þér alltaf í sömu átt. Það skiptir ekki máli hvað þú setur í ferðatöskuna svo lengi sem þú hefur þrek til að draga hana á eftir þér. Í dag sveifla fæturnir fram og til baka í skíðalyftu. Á morgun límist sveitt bakið við sólarbekk. Í dag gleymirðu að fara í sturtu og á morgun skiptir ekki máli hversu lengi þú fiktar í ofninum því þér hættir aldrei að vera kalt. Í dag og á morgun munu vindarnir blása og sólin ylja. Það er auðvelt að pakka í tösku. Það er auðvelt að panta sér miða. Það er auðvelt að fljúga í burtu. Það er mun erfiðara að lenda á stöðugri grundu, standandi á báðum fótum. Höfundur býr í útlöndum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar