Líklegt að Framsókn fái viðbótarráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2021 19:27 Ríkisstjórnarsáttmáli verður kynntur á sunnudag. Stöð 2/Einar Æðstu stofnanir stjórnarflokkanna á milli landsfunda koma saman á morgun þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur og borin upp til atkvæða. Ráðherrum verður líklega fjölgað um einn og stofnað verður nýtt innviðaráðuneyti. Í stjórnarmyndunarviðræðum fyrri ára hafa leiðtogar stjórnmálaflokkanna oft reynt að fela sig fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur það ekki verið í þetta skiptið. Viðræður þremenninganna hafa að mestu átt sér stað í Ráðherrabústaðnum og í dag gengu oddvitar stjórnarflokkanna þaðan út með nýjan stjórnarsáttmála í farteskinu. „Já, við vorum að leggja lokahönd á textann þannig að núna er verið ganga frá honum og lesa hann yfir og fleira sem þarf að gera. Við erum búin að boða okkar fólk, flokksráð, miðstjórnir og hvað þetta heitir; okkar flokksstofnanir til fundar seinnipartinn á morgun,“ segir Katrín. Þegar fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var kynnt hinn 30. nóvember 2017 var það skipað fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum sem einnig fengu forseta Alþingis í sinn hlut. Þá voru Sjálfstæðismenn með 16 þingmenn, Framsókn 8 og Vinstri græn 11. Eftir síðustu kosningar í september er Sjálfstæðisflokkurinn með 17 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 13 og Vinstri græn 8. Sigurður Ingi hlakkar til að kynna nýja stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að sameina ýmis verkefni í nýju innviðaráðuneyti. Er þetta alveg eins og þú vildir hafa það þegar lagt var af stað? „Það eru þrír í þessu sambandi og öll þurfum við að taka tillit til hvers annars. En heilt yfir finnst mér þetta spennandi og það verður gaman að kynna þetta um helgina,“ segir Sigurður Ingi. Meira fékkst ekki uppgefið um innihald stjórnarsáttmálans. Til að mynda um hvort Sjálfstæðisflokkurinn fái heilbrigðisráðuneytið en formaður Sjálfstæðisflokksins var rétt farinn úr Ráðherrabústaðnum þegar okkur bar að. Það hefur verið talað um fjölgun ráðherra, fjölgar þeim um einn eða tvo? „Það skýrist. En við höfum talað alveg skýrt um að það komi vel til greina,“ segir Sigurður Ingi. Líklega fær Framsóknarflokkurinn einn ráðherra til viðbótar og þá verður að teljast líklegast að embætti forseta Alþingis haldist hjá Vinstri grænum. Þetta kemur allt í ljós eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna á sunnudag þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur opinberlega. „Þessi stjórnarsáttmáli ber þess auðvitað merki að við erum búin að vinna saman í fjögur ár. Það eru ýmsir lærdómar sem hafa verið dregnir af því samstarfi. Annars er best að segja sem minnst þangað til þetta hefur farið í gegnum okkar flokksstofnanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Í stjórnarmyndunarviðræðum fyrri ára hafa leiðtogar stjórnmálaflokkanna oft reynt að fela sig fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur það ekki verið í þetta skiptið. Viðræður þremenninganna hafa að mestu átt sér stað í Ráðherrabústaðnum og í dag gengu oddvitar stjórnarflokkanna þaðan út með nýjan stjórnarsáttmála í farteskinu. „Já, við vorum að leggja lokahönd á textann þannig að núna er verið ganga frá honum og lesa hann yfir og fleira sem þarf að gera. Við erum búin að boða okkar fólk, flokksráð, miðstjórnir og hvað þetta heitir; okkar flokksstofnanir til fundar seinnipartinn á morgun,“ segir Katrín. Þegar fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var kynnt hinn 30. nóvember 2017 var það skipað fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum sem einnig fengu forseta Alþingis í sinn hlut. Þá voru Sjálfstæðismenn með 16 þingmenn, Framsókn 8 og Vinstri græn 11. Eftir síðustu kosningar í september er Sjálfstæðisflokkurinn með 17 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 13 og Vinstri græn 8. Sigurður Ingi hlakkar til að kynna nýja stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að sameina ýmis verkefni í nýju innviðaráðuneyti. Er þetta alveg eins og þú vildir hafa það þegar lagt var af stað? „Það eru þrír í þessu sambandi og öll þurfum við að taka tillit til hvers annars. En heilt yfir finnst mér þetta spennandi og það verður gaman að kynna þetta um helgina,“ segir Sigurður Ingi. Meira fékkst ekki uppgefið um innihald stjórnarsáttmálans. Til að mynda um hvort Sjálfstæðisflokkurinn fái heilbrigðisráðuneytið en formaður Sjálfstæðisflokksins var rétt farinn úr Ráðherrabústaðnum þegar okkur bar að. Það hefur verið talað um fjölgun ráðherra, fjölgar þeim um einn eða tvo? „Það skýrist. En við höfum talað alveg skýrt um að það komi vel til greina,“ segir Sigurður Ingi. Líklega fær Framsóknarflokkurinn einn ráðherra til viðbótar og þá verður að teljast líklegast að embætti forseta Alþingis haldist hjá Vinstri grænum. Þetta kemur allt í ljós eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna á sunnudag þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur opinberlega. „Þessi stjórnarsáttmáli ber þess auðvitað merki að við erum búin að vinna saman í fjögur ár. Það eru ýmsir lærdómar sem hafa verið dregnir af því samstarfi. Annars er best að segja sem minnst þangað til þetta hefur farið í gegnum okkar flokksstofnanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira