Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2021 15:20 Jens Garðar Helgason er framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Vísir/Arnar Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. Greint er frá þessu á vef Matvælastofnunar. Reynist grunurinn réttur er þetta í fyrsta sinn sem sjúkdómsvaldandi afbrigði ISA-veirunnar greinist í laxi hér á landi. „Ákvörðun hefur verið tekin um að aflífa lax úr viðkomandi kví við fyrsta tækifæri og farga úrgangi með tryggum hætti. Lax sem alinn er í öðrum kvíum á eldissvæðinu virkar heilbrigður, fóðrun eðlileg og vöxtur góður. Fiskur í nágrannakvíum verður settur undir hert eftirlit og skimanir af öryggisástæðum,“ segir á vef MAST. „Matvælastofnun hefur í varúðarskyni sett dreifingarbann á starfsstöð fyrirtækisins við Gripaldi í Reyðarfirði sem mun gilda þar til slátrað hefur verið úr sjókvíunum og svæðið sett í hvíld.“ Skoðunarskýrslu starfsmanna MAST má lesa hér. Fyrsta tilfelli í Noregi 1984 Fram kemur á vef MAST að ISA-veiran tilheyri inflúensaveirum af fjölskyldunni Orthomyxoviridae og búi yfir flestum þeim eiginleikum inflúensuveira sem við þekkjum frá bæði spendýrum og fuglum (stundum einnig kölluð laxaflensa). „Þekkt eru tvö afbrigði ISA-veirunnar. Annað er meinvirkt og veldur misalvarlegri sýkingu og afföllum (ISA-del), en hitt er góðkynja afbrigði sem aldrei veldur sjúkdómi eða tjóni (ISA-HPR0). Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að góðkynja afbrigði veirunnar er mun útbreiddara en áður var talið og finnst að öllum líkindum alls staðar í umhverfi laxa, bæði hjá villtum laxi og í eldisumhverfi. Lengi hefur legið fyrir og staðfest að hið góðkynja afbrigði veirunnar er til staðar hér við land og hefur eflaust fylgt laxi frá örófi alda. Þess ber einnig að geta að klínísk einkenni hafa aldrei verið staðfest í villtum laxi á heimsvísu, jafnvel þó hin meinvirka gerð veirunnar (ISA-del) hafi verið einangruð úr slíkum fiski. Sérfræðingum ber saman um að hið meinvirka afbrigði verði til við stökkbreytingu á hinu meinlausa afbrigði. Slíkar stökkbreytingar eru afar sjaldgæfar, en árleg áhætta á sýkingu með stökkbreyttu meinvirku afbrigði hefur verið reiknað til 0,7% fyrir dæmigert sjókvíaeldissvæði.“ Frá því fyrsta tilfelli blóðþorra var staðfest í Noregi árið 1984 hafi veiran einnig valdið klínískum sjúkdómi hjá fjölmörgum öðrum laxeldisþjóðum. „Næstu greiningar áttu sér stað í Kanada (1996), Skotlandi (1998), Færeyjum (2000), USA (2001), Chile (2001) og Írlandi (2002). Síðasta tilfelli í Færeyjum átti sér stað 2016/17 þegar klínísk sýking kom upp í stakri kví en allur annar fiskur reyndist heilbrigður og var slátrað til manneldis. Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum.“ Sýni send til Leipzig Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum vinnur nú að nánari staðfestingu og skilgreiningu á arfgerð veirunnar. „Í fyrstu verða greind veirusýni send til Leipzig í Þýskalandi til sérstakrar raðgreiningar, en einnig verður unnið í samvinnu við rannsóknastofu Evrópusambandsins í veirusjúkdómum lagardýra í Danmörku.“ MAST segir að greining veirunnar nú ítreki mikilvægi vöktunar og smitvarna til að viðhalda góðri sjúkdómastöðu hérlendis og fyrirbyggja að sjúkdómur á borð við blóðþorra komi upp og nái fótfestu í eldi. „Matvælastofnun hefur í varúðarskyni sett dreifingarbann á starfsstöð fyrirtækisins við Gripaldi í Reyðarfirði sem mun gilda þar til slátrað hefur verið úr sjókvíunum og svæðið sett í hvíld.“ Komin með þykkan skráp Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri hjá Löxum fiskeldi, segir í tölvupósti til starfsmanna að stöðin hafi verið einangruð og vinna við að taka út allan fisk í kví sjö hefjist í kvöld. „ISA kemur reglulega upp í Noregi, Skotlandi, Kanada og Síle, en þetta er í fyrsta skiptið sem veiran greinist á Íslandi. Því er málið litið alvarlegum augum. Allar aðgerðir og áframhald er unnið í nánu samstarfi og eftir fyrirmælum MAST,“ segir Jens Garðar. „Við erum komin með þykkan skráp fyrir áföllum og við öll, sem ein stór fjölskylda, munum takast á við þessa brekku eins og allar aðrar. Ég mun halda ykkur vel upplýstum um framhaldið og næstu skref.“ Tilkynning MAST í heild Veira sem valdið getur sjúkdómnum blóðþorra í laxi (ISA - Infectious salmon anaemia) hefur greinst í eldisfiski úr sjókví Laxa fiskeldis ehf í Reyðarfirði. Ef sú greining sem nú liggur fyrir reynist rétt með staðfestingarprófum er þetta í fyrsta sinn sem sjúkdómsvaldandi afbrigði ISA-veirunnar greinist í laxi hér á landi. ISA-veiran tilheyrir inflúensaveirum af fjölskyldunni Orthomyxoviridae og býr yfir flestum þeim eiginleikum inflúensuveira sem við þekkjum frá bæði spendýrum og fuglum (stundum einnig kölluð laxaflensa). Þekkt eru tvö afbrigði ISA-veirunnar. Annað er meinvirkt og veldur misalvarlegri sýkingu og afföllum (ISA-del), en hitt er góðkynja afbrigði sem aldrei veldur sjúkdómi eða tjóni (ISA-HPR0). Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að góðkynja afbrigði veirunnar er mun útbreiddara en áður var talið og finnst að öllum líkindum alls staðar í umhverfi laxa, bæði hjá villtum laxi og í eldisumhverfi. Lengi hefur legið fyrir og staðfest að hið góðkynja afbrigði veirunnar er til staðar hér við land og hefur eflaust fylgt laxi frá örófi alda. Þess ber einnig að geta að klínísk einkenni hafa aldrei verið staðfest í villtum laxi á heimsvísu, jafnvel þó hin meinvirka gerð veirunnar (ISA-del) hafi verið einangruð úr slíkum fiski. Sérfræðingum ber saman um að hið meinvirka afbrigði verði til við stökkbreytingu á hinu meinlausa afbrigði. Slíkar stökkbreytingar eru afar sjaldgæfar, en árleg áhætta á sýkingu með stökkbreyttu meinvirku afbrigði hefur verið reiknað til 0,7% fyrir dæmigert sjókvíaeldissvæði. Frá því fyrsta tilfelli blóðþorra var staðfest í Noregi árið 1984 hefur veiran einnig valdið klínískum sjúkdómi hjá fjölmörgum öðrum laxeldisþjóðum. Næstu greiningar áttu sér stað í Kanada (1996), Skotlandi (1998), Færeyjum (2000), USA (2001), Chile (2001) og Írlandi (2002). Síðasta tilfelli í Færeyjum átti sér stað 2016/17 þegar klínísk sýking kom upp í stakri kví en allur annar fiskur reyndist heilbrigður og var slátrað til manneldis. Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum. ISA-veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í kví G7. Ákvörðun hefur verið tekin um að aflífa lax úr viðkomandi kví við fyrsta tækifæri og farga úrgangi með tryggum hætti. Lax sem alinn er í öðrum kvíum á eldissvæðinu virkar heilbrigður, fóðrun eðlileg og vöxtur góður. Fiskur í nágrannakvíum verður settur undir hert eftirlit og skimanir af öryggisástæðum. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum vinnur nú að nánari staðfestingu og skilgreiningu á arfgerð veirunnar. Í fyrstu verða greind veirusýni send til Leipzig í Þýskalandi til sérstakrar raðgreiningar, en einnig verður unnið í samvinnu við rannsóknastofu Evrópusambandsins í veirusjúkdómum lagardýra í Danmörku. Greining veirunnar nú ítrekar mikilvægi vöktunar og smitvarna til að viðhalda góðri sjúkdómastöðu hérlendis og fyrirbyggja að sjúkdómur á borð við blóðþorra komi upp og nái fótfestu í eldi. Matvælastofnun hefur í varúðarskyni sett dreifingarbann á starfsstöð fyrirtækisins við Gripaldi í Reyðarfirði sem mun gilda þar til slátrað hefur verið úr sjókvíunum og svæðið sett í hvíld. Fiskeldi Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Matvælastofnunar. Reynist grunurinn réttur er þetta í fyrsta sinn sem sjúkdómsvaldandi afbrigði ISA-veirunnar greinist í laxi hér á landi. „Ákvörðun hefur verið tekin um að aflífa lax úr viðkomandi kví við fyrsta tækifæri og farga úrgangi með tryggum hætti. Lax sem alinn er í öðrum kvíum á eldissvæðinu virkar heilbrigður, fóðrun eðlileg og vöxtur góður. Fiskur í nágrannakvíum verður settur undir hert eftirlit og skimanir af öryggisástæðum,“ segir á vef MAST. „Matvælastofnun hefur í varúðarskyni sett dreifingarbann á starfsstöð fyrirtækisins við Gripaldi í Reyðarfirði sem mun gilda þar til slátrað hefur verið úr sjókvíunum og svæðið sett í hvíld.“ Skoðunarskýrslu starfsmanna MAST má lesa hér. Fyrsta tilfelli í Noregi 1984 Fram kemur á vef MAST að ISA-veiran tilheyri inflúensaveirum af fjölskyldunni Orthomyxoviridae og búi yfir flestum þeim eiginleikum inflúensuveira sem við þekkjum frá bæði spendýrum og fuglum (stundum einnig kölluð laxaflensa). „Þekkt eru tvö afbrigði ISA-veirunnar. Annað er meinvirkt og veldur misalvarlegri sýkingu og afföllum (ISA-del), en hitt er góðkynja afbrigði sem aldrei veldur sjúkdómi eða tjóni (ISA-HPR0). Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að góðkynja afbrigði veirunnar er mun útbreiddara en áður var talið og finnst að öllum líkindum alls staðar í umhverfi laxa, bæði hjá villtum laxi og í eldisumhverfi. Lengi hefur legið fyrir og staðfest að hið góðkynja afbrigði veirunnar er til staðar hér við land og hefur eflaust fylgt laxi frá örófi alda. Þess ber einnig að geta að klínísk einkenni hafa aldrei verið staðfest í villtum laxi á heimsvísu, jafnvel þó hin meinvirka gerð veirunnar (ISA-del) hafi verið einangruð úr slíkum fiski. Sérfræðingum ber saman um að hið meinvirka afbrigði verði til við stökkbreytingu á hinu meinlausa afbrigði. Slíkar stökkbreytingar eru afar sjaldgæfar, en árleg áhætta á sýkingu með stökkbreyttu meinvirku afbrigði hefur verið reiknað til 0,7% fyrir dæmigert sjókvíaeldissvæði.“ Frá því fyrsta tilfelli blóðþorra var staðfest í Noregi árið 1984 hafi veiran einnig valdið klínískum sjúkdómi hjá fjölmörgum öðrum laxeldisþjóðum. „Næstu greiningar áttu sér stað í Kanada (1996), Skotlandi (1998), Færeyjum (2000), USA (2001), Chile (2001) og Írlandi (2002). Síðasta tilfelli í Færeyjum átti sér stað 2016/17 þegar klínísk sýking kom upp í stakri kví en allur annar fiskur reyndist heilbrigður og var slátrað til manneldis. Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum.“ Sýni send til Leipzig Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum vinnur nú að nánari staðfestingu og skilgreiningu á arfgerð veirunnar. „Í fyrstu verða greind veirusýni send til Leipzig í Þýskalandi til sérstakrar raðgreiningar, en einnig verður unnið í samvinnu við rannsóknastofu Evrópusambandsins í veirusjúkdómum lagardýra í Danmörku.“ MAST segir að greining veirunnar nú ítreki mikilvægi vöktunar og smitvarna til að viðhalda góðri sjúkdómastöðu hérlendis og fyrirbyggja að sjúkdómur á borð við blóðþorra komi upp og nái fótfestu í eldi. „Matvælastofnun hefur í varúðarskyni sett dreifingarbann á starfsstöð fyrirtækisins við Gripaldi í Reyðarfirði sem mun gilda þar til slátrað hefur verið úr sjókvíunum og svæðið sett í hvíld.“ Komin með þykkan skráp Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri hjá Löxum fiskeldi, segir í tölvupósti til starfsmanna að stöðin hafi verið einangruð og vinna við að taka út allan fisk í kví sjö hefjist í kvöld. „ISA kemur reglulega upp í Noregi, Skotlandi, Kanada og Síle, en þetta er í fyrsta skiptið sem veiran greinist á Íslandi. Því er málið litið alvarlegum augum. Allar aðgerðir og áframhald er unnið í nánu samstarfi og eftir fyrirmælum MAST,“ segir Jens Garðar. „Við erum komin með þykkan skráp fyrir áföllum og við öll, sem ein stór fjölskylda, munum takast á við þessa brekku eins og allar aðrar. Ég mun halda ykkur vel upplýstum um framhaldið og næstu skref.“ Tilkynning MAST í heild Veira sem valdið getur sjúkdómnum blóðþorra í laxi (ISA - Infectious salmon anaemia) hefur greinst í eldisfiski úr sjókví Laxa fiskeldis ehf í Reyðarfirði. Ef sú greining sem nú liggur fyrir reynist rétt með staðfestingarprófum er þetta í fyrsta sinn sem sjúkdómsvaldandi afbrigði ISA-veirunnar greinist í laxi hér á landi. ISA-veiran tilheyrir inflúensaveirum af fjölskyldunni Orthomyxoviridae og býr yfir flestum þeim eiginleikum inflúensuveira sem við þekkjum frá bæði spendýrum og fuglum (stundum einnig kölluð laxaflensa). Þekkt eru tvö afbrigði ISA-veirunnar. Annað er meinvirkt og veldur misalvarlegri sýkingu og afföllum (ISA-del), en hitt er góðkynja afbrigði sem aldrei veldur sjúkdómi eða tjóni (ISA-HPR0). Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að góðkynja afbrigði veirunnar er mun útbreiddara en áður var talið og finnst að öllum líkindum alls staðar í umhverfi laxa, bæði hjá villtum laxi og í eldisumhverfi. Lengi hefur legið fyrir og staðfest að hið góðkynja afbrigði veirunnar er til staðar hér við land og hefur eflaust fylgt laxi frá örófi alda. Þess ber einnig að geta að klínísk einkenni hafa aldrei verið staðfest í villtum laxi á heimsvísu, jafnvel þó hin meinvirka gerð veirunnar (ISA-del) hafi verið einangruð úr slíkum fiski. Sérfræðingum ber saman um að hið meinvirka afbrigði verði til við stökkbreytingu á hinu meinlausa afbrigði. Slíkar stökkbreytingar eru afar sjaldgæfar, en árleg áhætta á sýkingu með stökkbreyttu meinvirku afbrigði hefur verið reiknað til 0,7% fyrir dæmigert sjókvíaeldissvæði. Frá því fyrsta tilfelli blóðþorra var staðfest í Noregi árið 1984 hefur veiran einnig valdið klínískum sjúkdómi hjá fjölmörgum öðrum laxeldisþjóðum. Næstu greiningar áttu sér stað í Kanada (1996), Skotlandi (1998), Færeyjum (2000), USA (2001), Chile (2001) og Írlandi (2002). Síðasta tilfelli í Færeyjum átti sér stað 2016/17 þegar klínísk sýking kom upp í stakri kví en allur annar fiskur reyndist heilbrigður og var slátrað til manneldis. Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum. ISA-veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í kví G7. Ákvörðun hefur verið tekin um að aflífa lax úr viðkomandi kví við fyrsta tækifæri og farga úrgangi með tryggum hætti. Lax sem alinn er í öðrum kvíum á eldissvæðinu virkar heilbrigður, fóðrun eðlileg og vöxtur góður. Fiskur í nágrannakvíum verður settur undir hert eftirlit og skimanir af öryggisástæðum. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum vinnur nú að nánari staðfestingu og skilgreiningu á arfgerð veirunnar. Í fyrstu verða greind veirusýni send til Leipzig í Þýskalandi til sérstakrar raðgreiningar, en einnig verður unnið í samvinnu við rannsóknastofu Evrópusambandsins í veirusjúkdómum lagardýra í Danmörku. Greining veirunnar nú ítrekar mikilvægi vöktunar og smitvarna til að viðhalda góðri sjúkdómastöðu hérlendis og fyrirbyggja að sjúkdómur á borð við blóðþorra komi upp og nái fótfestu í eldi. Matvælastofnun hefur í varúðarskyni sett dreifingarbann á starfsstöð fyrirtækisins við Gripaldi í Reyðarfirði sem mun gilda þar til slátrað hefur verið úr sjókvíunum og svæðið sett í hvíld.
Tilkynning MAST í heild Veira sem valdið getur sjúkdómnum blóðþorra í laxi (ISA - Infectious salmon anaemia) hefur greinst í eldisfiski úr sjókví Laxa fiskeldis ehf í Reyðarfirði. Ef sú greining sem nú liggur fyrir reynist rétt með staðfestingarprófum er þetta í fyrsta sinn sem sjúkdómsvaldandi afbrigði ISA-veirunnar greinist í laxi hér á landi. ISA-veiran tilheyrir inflúensaveirum af fjölskyldunni Orthomyxoviridae og býr yfir flestum þeim eiginleikum inflúensuveira sem við þekkjum frá bæði spendýrum og fuglum (stundum einnig kölluð laxaflensa). Þekkt eru tvö afbrigði ISA-veirunnar. Annað er meinvirkt og veldur misalvarlegri sýkingu og afföllum (ISA-del), en hitt er góðkynja afbrigði sem aldrei veldur sjúkdómi eða tjóni (ISA-HPR0). Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að góðkynja afbrigði veirunnar er mun útbreiddara en áður var talið og finnst að öllum líkindum alls staðar í umhverfi laxa, bæði hjá villtum laxi og í eldisumhverfi. Lengi hefur legið fyrir og staðfest að hið góðkynja afbrigði veirunnar er til staðar hér við land og hefur eflaust fylgt laxi frá örófi alda. Þess ber einnig að geta að klínísk einkenni hafa aldrei verið staðfest í villtum laxi á heimsvísu, jafnvel þó hin meinvirka gerð veirunnar (ISA-del) hafi verið einangruð úr slíkum fiski. Sérfræðingum ber saman um að hið meinvirka afbrigði verði til við stökkbreytingu á hinu meinlausa afbrigði. Slíkar stökkbreytingar eru afar sjaldgæfar, en árleg áhætta á sýkingu með stökkbreyttu meinvirku afbrigði hefur verið reiknað til 0,7% fyrir dæmigert sjókvíaeldissvæði. Frá því fyrsta tilfelli blóðþorra var staðfest í Noregi árið 1984 hefur veiran einnig valdið klínískum sjúkdómi hjá fjölmörgum öðrum laxeldisþjóðum. Næstu greiningar áttu sér stað í Kanada (1996), Skotlandi (1998), Færeyjum (2000), USA (2001), Chile (2001) og Írlandi (2002). Síðasta tilfelli í Færeyjum átti sér stað 2016/17 þegar klínísk sýking kom upp í stakri kví en allur annar fiskur reyndist heilbrigður og var slátrað til manneldis. Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum. ISA-veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í kví G7. Ákvörðun hefur verið tekin um að aflífa lax úr viðkomandi kví við fyrsta tækifæri og farga úrgangi með tryggum hætti. Lax sem alinn er í öðrum kvíum á eldissvæðinu virkar heilbrigður, fóðrun eðlileg og vöxtur góður. Fiskur í nágrannakvíum verður settur undir hert eftirlit og skimanir af öryggisástæðum. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum vinnur nú að nánari staðfestingu og skilgreiningu á arfgerð veirunnar. Í fyrstu verða greind veirusýni send til Leipzig í Þýskalandi til sérstakrar raðgreiningar, en einnig verður unnið í samvinnu við rannsóknastofu Evrópusambandsins í veirusjúkdómum lagardýra í Danmörku. Greining veirunnar nú ítrekar mikilvægi vöktunar og smitvarna til að viðhalda góðri sjúkdómastöðu hérlendis og fyrirbyggja að sjúkdómur á borð við blóðþorra komi upp og nái fótfestu í eldi. Matvælastofnun hefur í varúðarskyni sett dreifingarbann á starfsstöð fyrirtækisins við Gripaldi í Reyðarfirði sem mun gilda þar til slátrað hefur verið úr sjókvíunum og svæðið sett í hvíld.
Fiskeldi Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira