„Við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn“ Atli Arason skrifar 25. nóvember 2021 22:22 Lovísa Björt Henningsdóttir var ekki sátt við það hvernig Haukar mættu til leiks í kvöld. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, var svekkt með stórt tap í síðasta heimaleik Hauka í Euro Cup, 41-79. „Manni líður aldrei vel eftir tapleiki, hvað þá þegar maður tapar svona stórt. Sérstaklega miðað við það hvernig við mættum í leikinn, við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn en við mættum svolítið flatar og orkulitlar. Það gengur ekkert þegar maður er að spila á móti liði í Euro Cup. Þær eru allar ógeðslega góðar en maður á alltaf að mæta tilbúin til leiks og það er eitthvað sem við getum lært af,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst stemningin fyrir leik frábær. Við töluðum um það inn í klefa að þetta væri síðasti heimaleikurinn í Euro Cup og við ætluðum að gefa allt í þetta en stundum er þetta bara svona að maður kemur einhvern veginn ekki með jafn mikla orku og maður vill inn í svona leiki, því miður.“ 38 stiga tap varð niðurstaðan sem er ansi stórt tap. Þrátt fyrir það þá taldi Lovísa að Tarbes GB hafi ekki komið Haukunum neitt á óvart. „Nei, við höfum spilað við þær áður þó þær séu með smá breytt lið. Við spiluðum við þær úti og þar töpuðum við bara með 13 stigum en þar spiluðum við frekar vel á móti þeim. Við vorum bara ekki að hitta úr okkar skotum, ef við hefðum sett nokkra þrista í fyrri hálfleik þá hefði kannski komið smá meiri stemning og smá meiri orka en það bara gerðist ekki í dag,“ svaraði Lovísa, aðspurð að því hvort andstæðingurinn hafi gert eitthvað óvænt. Ævintýrið í Evrópu fer því brátt að ljúka hjá Haukum en Lovísa sagði að Haukar þurfi líka að halda fullum fókus á Subway-deildinni. „Það er bara einn leikur eftir í Euro Cup og hann er í næstu viku en við erum búnar að æfa okkur í því að taka bara einn leik í einu og næsti leikur er einmitt hér [í Ólafssal] gegn Fjölni. Bæði núna og svo aftur eftir viku þá snýst þetta um að halda fókus í deildinni hérna heima og reyna að koma í hvern leik, tilbúnar í þann leik og gefa allt í íslensku deildina,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
„Manni líður aldrei vel eftir tapleiki, hvað þá þegar maður tapar svona stórt. Sérstaklega miðað við það hvernig við mættum í leikinn, við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn en við mættum svolítið flatar og orkulitlar. Það gengur ekkert þegar maður er að spila á móti liði í Euro Cup. Þær eru allar ógeðslega góðar en maður á alltaf að mæta tilbúin til leiks og það er eitthvað sem við getum lært af,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst stemningin fyrir leik frábær. Við töluðum um það inn í klefa að þetta væri síðasti heimaleikurinn í Euro Cup og við ætluðum að gefa allt í þetta en stundum er þetta bara svona að maður kemur einhvern veginn ekki með jafn mikla orku og maður vill inn í svona leiki, því miður.“ 38 stiga tap varð niðurstaðan sem er ansi stórt tap. Þrátt fyrir það þá taldi Lovísa að Tarbes GB hafi ekki komið Haukunum neitt á óvart. „Nei, við höfum spilað við þær áður þó þær séu með smá breytt lið. Við spiluðum við þær úti og þar töpuðum við bara með 13 stigum en þar spiluðum við frekar vel á móti þeim. Við vorum bara ekki að hitta úr okkar skotum, ef við hefðum sett nokkra þrista í fyrri hálfleik þá hefði kannski komið smá meiri stemning og smá meiri orka en það bara gerðist ekki í dag,“ svaraði Lovísa, aðspurð að því hvort andstæðingurinn hafi gert eitthvað óvænt. Ævintýrið í Evrópu fer því brátt að ljúka hjá Haukum en Lovísa sagði að Haukar þurfi líka að halda fullum fókus á Subway-deildinni. „Það er bara einn leikur eftir í Euro Cup og hann er í næstu viku en við erum búnar að æfa okkur í því að taka bara einn leik í einu og næsti leikur er einmitt hér [í Ólafssal] gegn Fjölni. Bæði núna og svo aftur eftir viku þá snýst þetta um að halda fókus í deildinni hérna heima og reyna að koma í hvern leik, tilbúnar í þann leik og gefa allt í íslensku deildina,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum