Gagnrýnir farþegana í liði PSG og segir liðið eiga enga möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 12:32 Neymar og Lionel Messi ganga saman af velli eftir tapið á móti Manchester City í gær. AP/Scott Heppell Flest lið myndu eflaust gefa mikið fyrir að geta telft fram framlínutríóinu Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Þessir þrír standa þó í vegi fyrir möguleikum Paris Saint Germain að mati knattspyrnusérfræðings Sky Sports. Gamli Liverpool miðvörðurinn Jamie Carragher var nefnilega með sterka skoðun á framherjunum þremur eftir tap PSG á móti Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Kylian Mbappe kom PSG reyndar í 1-0 í leiknum en mörk frá Raheem Sterling og Gabriel Jesus tryggði ensku meisturunum sigurinn í seinni hálfleik. Jamie Carragher hit the nail on the head last night during his damning analysis of PSG's superstar trio, they're becoming a problem! https://t.co/5tMGqBlbPR— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021 „Ég er á því að í dag geti lið ekki verið með farþega,“ sagði Jamie Carragher á CBS Sports. „Það eru fjögur lið sem mér finnst geta unnið Meistaradeildina og það eru Man City, Liverpool, Chelsea eða Bayern München. Það er enginn farþegi í þeim liðum,“ sagði Carragher. „Þetta PSG lið er með þrjá farþega í sínu liði og þessa vegna eiga þeir enga möguleika á því að vinna Meistaradeildina, alls enga,“ sagði Carragher. Hann er þá að tala um tríóið Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Carragher er sérstaklega ósáttur með Mbappe, sem er mun yngri en Messi, en sýnir engan vilja í að hlaupa til baka og hjálpa sínu liði í varnarleiknum. Really pleased to see @ManCity beat #PSG tonight as it showed no matter what superstars you have in your team you can t carry passengers defensively. PSG can t win #UCL with only 7 players defending! #MCIPSG— Jamie Carragher (@Carra23) November 24, 2021 „Ég verð pirraður að horfa á þetta og þá sérstaklega Mbappe. Ég get skilið það með Messi upp að ákveðnu marki af því að hann er 34 ára og þarf að spara sig fyrir ákveðin móment,“ sagði Carragher. „Ég tel samt að þeir geti ekki borið hann í mark og við skulum ekki gleyma því heldur að Barcelona hefur ekki unnið Meistaradeildina í langan tíma,“ sagði Carragher. „En Mbappe er enn bara 22 ára gamall og hann ætti að vera hlaupa til baka til að hjálpa liðsfélögum sínum á móti toppliði eins og Man. City. Þetta snýst um að þeir eru að labba um völlinn og það er ekki fyrr mig,“ sagði Carragher. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Gamli Liverpool miðvörðurinn Jamie Carragher var nefnilega með sterka skoðun á framherjunum þremur eftir tap PSG á móti Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Kylian Mbappe kom PSG reyndar í 1-0 í leiknum en mörk frá Raheem Sterling og Gabriel Jesus tryggði ensku meisturunum sigurinn í seinni hálfleik. Jamie Carragher hit the nail on the head last night during his damning analysis of PSG's superstar trio, they're becoming a problem! https://t.co/5tMGqBlbPR— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021 „Ég er á því að í dag geti lið ekki verið með farþega,“ sagði Jamie Carragher á CBS Sports. „Það eru fjögur lið sem mér finnst geta unnið Meistaradeildina og það eru Man City, Liverpool, Chelsea eða Bayern München. Það er enginn farþegi í þeim liðum,“ sagði Carragher. „Þetta PSG lið er með þrjá farþega í sínu liði og þessa vegna eiga þeir enga möguleika á því að vinna Meistaradeildina, alls enga,“ sagði Carragher. Hann er þá að tala um tríóið Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Carragher er sérstaklega ósáttur með Mbappe, sem er mun yngri en Messi, en sýnir engan vilja í að hlaupa til baka og hjálpa sínu liði í varnarleiknum. Really pleased to see @ManCity beat #PSG tonight as it showed no matter what superstars you have in your team you can t carry passengers defensively. PSG can t win #UCL with only 7 players defending! #MCIPSG— Jamie Carragher (@Carra23) November 24, 2021 „Ég verð pirraður að horfa á þetta og þá sérstaklega Mbappe. Ég get skilið það með Messi upp að ákveðnu marki af því að hann er 34 ára og þarf að spara sig fyrir ákveðin móment,“ sagði Carragher. „Ég tel samt að þeir geti ekki borið hann í mark og við skulum ekki gleyma því heldur að Barcelona hefur ekki unnið Meistaradeildina í langan tíma,“ sagði Carragher. „En Mbappe er enn bara 22 ára gamall og hann ætti að vera hlaupa til baka til að hjálpa liðsfélögum sínum á móti toppliði eins og Man. City. Þetta snýst um að þeir eru að labba um völlinn og það er ekki fyrr mig,“ sagði Carragher.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira