Fyrirtæki hefur þurft að loka vegna faraldursins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2021 20:32 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélagið í Grundarfirði síðustu daga. Vísir/Egill Kórónuveirufaraldurinn hefur skollið á íbúa Grundarfjarðar síðustu daga af fullum þunga en fjórðungur þeirra er nú annað hvort í einangrun eða í sóttkví. Í gær greindust 147 með veiruna á landinu öllu. Nokkrir af þeim eru íbúar Grundafjarðabæjar. Nú eru alls 213 íbúar í bænum í einangrun eða sóttkví en íbúar eru alls 860. „Þetta er um fjórðungur, 25% og það er fyrir utan þá foreldra sem eru þá ekki skráðir og þurfa þá að vera með börn sín en uppistaðan eru börn um tólf ára og yngri,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Skólastarf í bænum hefur legið niðri vegna faraldursins. Börnin lítið veik „Við höfum í þessari viku haft leikskólann og grunnskólann lokaða og íþróttastarfsemi og félagsstarf og svoleiðis. Líka hjá eldri borgurum og það svona leiðir af sjálfu sér. Það var mjög stór skimun í morgun, öll börn og starfsfólk í leikskólum, og við þurfum að sjá svona hver niðurstaðan úr því verður í kvöld. Hins vegar sjáum við ekki fram á að það sé skynsamlegt að hafa opið á morgun og hinn en við erum aðeins að skoða forgangshópana.“ Björg segir börn vera stóran hluta þeirra sem er með veiruna en þau séu flest lítið veik. „Mér finnst börnin almennt ekki veik. Kannski bara svona svolítið eins og venjulegar pestar eða jafnvel ekki veik. En það eru alveg dæmi, þó maður geti ekki farið út í það sérstaklega, í þar síðustu viku þar sem voru sjúkraflutningar og jafnvel alvarleg tilfelli þannig maður skyldi ekki taka þessu af léttúð. En auðvitað er þetta eitthvað sem við erum læra að lifa með,“ segir Björg. Þurft að loka fiskvinnslu Fjórir togarar eru gerðir út frá bænum og eru allir á leið um borð hraðprófaðir. Þá er tvo stór sjávarútvegsfyrirtæki í bænum sem hafa fundið fyrir því hversu margir íbúar hafa fengið veiruna. „Annað þeirra sem hefur þurft að loka en vonandi getur opnað aftur á morgun. Það er saltfiskvinnsla hjá Soffaníasi Cecilssyni.“ Jólavertíðin sé fyrirtækinu mjög mikilvæg og því mikið í húfi að það náist að hefja framleiðslu þar sem fyrst aftur. Björg vonar að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til skili árangri. „Það munar um hvern einasta dag sem við náum að stytta þetta um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grundarfjörður Tengdar fréttir Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Í gær greindust 147 með veiruna á landinu öllu. Nokkrir af þeim eru íbúar Grundafjarðabæjar. Nú eru alls 213 íbúar í bænum í einangrun eða sóttkví en íbúar eru alls 860. „Þetta er um fjórðungur, 25% og það er fyrir utan þá foreldra sem eru þá ekki skráðir og þurfa þá að vera með börn sín en uppistaðan eru börn um tólf ára og yngri,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Skólastarf í bænum hefur legið niðri vegna faraldursins. Börnin lítið veik „Við höfum í þessari viku haft leikskólann og grunnskólann lokaða og íþróttastarfsemi og félagsstarf og svoleiðis. Líka hjá eldri borgurum og það svona leiðir af sjálfu sér. Það var mjög stór skimun í morgun, öll börn og starfsfólk í leikskólum, og við þurfum að sjá svona hver niðurstaðan úr því verður í kvöld. Hins vegar sjáum við ekki fram á að það sé skynsamlegt að hafa opið á morgun og hinn en við erum aðeins að skoða forgangshópana.“ Björg segir börn vera stóran hluta þeirra sem er með veiruna en þau séu flest lítið veik. „Mér finnst börnin almennt ekki veik. Kannski bara svona svolítið eins og venjulegar pestar eða jafnvel ekki veik. En það eru alveg dæmi, þó maður geti ekki farið út í það sérstaklega, í þar síðustu viku þar sem voru sjúkraflutningar og jafnvel alvarleg tilfelli þannig maður skyldi ekki taka þessu af léttúð. En auðvitað er þetta eitthvað sem við erum læra að lifa með,“ segir Björg. Þurft að loka fiskvinnslu Fjórir togarar eru gerðir út frá bænum og eru allir á leið um borð hraðprófaðir. Þá er tvo stór sjávarútvegsfyrirtæki í bænum sem hafa fundið fyrir því hversu margir íbúar hafa fengið veiruna. „Annað þeirra sem hefur þurft að loka en vonandi getur opnað aftur á morgun. Það er saltfiskvinnsla hjá Soffaníasi Cecilssyni.“ Jólavertíðin sé fyrirtækinu mjög mikilvæg og því mikið í húfi að það náist að hefja framleiðslu þar sem fyrst aftur. Björg vonar að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til skili árangri. „Það munar um hvern einasta dag sem við náum að stytta þetta um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grundarfjörður Tengdar fréttir Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12