Fyrirtæki hefur þurft að loka vegna faraldursins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2021 20:32 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélagið í Grundarfirði síðustu daga. Vísir/Egill Kórónuveirufaraldurinn hefur skollið á íbúa Grundarfjarðar síðustu daga af fullum þunga en fjórðungur þeirra er nú annað hvort í einangrun eða í sóttkví. Í gær greindust 147 með veiruna á landinu öllu. Nokkrir af þeim eru íbúar Grundafjarðabæjar. Nú eru alls 213 íbúar í bænum í einangrun eða sóttkví en íbúar eru alls 860. „Þetta er um fjórðungur, 25% og það er fyrir utan þá foreldra sem eru þá ekki skráðir og þurfa þá að vera með börn sín en uppistaðan eru börn um tólf ára og yngri,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Skólastarf í bænum hefur legið niðri vegna faraldursins. Börnin lítið veik „Við höfum í þessari viku haft leikskólann og grunnskólann lokaða og íþróttastarfsemi og félagsstarf og svoleiðis. Líka hjá eldri borgurum og það svona leiðir af sjálfu sér. Það var mjög stór skimun í morgun, öll börn og starfsfólk í leikskólum, og við þurfum að sjá svona hver niðurstaðan úr því verður í kvöld. Hins vegar sjáum við ekki fram á að það sé skynsamlegt að hafa opið á morgun og hinn en við erum aðeins að skoða forgangshópana.“ Björg segir börn vera stóran hluta þeirra sem er með veiruna en þau séu flest lítið veik. „Mér finnst börnin almennt ekki veik. Kannski bara svona svolítið eins og venjulegar pestar eða jafnvel ekki veik. En það eru alveg dæmi, þó maður geti ekki farið út í það sérstaklega, í þar síðustu viku þar sem voru sjúkraflutningar og jafnvel alvarleg tilfelli þannig maður skyldi ekki taka þessu af léttúð. En auðvitað er þetta eitthvað sem við erum læra að lifa með,“ segir Björg. Þurft að loka fiskvinnslu Fjórir togarar eru gerðir út frá bænum og eru allir á leið um borð hraðprófaðir. Þá er tvo stór sjávarútvegsfyrirtæki í bænum sem hafa fundið fyrir því hversu margir íbúar hafa fengið veiruna. „Annað þeirra sem hefur þurft að loka en vonandi getur opnað aftur á morgun. Það er saltfiskvinnsla hjá Soffaníasi Cecilssyni.“ Jólavertíðin sé fyrirtækinu mjög mikilvæg og því mikið í húfi að það náist að hefja framleiðslu þar sem fyrst aftur. Björg vonar að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til skili árangri. „Það munar um hvern einasta dag sem við náum að stytta þetta um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grundarfjörður Tengdar fréttir Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Í gær greindust 147 með veiruna á landinu öllu. Nokkrir af þeim eru íbúar Grundafjarðabæjar. Nú eru alls 213 íbúar í bænum í einangrun eða sóttkví en íbúar eru alls 860. „Þetta er um fjórðungur, 25% og það er fyrir utan þá foreldra sem eru þá ekki skráðir og þurfa þá að vera með börn sín en uppistaðan eru börn um tólf ára og yngri,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Skólastarf í bænum hefur legið niðri vegna faraldursins. Börnin lítið veik „Við höfum í þessari viku haft leikskólann og grunnskólann lokaða og íþróttastarfsemi og félagsstarf og svoleiðis. Líka hjá eldri borgurum og það svona leiðir af sjálfu sér. Það var mjög stór skimun í morgun, öll börn og starfsfólk í leikskólum, og við þurfum að sjá svona hver niðurstaðan úr því verður í kvöld. Hins vegar sjáum við ekki fram á að það sé skynsamlegt að hafa opið á morgun og hinn en við erum aðeins að skoða forgangshópana.“ Björg segir börn vera stóran hluta þeirra sem er með veiruna en þau séu flest lítið veik. „Mér finnst börnin almennt ekki veik. Kannski bara svona svolítið eins og venjulegar pestar eða jafnvel ekki veik. En það eru alveg dæmi, þó maður geti ekki farið út í það sérstaklega, í þar síðustu viku þar sem voru sjúkraflutningar og jafnvel alvarleg tilfelli þannig maður skyldi ekki taka þessu af léttúð. En auðvitað er þetta eitthvað sem við erum læra að lifa með,“ segir Björg. Þurft að loka fiskvinnslu Fjórir togarar eru gerðir út frá bænum og eru allir á leið um borð hraðprófaðir. Þá er tvo stór sjávarútvegsfyrirtæki í bænum sem hafa fundið fyrir því hversu margir íbúar hafa fengið veiruna. „Annað þeirra sem hefur þurft að loka en vonandi getur opnað aftur á morgun. Það er saltfiskvinnsla hjá Soffaníasi Cecilssyni.“ Jólavertíðin sé fyrirtækinu mjög mikilvæg og því mikið í húfi að það náist að hefja framleiðslu þar sem fyrst aftur. Björg vonar að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til skili árangri. „Það munar um hvern einasta dag sem við náum að stytta þetta um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grundarfjörður Tengdar fréttir Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent