Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 16:31 Sænska þingið samþykkti í morgun að Magdalena Andersson yrði nýr forsætisráðherra landsins. Síðan þá hefur mikið dregið til tíðinda. EPA Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. Andersson, sem varð í morgun fyrsta konan til að taka við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti um afsögnina þar sem þörf er á nýrri atkvæðagreiðslu um nýjan forsætisráðherra sökum ákvörðunar Græningja að hverfa úr ríkisstjórn. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að forsætisráðherra segi formlega af sér, fari svo að flokkur hverfi úr samsteypustjórn. Hún sagðist þú reiðubúin að leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins, en til þess þarf nýja atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem meirihluti þingmanna þarf að umbera þann sem þingforseti tilnefnir til forsætisráðherra, það er ekki greiða atkvæði gegn viðkomandi. Leiðtogar Græningja, þau Per Bolund og Märta Stenevi, greindu frá ákvörðun Græningja að segja skilið við ríkisstjórnina á blaðamannafundi síðdegis í dag og rökstuddu málið á þann veg að flokkurinn gæti ekki hugsað sér að stýra landinu á fjárlögum sem hægriöfgaflokkur hafi komið að. Vísuðu þau þar til Svíþjóðardemókrata, en þeir lögðu fram sameiginlegt fjárlagafrumvarp ásamt hægriflokknum Moderaterna og Kristilegum demókrötum. Bolund og Stenevi sögðust jafnframt mjög vonsvikin með ákvörðun Miðflokksins, sem hefur varið stjórnina falli, að leggja fram sitt eigið fjárlagafrumvarp sem varð til þess að fjárlagafrumvarp stjórnarandstöðunnar varð ofan á. Þar sem Græningjar hverfa nú úr ríkisstjórn þarf nýja atkvæðagreiðslu um forsætisráðherra og segjast þau Bolund og Stenevi reiðubúin að greiða atkvæði með Andersson, verði hún tilnefnd af þingforseta á nýjan leik. Andersson hafði gegnt embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Stefan Löfven tilkynnti í haust að hann hugðist segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í tengslum við flokksþing Jafnaðarmannaflokksins sem fram fór í byrjun þessa mánaðar. Var Andersson valinn nýr formaður á þinginu og tók svo við sem forsætisráðherra í morgun. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Andersson, sem varð í morgun fyrsta konan til að taka við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti um afsögnina þar sem þörf er á nýrri atkvæðagreiðslu um nýjan forsætisráðherra sökum ákvörðunar Græningja að hverfa úr ríkisstjórn. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að forsætisráðherra segi formlega af sér, fari svo að flokkur hverfi úr samsteypustjórn. Hún sagðist þú reiðubúin að leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins, en til þess þarf nýja atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem meirihluti þingmanna þarf að umbera þann sem þingforseti tilnefnir til forsætisráðherra, það er ekki greiða atkvæði gegn viðkomandi. Leiðtogar Græningja, þau Per Bolund og Märta Stenevi, greindu frá ákvörðun Græningja að segja skilið við ríkisstjórnina á blaðamannafundi síðdegis í dag og rökstuddu málið á þann veg að flokkurinn gæti ekki hugsað sér að stýra landinu á fjárlögum sem hægriöfgaflokkur hafi komið að. Vísuðu þau þar til Svíþjóðardemókrata, en þeir lögðu fram sameiginlegt fjárlagafrumvarp ásamt hægriflokknum Moderaterna og Kristilegum demókrötum. Bolund og Stenevi sögðust jafnframt mjög vonsvikin með ákvörðun Miðflokksins, sem hefur varið stjórnina falli, að leggja fram sitt eigið fjárlagafrumvarp sem varð til þess að fjárlagafrumvarp stjórnarandstöðunnar varð ofan á. Þar sem Græningjar hverfa nú úr ríkisstjórn þarf nýja atkvæðagreiðslu um forsætisráðherra og segjast þau Bolund og Stenevi reiðubúin að greiða atkvæði með Andersson, verði hún tilnefnd af þingforseta á nýjan leik. Andersson hafði gegnt embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Stefan Löfven tilkynnti í haust að hann hugðist segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í tengslum við flokksþing Jafnaðarmannaflokksins sem fram fór í byrjun þessa mánaðar. Var Andersson valinn nýr formaður á þinginu og tók svo við sem forsætisráðherra í morgun.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07