Fengu blauta tusku í andlitið en vöknuðu aftur í framlengingu Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2021 07:30 Luka Doncic mætti aftur til leiks í gærkvöld og um það munaði svo sannarlega. AP/John McCoy Luka Doncic sneri aftur eftir meiðsli í framlengdum leik Dallas Mavericks gegn LA Clippers. Dallas missti niður tíu stiga forskot seint í fjórða leikhluta en vann í framlengingu, 112-104. Heimamenn í Clippers náðu með ótrúlegum hætti að tryggja sér framlengingu en þeir skoruðu ellefu af síðustu tólf stigunum í venjulegum leiktíma. Þar á meðal var þriggja stiga flautukarfa Paul George úr erfiðri stöðu í horninu. Another look at Paul George's WILD shot to force OT Watch on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/Q01PfE91cf— NBA (@NBA) November 24, 2021 Þessi blauta tuska í andlitið frá George vakti gestina sem skoruðu fyrstu sjö stigin í framlengingunni og héldu Clippers í aðeins einu stigi í allri framlengingunni. Doncic hafði misst af síðustu þremur leikjum, sem allir töpuðust. Slóveninn skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Kristaps Porzingis var hins vegar stigahæstur hjá Dallas með 30 stig. Hjá Clippers var Reggie Jackson með 31 stig og 10 fráköst en George skoraði 26 stig. Lakers án James og Davis spilaði veikur Los Angeles Lakers urðu að sætta sig við 106-100 tap gegn New York Knicks í Madison Square Garden, í leiknum sem LeBron James missti af vegna síns fyrsta leikbanns á ferlinum. Ekki bætti úr skák fyrir Lakers að Anthony Davis hafði verið veikur yfir daginn og mætti í hús aðeins 45 mínútum fyrir leik og hitti illa úr skotunum sínum þó að hann hafi endað með 20 stig. Knicks komust 25 stigum yfir í leiknum en glutruðu niður forskotinu, áður en þeim tókst að lokum að tryggja sér sigur í lokin. Evan Fournier skoraði 26 stig fyrir heimamenn og Julius Randle 20 auk þess að taka 16 fráköst. Úrslitin í nótt: Detroit 92-100 Miami New York 106-100 LA Lakers Portland 119-100 Denver LA Clippers 104-112 (e. framl.) Dallas NBA Körfubolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Heimamenn í Clippers náðu með ótrúlegum hætti að tryggja sér framlengingu en þeir skoruðu ellefu af síðustu tólf stigunum í venjulegum leiktíma. Þar á meðal var þriggja stiga flautukarfa Paul George úr erfiðri stöðu í horninu. Another look at Paul George's WILD shot to force OT Watch on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/Q01PfE91cf— NBA (@NBA) November 24, 2021 Þessi blauta tuska í andlitið frá George vakti gestina sem skoruðu fyrstu sjö stigin í framlengingunni og héldu Clippers í aðeins einu stigi í allri framlengingunni. Doncic hafði misst af síðustu þremur leikjum, sem allir töpuðust. Slóveninn skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Kristaps Porzingis var hins vegar stigahæstur hjá Dallas með 30 stig. Hjá Clippers var Reggie Jackson með 31 stig og 10 fráköst en George skoraði 26 stig. Lakers án James og Davis spilaði veikur Los Angeles Lakers urðu að sætta sig við 106-100 tap gegn New York Knicks í Madison Square Garden, í leiknum sem LeBron James missti af vegna síns fyrsta leikbanns á ferlinum. Ekki bætti úr skák fyrir Lakers að Anthony Davis hafði verið veikur yfir daginn og mætti í hús aðeins 45 mínútum fyrir leik og hitti illa úr skotunum sínum þó að hann hafi endað með 20 stig. Knicks komust 25 stigum yfir í leiknum en glutruðu niður forskotinu, áður en þeim tókst að lokum að tryggja sér sigur í lokin. Evan Fournier skoraði 26 stig fyrir heimamenn og Julius Randle 20 auk þess að taka 16 fráköst. Úrslitin í nótt: Detroit 92-100 Miami New York 106-100 LA Lakers Portland 119-100 Denver LA Clippers 104-112 (e. framl.) Dallas
Úrslitin í nótt: Detroit 92-100 Miami New York 106-100 LA Lakers Portland 119-100 Denver LA Clippers 104-112 (e. framl.) Dallas
NBA Körfubolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira