Gestirnir frá Danmörku byrjuðu af miklum krafti og náðu fljótt afgerandi forystu. Liðið náði fimm marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik, og þegar um tuttugu mínútur voru liðnar var staðan orðin 5-14. Benfica náði að kroppa örlítið í forystu gestanna fyrir hlé, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 10-17.
Seinni hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri, en heimamenn virtust aldrei líklegir til að ógna forystu GOG. Viktor Gísli og félagar fögnuðu því að lokum öruggum átta marka sigri, 25-33.
Liðin hafa nú bæði unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í B-riðli og deila toppsætinu með sitthvor sex stigin, ásamt Nantes. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo geta einnig komið sér í sex stig með sigri gegn Cocks í kvöld.