Öfgalaust Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 23. nóvember 2021 11:01 Á netsíðu Vísis í gær er birt opið bréf til mín í tilefni af litlum pistli sem ég fékk birtan í Morgunblaðinu 18. nóvember. Sendendur bréfsins eru sex konur sem vilja kenna sig við öfgar. Mér finnst að þær ættu ekki að gera það, enda fæ ég ekki betur séð en sjónarmið þeirra séu að mörgu leyti öfgalaus, þó að mér sé gert rangt til og ætlaðar meiningar sem ég kannast ekki við og hef aldrei borið fram. Rétt er að hafa nokkur orð um þetta. Grein mín hafði inni að halda hvatningu til þeirra sem útsettir eru fyrir hættu á að verða beittir kynferðisofbeldi sem og hinna sem gætu orðið ofbeldismenn. Var þessu fólki bent á að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir brotin eða að minnsta kosti að fækka þeim, því kannski getum við aldrei komið í veg fyrir að þau verði framin. Ég kann ekki að vísa til vísindalegra kannana máli mínu til stuðnings, en ég er samt sannfærður um að þorri kynferðisbrota er framinn af drukknum ofbeldismönnum á drukknum fórnarlömbum þeirra. Stundum er ástæða til að ætla að sá sem ofbeldinu beitir, myndi ekki gera það ef hann væri ekki undir áhrifum vímugjafa. Brotin eru yfirleitt ekki framin á veitingahúsum eða úti á götu. Þau eru mörg framin í heimahúsum, eftir að ofbeldismanninum hefur tekist að lokka fórnarlambið með sér þangað. Stundum hefur hann að sögn líka blandað ólyfjan í drykki brotaþolans til að deyfa hann og draga úr afli hans til andstöðu. Þetta er auðvitað skelfilegt og við ættum öll að sameinast í baráttu gegn þessu framferði með eða án öfga. Ofbeldi innan fjölskyldna er erfiðara viðfangs, því þar hafa hrottarnir oft eins konar yfirráð yfir fórnarlömbum sínum. Samt hljótum við að leita leiða til að draga úr heimilisofbeldinu. Það er auðvitað grófur útúrsnúningur úr orðum mínu að telja mig vilja gera fórnarlömbin ábyrg fyrir brotunum, sem þau hafa mátt þola. Það er satt að segja furðulegt að sjá ábyrgar öfgakonur gera þessu skóna. Fyrir mér vakti aðeins að reyna að fækka þessum alvarlegu brotum, þó að erfitt sé að finna leiðir sem virka í þá átt. Þegar álitamál er uppi er oft gagnlegt að stilla upp öfgadæmi, til að átta sig á grundvallaratriðunum. Segjum til að mynda að konur stunduðu það að innbyrða sjálfviljugar, áður en þær færu út á skemmta sér, lyfin sem ofbeldismenn nota til að koma vilja sínum fram við þær. Væri ekki við hæfi að hvetja konur til þess að hætta því, svo þær væru ekki varnar- og meðvitundarlausar á skemmtistöðum borgarinnar? Væri sú hvatning fallin til þess að varpa ábyrgð kvenna á þeim glæpum sem þær yrðu fyrir á þær sjálfar? Nei, því jafnvel þá bæru þolendur enga ábyrgð á verknaði gerendanna, þótt draga hefði mátt úr líkum á brotunum. Ég er sammála öfgakonum um að hvorki karlar né konur eigi að fremja ofbeldisbrot á öðru fólki. Best væri ef unnt yrði að uppræta þau með öllu en því miður er ekki sjáanlegt að slíkt sé hægt. Grein mín var skrifuð í þeim tilgangi að reyna að fækka slíkum brotum. Ábyrgð á ofbeldinu hvílir á brotamanni en ekki öðrum. Með vinsemd beini ég því til ykkar að ætla mér ekki skoðanir í aðra átt. Ástandið í þessum málum er hins vegar klárlega þannig að ég hvet stúlkur, sem mér þykir vænt um, að hafa varann á sér í umgengni við karlmenn sem þær eru kannski að hitta í fyrsta sinn á skemmtistað. Ég hika ekki við að benda þeim á að þær geti stundum beitt aðferðum sem draga úr líkum á að brotið verði á þeim, m.a. með því að skerða ekki dómgreind sína með neyslu vímugjafa. Og ég mun halda því áfram. Verði þær hins vegar fyrir því að brotið sé á þeim, mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þeim að fást við eftirköstin m.a. með því að brýna fyrir þeim að ábyrgðin og skömmin sé ekki þeirra, heldur eingöngu brotamannsins. Og það eins þó að þær hafi verið drukknar. Verði grein mín til þess að forða einni nauðgun yrði ég sáttur. En þetta munum við aldrei fá að vita, hvorki ég né öfgakonurnar. Við skulum samt taka höndum saman um að gera það sem við getum til að fækka ofbeldisbrotum. Sumir telja það stundum geta orðið málstað til framdráttar að búa til andstæðing jafnvel með því að skrökva á hann sökum. Það er misskilningur hjá ykkur ef þið haldið að þessi aðferð sé vænleg gagnvart mér. Ég hef skömm á ofbeldismönnum og er miklu fremur samherji ykkar en fjandmaður. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Kynferðisofbeldi Áfengi og tóbak Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Svar við pistli Jóns Steinars í Morgunblaðinu 18. nóvember Í ljósi pistils sem þú, Jón Steinar, sendir út frá þér nú á dögunum langar okkur í Öfgum að leiðrétta nokkrar rangfærslur. Okkur grunar að þú hafir ruglast aðeins sem getur komið fyrir á bestu bæjum. 22. nóvember 2021 20:00 Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á netsíðu Vísis í gær er birt opið bréf til mín í tilefni af litlum pistli sem ég fékk birtan í Morgunblaðinu 18. nóvember. Sendendur bréfsins eru sex konur sem vilja kenna sig við öfgar. Mér finnst að þær ættu ekki að gera það, enda fæ ég ekki betur séð en sjónarmið þeirra séu að mörgu leyti öfgalaus, þó að mér sé gert rangt til og ætlaðar meiningar sem ég kannast ekki við og hef aldrei borið fram. Rétt er að hafa nokkur orð um þetta. Grein mín hafði inni að halda hvatningu til þeirra sem útsettir eru fyrir hættu á að verða beittir kynferðisofbeldi sem og hinna sem gætu orðið ofbeldismenn. Var þessu fólki bent á að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir brotin eða að minnsta kosti að fækka þeim, því kannski getum við aldrei komið í veg fyrir að þau verði framin. Ég kann ekki að vísa til vísindalegra kannana máli mínu til stuðnings, en ég er samt sannfærður um að þorri kynferðisbrota er framinn af drukknum ofbeldismönnum á drukknum fórnarlömbum þeirra. Stundum er ástæða til að ætla að sá sem ofbeldinu beitir, myndi ekki gera það ef hann væri ekki undir áhrifum vímugjafa. Brotin eru yfirleitt ekki framin á veitingahúsum eða úti á götu. Þau eru mörg framin í heimahúsum, eftir að ofbeldismanninum hefur tekist að lokka fórnarlambið með sér þangað. Stundum hefur hann að sögn líka blandað ólyfjan í drykki brotaþolans til að deyfa hann og draga úr afli hans til andstöðu. Þetta er auðvitað skelfilegt og við ættum öll að sameinast í baráttu gegn þessu framferði með eða án öfga. Ofbeldi innan fjölskyldna er erfiðara viðfangs, því þar hafa hrottarnir oft eins konar yfirráð yfir fórnarlömbum sínum. Samt hljótum við að leita leiða til að draga úr heimilisofbeldinu. Það er auðvitað grófur útúrsnúningur úr orðum mínu að telja mig vilja gera fórnarlömbin ábyrg fyrir brotunum, sem þau hafa mátt þola. Það er satt að segja furðulegt að sjá ábyrgar öfgakonur gera þessu skóna. Fyrir mér vakti aðeins að reyna að fækka þessum alvarlegu brotum, þó að erfitt sé að finna leiðir sem virka í þá átt. Þegar álitamál er uppi er oft gagnlegt að stilla upp öfgadæmi, til að átta sig á grundvallaratriðunum. Segjum til að mynda að konur stunduðu það að innbyrða sjálfviljugar, áður en þær færu út á skemmta sér, lyfin sem ofbeldismenn nota til að koma vilja sínum fram við þær. Væri ekki við hæfi að hvetja konur til þess að hætta því, svo þær væru ekki varnar- og meðvitundarlausar á skemmtistöðum borgarinnar? Væri sú hvatning fallin til þess að varpa ábyrgð kvenna á þeim glæpum sem þær yrðu fyrir á þær sjálfar? Nei, því jafnvel þá bæru þolendur enga ábyrgð á verknaði gerendanna, þótt draga hefði mátt úr líkum á brotunum. Ég er sammála öfgakonum um að hvorki karlar né konur eigi að fremja ofbeldisbrot á öðru fólki. Best væri ef unnt yrði að uppræta þau með öllu en því miður er ekki sjáanlegt að slíkt sé hægt. Grein mín var skrifuð í þeim tilgangi að reyna að fækka slíkum brotum. Ábyrgð á ofbeldinu hvílir á brotamanni en ekki öðrum. Með vinsemd beini ég því til ykkar að ætla mér ekki skoðanir í aðra átt. Ástandið í þessum málum er hins vegar klárlega þannig að ég hvet stúlkur, sem mér þykir vænt um, að hafa varann á sér í umgengni við karlmenn sem þær eru kannski að hitta í fyrsta sinn á skemmtistað. Ég hika ekki við að benda þeim á að þær geti stundum beitt aðferðum sem draga úr líkum á að brotið verði á þeim, m.a. með því að skerða ekki dómgreind sína með neyslu vímugjafa. Og ég mun halda því áfram. Verði þær hins vegar fyrir því að brotið sé á þeim, mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þeim að fást við eftirköstin m.a. með því að brýna fyrir þeim að ábyrgðin og skömmin sé ekki þeirra, heldur eingöngu brotamannsins. Og það eins þó að þær hafi verið drukknar. Verði grein mín til þess að forða einni nauðgun yrði ég sáttur. En þetta munum við aldrei fá að vita, hvorki ég né öfgakonurnar. Við skulum samt taka höndum saman um að gera það sem við getum til að fækka ofbeldisbrotum. Sumir telja það stundum geta orðið málstað til framdráttar að búa til andstæðing jafnvel með því að skrökva á hann sökum. Það er misskilningur hjá ykkur ef þið haldið að þessi aðferð sé vænleg gagnvart mér. Ég hef skömm á ofbeldismönnum og er miklu fremur samherji ykkar en fjandmaður. Höfundur er lögmaður.
Svar við pistli Jóns Steinars í Morgunblaðinu 18. nóvember Í ljósi pistils sem þú, Jón Steinar, sendir út frá þér nú á dögunum langar okkur í Öfgum að leiðrétta nokkrar rangfærslur. Okkur grunar að þú hafir ruglast aðeins sem getur komið fyrir á bestu bæjum. 22. nóvember 2021 20:00
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar