Veitingamenn fá óverðskuldaða kartöflu í skóinn Hrefna Björk Sverrisdóttir og Jóhannes Þór Skúlason skrifa 23. nóvember 2021 10:30 Þær sex vikur í aðdraganda jóla sem afmarkast af aðventunni og hluta nóvembermánaðar hafa í gegnum tíðina skilað allt að 30% af ársveltu veitingastaða. Væntar tekjur þessa tímabils hafa gert rekstraraðilum kleift að viðhalda mannauði og halda úti eðlilegri starfsemi aðra mánuði ársins, en veitinghús verja nú um 50% af tekjum sínum í launakostnað. Árið 2019 störfuðu um 10 þúsund manns í veitingageiranum. Þegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi Á síðasta ári skáru sóttvarnaraðgerðir með tilheyrandi fjóldatakmörkunum og skertum opnunartíma verulega úr tekjustreymi veitingastaða. Það hafði gríðarleg áhrif á afkomu veitingastaða en heildartekjutap í veitingasölu milli áranna 2019 og 2020 var um 45 milljarðar króna. Ofan á það bættist að meginþorri veitingastaða féllu ekki undir stuðningsaðgerðir stjórnvalda varðandi lokunar- og/eða tekjufallsstyrki. Veitingamenn þurftu því flestir að treysta á eigið fé eða skuldsetningu til að koma sér út úr þrenginunum. Í ár höfðu rekstraraðilar gert sig klára í mjög fjöruga aðventu eftir takmarkanir síðustu missera og fjölgað starfsfólki með hliðsjón af því, en t.d. treystir stór hluti námsmanna á aukavinnu í veitingageiranum í desember til að fleyta sér yfir vetrarmánuðina. Einnig hefur verið miklu til kostað í hráefni og annan efniðvið til að gera tímann í aðdraganda jóla gleðilegan gestum. Kostnaðurinn liggur nú algjörlega á herðum veitingamanna þar sem stjórnvöld hafa enn og aftur þrengt að starfsemi þeirra með sóttvarnaraðgerðum án mótvægisaðgerða. Stuðningsaðgerða er þörf Eftir að síðustu takmarkanir í sóttvarnaraðgerðum voru kynntar hafa afbókanir hrúgast inn hjá veitingahúsum. Fyrirtæki á veitingamarkaði sitja því enn og aftur í súrnum en reikna má með að launakostnaður veitingahúsa næstu vikur verði um 70% af tekjum eða meira og í sumum tilfellum yfir 100%, en í báðum tilfellum endar afkoma veitingastaða í rauðum tölum og það fyrir tímabil sem í eðlilegu árferði stendur undir útgjöldum fyrstu mánaða næsta árs. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld axli ábyrgð á þeim takmörkunum sem settar hafa verið á starfsemi fyrirtækja í veitingasölu og -þjónustu og komi að þessu sinni til móts við tjón rekstraraðila vegna sóttvarnaaðgerða með beinum stuðningi, enda fordæmi fyrir slíkum aðgerðum á öðrum sviðum atvinnulífsins. Mannauðurinn er ein helsta auðlind fyrirtækja á veitingamarkaði og enginn vafi leikur á því að skynsamlegar mótvægisaðgerðir væru lykilþáttur í því að fyrirtækin geti staðið áfram undir launakostnaði og haldið ráðningarsambandi við starfsfólk. Hrefna Björk Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaðiJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þær sex vikur í aðdraganda jóla sem afmarkast af aðventunni og hluta nóvembermánaðar hafa í gegnum tíðina skilað allt að 30% af ársveltu veitingastaða. Væntar tekjur þessa tímabils hafa gert rekstraraðilum kleift að viðhalda mannauði og halda úti eðlilegri starfsemi aðra mánuði ársins, en veitinghús verja nú um 50% af tekjum sínum í launakostnað. Árið 2019 störfuðu um 10 þúsund manns í veitingageiranum. Þegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi Á síðasta ári skáru sóttvarnaraðgerðir með tilheyrandi fjóldatakmörkunum og skertum opnunartíma verulega úr tekjustreymi veitingastaða. Það hafði gríðarleg áhrif á afkomu veitingastaða en heildartekjutap í veitingasölu milli áranna 2019 og 2020 var um 45 milljarðar króna. Ofan á það bættist að meginþorri veitingastaða féllu ekki undir stuðningsaðgerðir stjórnvalda varðandi lokunar- og/eða tekjufallsstyrki. Veitingamenn þurftu því flestir að treysta á eigið fé eða skuldsetningu til að koma sér út úr þrenginunum. Í ár höfðu rekstraraðilar gert sig klára í mjög fjöruga aðventu eftir takmarkanir síðustu missera og fjölgað starfsfólki með hliðsjón af því, en t.d. treystir stór hluti námsmanna á aukavinnu í veitingageiranum í desember til að fleyta sér yfir vetrarmánuðina. Einnig hefur verið miklu til kostað í hráefni og annan efniðvið til að gera tímann í aðdraganda jóla gleðilegan gestum. Kostnaðurinn liggur nú algjörlega á herðum veitingamanna þar sem stjórnvöld hafa enn og aftur þrengt að starfsemi þeirra með sóttvarnaraðgerðum án mótvægisaðgerða. Stuðningsaðgerða er þörf Eftir að síðustu takmarkanir í sóttvarnaraðgerðum voru kynntar hafa afbókanir hrúgast inn hjá veitingahúsum. Fyrirtæki á veitingamarkaði sitja því enn og aftur í súrnum en reikna má með að launakostnaður veitingahúsa næstu vikur verði um 70% af tekjum eða meira og í sumum tilfellum yfir 100%, en í báðum tilfellum endar afkoma veitingastaða í rauðum tölum og það fyrir tímabil sem í eðlilegu árferði stendur undir útgjöldum fyrstu mánaða næsta árs. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld axli ábyrgð á þeim takmörkunum sem settar hafa verið á starfsemi fyrirtækja í veitingasölu og -þjónustu og komi að þessu sinni til móts við tjón rekstraraðila vegna sóttvarnaaðgerða með beinum stuðningi, enda fordæmi fyrir slíkum aðgerðum á öðrum sviðum atvinnulífsins. Mannauðurinn er ein helsta auðlind fyrirtækja á veitingamarkaði og enginn vafi leikur á því að skynsamlegar mótvægisaðgerðir væru lykilþáttur í því að fyrirtækin geti staðið áfram undir launakostnaði og haldið ráðningarsambandi við starfsfólk. Hrefna Björk Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaðiJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar