Lætin í Detroit gætu verið vendipunktur tímabilsins fyrir Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2021 23:01 LeBron James var hent út úr húsi í Detroit. Nic Antaya/Getty Images Los Angeles Lakers hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils í NBA-deildinni í körfubolta. Mikil læti áttu sér stað í leik Lakers og Detroit Pistons, Lebron James var hent út úr húsi en Lakers kom til baka og vann slakt lið Detroit. Voru lætin það sem þurfti til að vekja Lakers? Mikið hefur verið rætt og ritað um Lakers frá því að síðasta tímabili í NBA-deildinni lauk. Liðið tók miklum breytingum og enn á ný var reynt að púsla saman leikmannahóp sem á að ná því besta úr LeBron James og Anthony Davis. Sá fyrrnefndi hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli og gengið ekki verið gott. Fyrir leikinn gegn Detroit hafði Lakers unnið 8 leiki en tapað 9. Það stefndi allt í tíunda tapið gegn Detroit-liði sem hafði aðeins unnið fjóra af fyrstu 15 leikjum sínum í deildinni. Það er þangað til LeBron rak hendina í Isiah Stewart og allt sauð upp úr. LeBron var hent út úr húsi en Lakers kom til baka eftir að lenda 17 stigum undir og vann leikinn, lokatölur 121-116. Bill Oram, sem fjallar eingöngu um Lakers fyrir The Athletic, veltir fyrir sér hvort lætin í Detroit gætu orðið vendipunktur tímabilsins. Það atvik sem loksins hristir leikmannahóp Lakers saman og fær menn til að snúa bökum saman. Russell Westbrook setti í fimmta gír og Davis spilaði ótrúlega vörn, allavega í fjórða leikhluta. Westbrook endaði einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Davis skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. AD taking over for the Lakers pic.twitter.com/lEhDYuSpHt— NBA TV (@NBATV) November 22, 2021 Í leikhléinu milli þriðja og fjórða leikhluta stóð Carmelo Anthony upp og sagði við samherja sína „það er hér sem við ákveðum hvað við erum sem lið.“ Westbrook tók í sama streng og bætti við „við erum að fara vinna þennan leik.“ Hann lagði svo sitt á vogarskálarnar en Westbrook skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta leiksins. Lakers steinlá gegn erkifjendum sínum Boston Celtics í leiknum fyrir leikinn gegn Detroit. Leikmenn liðsins sögðu alla réttu hlutina en virtust fastir í sama kviksyndi og allt tímabilið framan af leik í Detroit. Það er þangað til Lebron og Stewart lenti saman og allt sauð upp úr. This is where we figure out who we are as a team. Can the fracas in Detroit be a turning point for the Lakers?It was a convenient talking point on a night they barely squeaked past an inferior opponent. @billoram https://t.co/SUhCAIiAq0 pic.twitter.com/wz75LmbQWL— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) November 22, 2021 Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta kveiki eld undir leikmönnum Lakers og liðið rífi sig í gang eftir slaka byrjun á tímabilinu. Körfubolti NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um Lakers frá því að síðasta tímabili í NBA-deildinni lauk. Liðið tók miklum breytingum og enn á ný var reynt að púsla saman leikmannahóp sem á að ná því besta úr LeBron James og Anthony Davis. Sá fyrrnefndi hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli og gengið ekki verið gott. Fyrir leikinn gegn Detroit hafði Lakers unnið 8 leiki en tapað 9. Það stefndi allt í tíunda tapið gegn Detroit-liði sem hafði aðeins unnið fjóra af fyrstu 15 leikjum sínum í deildinni. Það er þangað til LeBron rak hendina í Isiah Stewart og allt sauð upp úr. LeBron var hent út úr húsi en Lakers kom til baka eftir að lenda 17 stigum undir og vann leikinn, lokatölur 121-116. Bill Oram, sem fjallar eingöngu um Lakers fyrir The Athletic, veltir fyrir sér hvort lætin í Detroit gætu orðið vendipunktur tímabilsins. Það atvik sem loksins hristir leikmannahóp Lakers saman og fær menn til að snúa bökum saman. Russell Westbrook setti í fimmta gír og Davis spilaði ótrúlega vörn, allavega í fjórða leikhluta. Westbrook endaði einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Davis skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. AD taking over for the Lakers pic.twitter.com/lEhDYuSpHt— NBA TV (@NBATV) November 22, 2021 Í leikhléinu milli þriðja og fjórða leikhluta stóð Carmelo Anthony upp og sagði við samherja sína „það er hér sem við ákveðum hvað við erum sem lið.“ Westbrook tók í sama streng og bætti við „við erum að fara vinna þennan leik.“ Hann lagði svo sitt á vogarskálarnar en Westbrook skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta leiksins. Lakers steinlá gegn erkifjendum sínum Boston Celtics í leiknum fyrir leikinn gegn Detroit. Leikmenn liðsins sögðu alla réttu hlutina en virtust fastir í sama kviksyndi og allt tímabilið framan af leik í Detroit. Það er þangað til Lebron og Stewart lenti saman og allt sauð upp úr. This is where we figure out who we are as a team. Can the fracas in Detroit be a turning point for the Lakers?It was a convenient talking point on a night they barely squeaked past an inferior opponent. @billoram https://t.co/SUhCAIiAq0 pic.twitter.com/wz75LmbQWL— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) November 22, 2021 Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta kveiki eld undir leikmönnum Lakers og liðið rífi sig í gang eftir slaka byrjun á tímabilinu.
Körfubolti NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira