Mótmæli brutust út víða í Hollandi í gærkvöldi. Grímuklæddir mótmælendur kveiktu í hjólum í Haag og lögregla notaði kylfur og lögregluhunda til að reyna að sundra hópnum. Þá segir í frétt Breska ríkisútvarpsins að mótmælandi hafi kastað steini inn um glugga sjúkrabíls, sem var að flytja slasaðan einstakling á sjúkrahús.
Yfirvöld í Hollandi hafa sagt að neyðarástand ríki í borginni, en að minnsta kosti þrjátíu voru handteknir í mótmælunum í gærkvöldi. Þá slösuðust fimm lögreglumenn slösuðust í mótmælunum í það minnsta.
Miklar samkomutakmarkanir eru í landinu en þriggja vikna útgöngubann tók gildi í síðustu viku. Krám og veitingastöðum er gert að loka klukkan átta og fólk má ekki koma saman á íþróttaviðburðum.
Þá hafa yfirvöld í Austurríki tilkynnt að til standi að skylda fólk í bólusetningu en útgöngubann tók gildi þar í landi í síðustu viku.
Lögregla skaut á mótmælendur í Hollandi á föstudag og að minnsta kosti þrír eru slösuðust í aðgerðunum.