Sauðfjárbændur gleðjast yfir Hrútaskránni – „Jólabókin í ár“ segir formaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2021 13:16 Úrval af íslenskum hrútum eru kynntir í nýju Hrútaskránni. Aðsend Sauðfjárbændur landsins ráða sér vart yfir kæti þessa dagana því Hrútaskráin er komin út. Í skránni er yfirlit yfir bestu kynbótahrúta landsins á Sauðfjársæðingarstöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi. „Jólabókin í ár“, segir formaður Félags sauðfjárbænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá. Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá sauðfjárbændum þegar hrútaskráin kemur út áður en fengitíminn hefst í desember. Skráin er nú komin út á netinu en prentuð útgáfa kemur út eftir nokkra daga. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Formaður Félags sauðfjárbænda, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir alltaf mikinn spenning hjá sauðfjárbændum yfir skránni og sjá þá kynbótahrúta, sem kynntir eru til sögunnar. „Þessi tímapunktur þegar Hrútaskráin kemur út er einn af þessum hátíðisdögum hjá sauðfjárbændum. Í Hrútaskránni eru upplýsingar um bestu kynbótagripi landsins á hverjum tíma og núna geta menn farið að leggjast yfir tölur, myndir, ættir og velja sér þá hrúta, sem þeir reikni með að skili bestum árangri á sínum búum,“ segir Guðfinna Harpa. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi á bænum Straumi í Hróarstungu.Aðsend Hún er ánægð með góðan árangur ræktunarstarfsins. „Já, þessar almennu sæðingar og þetta kynbótastarf, sem við höfum verið að vinna núna eftir í nokkra áratugi er búið að skila svakalegum miklum árangri, þannig að það er mjög ánægjulegt að Hrútaskráin sé komin með mjög miklu úrvali af góðum hrútum myndi ég segja.“ Er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum? „Auðvitað, öll árin, við bíðum bara eftir Hrútaskránni og þá mega jólin koma,“ segir Guðfinna og hlær. Hér má sjá nýju Hrútaskrána Hrútaskráin er nú komin út á netinu. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingarstöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson.Halla Eygló Sveinsdóttir Múlaþing Landbúnaður Jól Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá sauðfjárbændum þegar hrútaskráin kemur út áður en fengitíminn hefst í desember. Skráin er nú komin út á netinu en prentuð útgáfa kemur út eftir nokkra daga. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Formaður Félags sauðfjárbænda, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir alltaf mikinn spenning hjá sauðfjárbændum yfir skránni og sjá þá kynbótahrúta, sem kynntir eru til sögunnar. „Þessi tímapunktur þegar Hrútaskráin kemur út er einn af þessum hátíðisdögum hjá sauðfjárbændum. Í Hrútaskránni eru upplýsingar um bestu kynbótagripi landsins á hverjum tíma og núna geta menn farið að leggjast yfir tölur, myndir, ættir og velja sér þá hrúta, sem þeir reikni með að skili bestum árangri á sínum búum,“ segir Guðfinna Harpa. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi á bænum Straumi í Hróarstungu.Aðsend Hún er ánægð með góðan árangur ræktunarstarfsins. „Já, þessar almennu sæðingar og þetta kynbótastarf, sem við höfum verið að vinna núna eftir í nokkra áratugi er búið að skila svakalegum miklum árangri, þannig að það er mjög ánægjulegt að Hrútaskráin sé komin með mjög miklu úrvali af góðum hrútum myndi ég segja.“ Er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum? „Auðvitað, öll árin, við bíðum bara eftir Hrútaskránni og þá mega jólin koma,“ segir Guðfinna og hlær. Hér má sjá nýju Hrútaskrána Hrútaskráin er nú komin út á netinu. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingarstöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson.Halla Eygló Sveinsdóttir
Múlaþing Landbúnaður Jól Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira