Sauðfjárbændur gleðjast yfir Hrútaskránni – „Jólabókin í ár“ segir formaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2021 13:16 Úrval af íslenskum hrútum eru kynntir í nýju Hrútaskránni. Aðsend Sauðfjárbændur landsins ráða sér vart yfir kæti þessa dagana því Hrútaskráin er komin út. Í skránni er yfirlit yfir bestu kynbótahrúta landsins á Sauðfjársæðingarstöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi. „Jólabókin í ár“, segir formaður Félags sauðfjárbænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá. Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá sauðfjárbændum þegar hrútaskráin kemur út áður en fengitíminn hefst í desember. Skráin er nú komin út á netinu en prentuð útgáfa kemur út eftir nokkra daga. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Formaður Félags sauðfjárbænda, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir alltaf mikinn spenning hjá sauðfjárbændum yfir skránni og sjá þá kynbótahrúta, sem kynntir eru til sögunnar. „Þessi tímapunktur þegar Hrútaskráin kemur út er einn af þessum hátíðisdögum hjá sauðfjárbændum. Í Hrútaskránni eru upplýsingar um bestu kynbótagripi landsins á hverjum tíma og núna geta menn farið að leggjast yfir tölur, myndir, ættir og velja sér þá hrúta, sem þeir reikni með að skili bestum árangri á sínum búum,“ segir Guðfinna Harpa. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi á bænum Straumi í Hróarstungu.Aðsend Hún er ánægð með góðan árangur ræktunarstarfsins. „Já, þessar almennu sæðingar og þetta kynbótastarf, sem við höfum verið að vinna núna eftir í nokkra áratugi er búið að skila svakalegum miklum árangri, þannig að það er mjög ánægjulegt að Hrútaskráin sé komin með mjög miklu úrvali af góðum hrútum myndi ég segja.“ Er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum? „Auðvitað, öll árin, við bíðum bara eftir Hrútaskránni og þá mega jólin koma,“ segir Guðfinna og hlær. Hér má sjá nýju Hrútaskrána Hrútaskráin er nú komin út á netinu. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingarstöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson.Halla Eygló Sveinsdóttir Múlaþing Landbúnaður Jól Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleiri telja Flokk fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Það er alltaf mikil tilhlökkun hjá sauðfjárbændum þegar hrútaskráin kemur út áður en fengitíminn hefst í desember. Skráin er nú komin út á netinu en prentuð útgáfa kemur út eftir nokkra daga. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Formaður Félags sauðfjárbænda, Guðfinna Harpa Árnadóttir, segir alltaf mikinn spenning hjá sauðfjárbændum yfir skránni og sjá þá kynbótahrúta, sem kynntir eru til sögunnar. „Þessi tímapunktur þegar Hrútaskráin kemur út er einn af þessum hátíðisdögum hjá sauðfjárbændum. Í Hrútaskránni eru upplýsingar um bestu kynbótagripi landsins á hverjum tíma og núna geta menn farið að leggjast yfir tölur, myndir, ættir og velja sér þá hrúta, sem þeir reikni með að skili bestum árangri á sínum búum,“ segir Guðfinna Harpa. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi á bænum Straumi í Hróarstungu.Aðsend Hún er ánægð með góðan árangur ræktunarstarfsins. „Já, þessar almennu sæðingar og þetta kynbótastarf, sem við höfum verið að vinna núna eftir í nokkra áratugi er búið að skila svakalegum miklum árangri, þannig að það er mjög ánægjulegt að Hrútaskráin sé komin með mjög miklu úrvali af góðum hrútum myndi ég segja.“ Er þetta jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum? „Auðvitað, öll árin, við bíðum bara eftir Hrútaskránni og þá mega jólin koma,“ segir Guðfinna og hlær. Hér má sjá nýju Hrútaskrána Hrútaskráin er nú komin út á netinu. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingarstöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson.Halla Eygló Sveinsdóttir
Múlaþing Landbúnaður Jól Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleiri telja Flokk fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira