Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA takast á í Pallborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2021 11:48 Á sama tíma og forysta verkalýðshreyfingarinnar kallar eftir kjarabótum vegna hækkunar vaxta segir forysta atvinnulífsins að ekki sé innistæða fyrir öllum þeim launahækkunum sem eiga eftir að koma til framkvæmda samkvæmt lífskjarasamningunum frá árinu 2019. Vísir Seðlabankastjóri varpaði sprengju inn í stöðuna á vinnumarkaði í gær þegar hann sagði óheppilegt að launafólk fengi greiddan hagvaxtarauka ofan á laun sín næsta vor. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi í dag til að ræða vaxandi óróa í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt lífskjarasamningunum frá árinu 2019 á launafólk að njóta aukins hagvaxtar milli áranna 2020 og 2021 með svo kölluðum hagvaxtarauka sem leggist ofan á taxta og mánaðarlaun í maí á næsta ári. Greiðslurnar geta verið allt frá 2.250 krónum upp í 13 þúsund krónur. Þær greiðslur kæmu til viðbótar almennum launahækkunum um áramótin. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarið sem hækkaði meginvexti sína í fjórða skiptið á þessu ári í gær og þá um 0,5 prósentur. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafa sagt að aukin útgjöld heimilanna vegna hækkunar vaxta verði sótt í næstu kjarasamningum sem þegar er byrjað að undirbúa. Ásgeir Jónsson segir mikla hækkun á verði íbúðarhúsnæðis, hrávöru í útlöndum og miklar launahækkanir sameiginlega kynda undir verðbólgunni. Fullyrðingar um áhrif launa hafa ekki vakið mikla gleði í ranni verkalýðsforystunnar.Vísir/Vilhelm Þar má því reikna með að mætist stálin stinn því Samtök atvinnulífsins hafa haldið því fram allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á með tilheyrandi falli havaxtar í fyrra að ekki væri innistæða fyrir öllum þeim launahækkunum sem samið var um í lífskjarasamningunum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Drífu og Halldór Benjamín í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Reikna má með að þau takist á um þær launahækkanir sem eiga eftir að koma til framkvæmda á samningstímanum og hagvaxtaraukan sem koma á til framkvæmda næsta vor. Pallborðið Seðlabankinn Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri: „SA sömdu klárlega af sér" „Ég er hissa að séu stórar yfirlýsingar um að himinn og jörð séu að farast þegar við erum fyrirsjáanlega að hækka vexti núna. Vextir eru í 2 prósentum. Þeir voru í 4,5 prósentum þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Mér finnst svona yfirlýsingar úr korti við alla skynsemi og úr takti við raunveruleikann,” sagði Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fór í morgun og bar yfirskriftina Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn? 18. nóvember 2021 10:09 Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. 17. nóvember 2021 21:42 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Samkvæmt lífskjarasamningunum frá árinu 2019 á launafólk að njóta aukins hagvaxtar milli áranna 2020 og 2021 með svo kölluðum hagvaxtarauka sem leggist ofan á taxta og mánaðarlaun í maí á næsta ári. Greiðslurnar geta verið allt frá 2.250 krónum upp í 13 þúsund krónur. Þær greiðslur kæmu til viðbótar almennum launahækkunum um áramótin. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarið sem hækkaði meginvexti sína í fjórða skiptið á þessu ári í gær og þá um 0,5 prósentur. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafa sagt að aukin útgjöld heimilanna vegna hækkunar vaxta verði sótt í næstu kjarasamningum sem þegar er byrjað að undirbúa. Ásgeir Jónsson segir mikla hækkun á verði íbúðarhúsnæðis, hrávöru í útlöndum og miklar launahækkanir sameiginlega kynda undir verðbólgunni. Fullyrðingar um áhrif launa hafa ekki vakið mikla gleði í ranni verkalýðsforystunnar.Vísir/Vilhelm Þar má því reikna með að mætist stálin stinn því Samtök atvinnulífsins hafa haldið því fram allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á með tilheyrandi falli havaxtar í fyrra að ekki væri innistæða fyrir öllum þeim launahækkunum sem samið var um í lífskjarasamningunum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Drífu og Halldór Benjamín í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Reikna má með að þau takist á um þær launahækkanir sem eiga eftir að koma til framkvæmda á samningstímanum og hagvaxtaraukan sem koma á til framkvæmda næsta vor.
Pallborðið Seðlabankinn Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri: „SA sömdu klárlega af sér" „Ég er hissa að séu stórar yfirlýsingar um að himinn og jörð séu að farast þegar við erum fyrirsjáanlega að hækka vexti núna. Vextir eru í 2 prósentum. Þeir voru í 4,5 prósentum þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Mér finnst svona yfirlýsingar úr korti við alla skynsemi og úr takti við raunveruleikann,” sagði Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fór í morgun og bar yfirskriftina Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn? 18. nóvember 2021 10:09 Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. 17. nóvember 2021 21:42 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Seðlabankastjóri: „SA sömdu klárlega af sér" „Ég er hissa að séu stórar yfirlýsingar um að himinn og jörð séu að farast þegar við erum fyrirsjáanlega að hækka vexti núna. Vextir eru í 2 prósentum. Þeir voru í 4,5 prósentum þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Mér finnst svona yfirlýsingar úr korti við alla skynsemi og úr takti við raunveruleikann,” sagði Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fór í morgun og bar yfirskriftina Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn? 18. nóvember 2021 10:09
Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. 17. nóvember 2021 21:42
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20
Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14