Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:58 Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild Landspítala sögðu upp í dag vegna álags. Vísir/Vilhelm Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Að sögn heimildamanns fréttastofu á bráðadeildinni geti hann ekki lengur farið heim á hverju kvöldi með samviskubit gagnvart sjúklingum sem hann geti ekki sinnt nógu vel. Eins og staðan sé núna bíði 30 eftir að komast inn á aðrar deildir af bráðadeildinni, sem samsvari tveimur heilum deildum á spítalanum. Vegna þessa þrjátíu sem bíði á bráðadeildinni eftir að komast inn á aðrar deildir spítalans hafi aðeins sex rúm verið laus til að taka á móti öllum þeim sem leitað hafi á bráðamóttökuna í dag. Fólk liggi á göngum deildarinnar og þessa stundina séu sex sjúklingar sem hlúð sé að í biðstólum. Að sögn heimildamannsins sé ekki að hægt að tryggja örugga þjónustu í þessu ástandi. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er vegna þess að við höfum hreinlega ekki nógu mörg rúm á spítalanum. Það er hreinlega bara þannig að nú eru 22 inniliggjandi á bráðamóttökunni og þeir komast ekki inn á deildir eins og staðan er núna,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna þar grafalvarlega.Vísir/Vilhelm Hún sagði að staðan væri önnur á spítalanum ef búið væri að koma upp farsóttardeild á Landspítala eins og forsvarsmenn hans hafa óskað eftir við heilbrigðisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að vinna að úrlausn beiðninnar og bíða eftir fjármagni fyrir deildina. „Það er þannig að það er 21 sjúklingur inniliggjandi með Covid-19 og það þýðir að0 það eru ekki aðrir sjúklingar þar. Þannig að við erum búin að loka heilli deild undir Covid og rúmlega það. Auðvitað myndi farsóttardeild hjálpa til.“ Deildin verði ekki tilbúin á næstunni. „Það þarf fyrst og fremst að taka ákvörðun að heimila opnun þessarar deildar og fá fjármagn til rekstrar. Síðan þarf að breyta húsnæði til að gera það,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Að sögn heimildamanns fréttastofu á bráðadeildinni geti hann ekki lengur farið heim á hverju kvöldi með samviskubit gagnvart sjúklingum sem hann geti ekki sinnt nógu vel. Eins og staðan sé núna bíði 30 eftir að komast inn á aðrar deildir af bráðadeildinni, sem samsvari tveimur heilum deildum á spítalanum. Vegna þessa þrjátíu sem bíði á bráðadeildinni eftir að komast inn á aðrar deildir spítalans hafi aðeins sex rúm verið laus til að taka á móti öllum þeim sem leitað hafi á bráðamóttökuna í dag. Fólk liggi á göngum deildarinnar og þessa stundina séu sex sjúklingar sem hlúð sé að í biðstólum. Að sögn heimildamannsins sé ekki að hægt að tryggja örugga þjónustu í þessu ástandi. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er vegna þess að við höfum hreinlega ekki nógu mörg rúm á spítalanum. Það er hreinlega bara þannig að nú eru 22 inniliggjandi á bráðamóttökunni og þeir komast ekki inn á deildir eins og staðan er núna,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna þar grafalvarlega.Vísir/Vilhelm Hún sagði að staðan væri önnur á spítalanum ef búið væri að koma upp farsóttardeild á Landspítala eins og forsvarsmenn hans hafa óskað eftir við heilbrigðisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að vinna að úrlausn beiðninnar og bíða eftir fjármagni fyrir deildina. „Það er þannig að það er 21 sjúklingur inniliggjandi með Covid-19 og það þýðir að0 það eru ekki aðrir sjúklingar þar. Þannig að við erum búin að loka heilli deild undir Covid og rúmlega það. Auðvitað myndi farsóttardeild hjálpa til.“ Deildin verði ekki tilbúin á næstunni. „Það þarf fyrst og fremst að taka ákvörðun að heimila opnun þessarar deildar og fá fjármagn til rekstrar. Síðan þarf að breyta húsnæði til að gera það,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira