Leyfa fólki að fylla íþróttahúsin gegn bólusetningarvottorði Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2021 16:30 Stuðningsmenn sænska íshokkíliðsins Skellefteå AIK fá áfram að fjölmenna á leiki ef þeir eru bólusettir. Getty Svíar munu geta fyllt íþróttahús sín af áhorfendum þrátt fyrir hertar sóttvarnaaðgerðir sem boðaðar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins. Á Íslandi mega í dag að hámarki 50 manns mæta á íþróttaleiki innanhúss, nema með notkun hraðprófa en þá geta 500 manns verið í sama rými. Þessar reglur, sem gilda frá 13. nóvember til 8. desember, hafa haft í för með sér að nánast engir áhorfendur eru á leikjum hér á landi. Staðan er önnur í Svíþjóð. Þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á blaðamannafundi í dag að á leikjum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman yrði gerð krafa um bólusetningarvottorð. Engar fjöldatakmarkanir yrðu á leikjum vegna áhorfenda sem fengið hefðu að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni. Íþrótta- og menningarmálaráðherra Svía, Amanda Lind, segir að stjórnvöld hafi lengi haft kröfuna um bólusetningarvottorð sem „plan B“ ef herða þyrfti aðgerðir. „Núna er sú staða komin upp,“ sagði Lind. Sumir mæti ekki en aðrir nú óhræddari Krafan um bólusetningarvottorð tekur gildi frá og með 1. desember og nær til allra sem eru 16 ára og eldri. Hún gildir á innanhúsíþróttum en þar nýtur íshokkí mestra vinsælda í Svíþjóð. Notast verður við rafræn vottorð sem fólk getur framvísað þegar það mætir á leiki. Pea Israelsson, framkvæmdastjóri íshokkífélagsins Skellefteå AIK, segir menn sætta sig við nýju reglurnar í stað þess að þurfa að eiga við áhorfendabann. „Þau telja að við þurfum að berjast af meiri krafti gegn Covid-19. Við höfum áður sagt að við styðjum hugmyndir um bólusetningarvottorð,“ sagði Israelsson við Aftonbladet. Israelsson sagði ljóst að þetta hefði í för með sér að sumir myndu ekki mæta á leiki en að sama skapi gæti þetta orðið öðrum hvatning til að mæta: „Fólk verður öruggara svo að þetta er ekki bara galli. Það felst í þessu tækifæri líka,“ sagði hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski handboltinn Samkomubann á Íslandi Svíþjóð Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Á Íslandi mega í dag að hámarki 50 manns mæta á íþróttaleiki innanhúss, nema með notkun hraðprófa en þá geta 500 manns verið í sama rými. Þessar reglur, sem gilda frá 13. nóvember til 8. desember, hafa haft í för með sér að nánast engir áhorfendur eru á leikjum hér á landi. Staðan er önnur í Svíþjóð. Þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á blaðamannafundi í dag að á leikjum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman yrði gerð krafa um bólusetningarvottorð. Engar fjöldatakmarkanir yrðu á leikjum vegna áhorfenda sem fengið hefðu að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni. Íþrótta- og menningarmálaráðherra Svía, Amanda Lind, segir að stjórnvöld hafi lengi haft kröfuna um bólusetningarvottorð sem „plan B“ ef herða þyrfti aðgerðir. „Núna er sú staða komin upp,“ sagði Lind. Sumir mæti ekki en aðrir nú óhræddari Krafan um bólusetningarvottorð tekur gildi frá og með 1. desember og nær til allra sem eru 16 ára og eldri. Hún gildir á innanhúsíþróttum en þar nýtur íshokkí mestra vinsælda í Svíþjóð. Notast verður við rafræn vottorð sem fólk getur framvísað þegar það mætir á leiki. Pea Israelsson, framkvæmdastjóri íshokkífélagsins Skellefteå AIK, segir menn sætta sig við nýju reglurnar í stað þess að þurfa að eiga við áhorfendabann. „Þau telja að við þurfum að berjast af meiri krafti gegn Covid-19. Við höfum áður sagt að við styðjum hugmyndir um bólusetningarvottorð,“ sagði Israelsson við Aftonbladet. Israelsson sagði ljóst að þetta hefði í för með sér að sumir myndu ekki mæta á leiki en að sama skapi gæti þetta orðið öðrum hvatning til að mæta: „Fólk verður öruggara svo að þetta er ekki bara galli. Það felst í þessu tækifæri líka,“ sagði hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski handboltinn Samkomubann á Íslandi Svíþjóð Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira