„Ekki skera niður framtíðina okkar“ Isabel Alejandra Diaz skrifar 17. nóvember 2021 07:31 Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 var boðað til stórsóknar í menntamálum, enda er öflugt menntakerfi talið forsenda framfara og kjarni nýsköpunar til framtíðar. Ríkisstjórnin setti sér tvö markmið hvað varðar fjárframlög til háskólastigsins. Annars vegar að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og hins vegar meðaltali Norðurlandanna árið 2025. Þó fyrra markmiðið hafi náðst hefur Háskóli Íslands til að mynda bent á að fjármögnun háskólans stendur enn langt að baki fjármögnun sambærilegra háskóla á Norðurlöndunum og að brýnt sé að grípa til markvissra aðgerða strax, þannig að hægt sé að ná seinna markmiðinu fyrir árið 2025. Samkvæmt árstölum sem fram komu á ársfundi Háskóla Íslands 2021, eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því 37% minna en nemendur á Norðurlöndunum. Heildartekjur á ársnema 2019 (Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin) Gerð er krafa til menntakerfisins að sérhæfa einstaklinga til að takast á við samfélagslegar áskoranir, öðla færni og þekkingu, og stuðla að sjálfbærri framtíð. Slíkar kröfur eiga ekki rétt á sér nema þeim fylgi öruggar fjárveitingar til menntastofnana. Fjárlög fyrir árið 2021 gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til háskólastigsins, sem mátti rekja til faraldursins og áherslu stjórnvalda á að menntun kæmi okkur úr veirukreppunni. Það var áríðandi aðgerð til að tryggja gæði náms sem og getu til að sinna fjölgun nemenda með fullnægjandi móti. Hins vegar er lykilatriði að auknar fjárveitingar séu ekki einungis tímabundnar, heldur fyrst og fremst til að styrkja menntakerfið okkar til frambúðar. Það er forsenda þess að háskólar geti sinnt grunnstarfsemi sinni. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti meðal fremstu háskóla á alþjóðavísu en til þess að hann geti verið samkeppnishæfur á því sviði verður að styrkja innviði hans og skapa honum sérstöðu, þannig að hann geti verið leiðandi í kennslu og rannsóknarstarfsemi. Þó að hann sé sjálfstæð stofnun, er hann ríkisrekinn og er það beinlínis á ábyrgð stjórnvalda að fjárframlögin séu til staðar. Þess má einnig geta, hvað varðar opinbera háskólamenntun sérstaklega, að fyrirkomulag fjárveitinga hérlendis er þannig að einkareknir háskólar fá sama framlag og opinberir háskólar til viðbótar við skólagjöldin sem þeir innheimta. Aftur á móti, virðist fyrirkomulagið í flestum samanburðarríkjum vera þannig að sértekjur vegna skólagjalda einkarekinna háskóla dragist a.m.k. að hluta til frá fjárveitingu hins opinbera. Slík ráðstöfun er bæði hagkvæm, þar sem þá losnar um fjármagn sem hægt er að nýta til að vinna að ákveðnum verkefnum, og sanngjörn gagnvart opinberu háskólunum sem ekki hafa sértekjumöguleika vegna skólagjaldanna. Stúdentar í Evrópu standa saman og kalla á stjórnvöld Evrópuríkja að fjárfesta í háskólastiginu. Á Íslandi þarf áþreifanleg stórsókn í menntun að eiga sér stað með því að endurskoða fjárframlög til opinbera háskóla af miklum þunga og tryggja samkeppnishæfni þeirra, samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýr stjórnarsáttmáli fer að líta dagsins ljós og vonast Stúdentaráð til þess að háskólastigið sé þar sett í forgang. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isabel Alejandra Díaz Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 var boðað til stórsóknar í menntamálum, enda er öflugt menntakerfi talið forsenda framfara og kjarni nýsköpunar til framtíðar. Ríkisstjórnin setti sér tvö markmið hvað varðar fjárframlög til háskólastigsins. Annars vegar að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og hins vegar meðaltali Norðurlandanna árið 2025. Þó fyrra markmiðið hafi náðst hefur Háskóli Íslands til að mynda bent á að fjármögnun háskólans stendur enn langt að baki fjármögnun sambærilegra háskóla á Norðurlöndunum og að brýnt sé að grípa til markvissra aðgerða strax, þannig að hægt sé að ná seinna markmiðinu fyrir árið 2025. Samkvæmt árstölum sem fram komu á ársfundi Háskóla Íslands 2021, eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því 37% minna en nemendur á Norðurlöndunum. Heildartekjur á ársnema 2019 (Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin) Gerð er krafa til menntakerfisins að sérhæfa einstaklinga til að takast á við samfélagslegar áskoranir, öðla færni og þekkingu, og stuðla að sjálfbærri framtíð. Slíkar kröfur eiga ekki rétt á sér nema þeim fylgi öruggar fjárveitingar til menntastofnana. Fjárlög fyrir árið 2021 gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til háskólastigsins, sem mátti rekja til faraldursins og áherslu stjórnvalda á að menntun kæmi okkur úr veirukreppunni. Það var áríðandi aðgerð til að tryggja gæði náms sem og getu til að sinna fjölgun nemenda með fullnægjandi móti. Hins vegar er lykilatriði að auknar fjárveitingar séu ekki einungis tímabundnar, heldur fyrst og fremst til að styrkja menntakerfið okkar til frambúðar. Það er forsenda þess að háskólar geti sinnt grunnstarfsemi sinni. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti meðal fremstu háskóla á alþjóðavísu en til þess að hann geti verið samkeppnishæfur á því sviði verður að styrkja innviði hans og skapa honum sérstöðu, þannig að hann geti verið leiðandi í kennslu og rannsóknarstarfsemi. Þó að hann sé sjálfstæð stofnun, er hann ríkisrekinn og er það beinlínis á ábyrgð stjórnvalda að fjárframlögin séu til staðar. Þess má einnig geta, hvað varðar opinbera háskólamenntun sérstaklega, að fyrirkomulag fjárveitinga hérlendis er þannig að einkareknir háskólar fá sama framlag og opinberir háskólar til viðbótar við skólagjöldin sem þeir innheimta. Aftur á móti, virðist fyrirkomulagið í flestum samanburðarríkjum vera þannig að sértekjur vegna skólagjalda einkarekinna háskóla dragist a.m.k. að hluta til frá fjárveitingu hins opinbera. Slík ráðstöfun er bæði hagkvæm, þar sem þá losnar um fjármagn sem hægt er að nýta til að vinna að ákveðnum verkefnum, og sanngjörn gagnvart opinberu háskólunum sem ekki hafa sértekjumöguleika vegna skólagjaldanna. Stúdentar í Evrópu standa saman og kalla á stjórnvöld Evrópuríkja að fjárfesta í háskólastiginu. Á Íslandi þarf áþreifanleg stórsókn í menntun að eiga sér stað með því að endurskoða fjárframlög til opinbera háskóla af miklum þunga og tryggja samkeppnishæfni þeirra, samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýr stjórnarsáttmáli fer að líta dagsins ljós og vonast Stúdentaráð til þess að háskólastigið sé þar sett í forgang. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar