Kapellan þyrfti að víkja fyrir Covid-sjúklingum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. nóvember 2021 20:01 Runólfur segir að ný Covid-eining á spítalanum myndi hjálpa en þó ekki umbylta getu spítalans í faraldrinum. vísir/stöð2 Ekkert bólar enn á nýrri deild innan Landspítala sem átti að koma í stað fyrir Covid-göngudeildina. Um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi heilbrigðisráðuneytinu drög að útfærslu rýmisins þar sem er meðal annars lagt til að kapella spítalans verði nýtt undir Covid-sjúklinga. Heilbrigðisráðherra greindi fyrst frá vilja sínum til að koma á fót sérstakri Covid-einingu innan Landspítalans í byrjun ágúst. Verkefnið er í raun aðeins flutningur á Covid-göngudeildinni, úr húsnæði sem er staðsett fyrir utan Landspítalann í Fossvogi og inn í aðalbygginguna. Myndi leysa vandamál og skapa legurými Hin göngudeildin hefur reynst spítalanum ágætlega en var þó hugsuð sem bráðabirgðalausn. „Vandinn er hins vegar sá að það er bágborin vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, það skortir salerni og það sem meira er að ef að myndgreiningar er þörf eins og oft er þegar um veika einstaklinga er að ræða þá þarf að flytja þá hingað í aðalbygginguna,“ Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig þetta myndi leysa ýmis mál og það myndu líka skapast ákveðin legurými með þessum hætti.“ En hefur ekkert gerst í þessu verkefni frá því að heilbrigðisráðherra minntist á það fyrir kosningar? „Nei, í rauninni ekki. Framkvæmdastjórn spítalans lagði fram ákveðna lausn miðað við þá aðstöðu sem við höfum hérna í Fossvogi og setti það fram í formi minnisblaðs til heilbrigðisráðuneytisins og ég held að málið sé til skoðunar þar,“ segir Runólfur. Hefði getað verið tilbúið í byrjun næsta árs Umrætt minnisblað var sent um miðjan ágúst en þar er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um 5 til 7 mánuði og kostaði 540 milljónir. Hefði verið ráðist í þær fljótt ætti deildin því að vera orðin tilbúin til notkunar á fyrstu þremur mánuðum næsta árs en nú er ljóst að ef verður af verkefninu muni framkvæmdunum ekki ljúka fyrr en um mitt næsta ár eða síðar. Í tillögu spítalans er meðal annars lagt til að því rými sem nú húsir sjúkraþjálfun, skrifstofu prests og kapellu verði breytt og nýtt undir Covid-sjúklinga. Þetta er talinn hentugasta staðsetning fyrir deildina því hægt yrði að ganga beint inn í nokkur rýmanna, sem eru með sérinngang, og sleppa þannig við umgang smitaða einstaklinga í gegn um sameiginleg rými spítalans. Með deildinni myndu allt að sjö ný legurými bætast við spítalann en til samanburðar liggja 25 með Covid-19 þar inni í dag. Verkefnið myndi því auka getu spítalans til að sinna faraldrinum nokkuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. 12. nóvember 2021 19:27 „Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 9. nóvember 2021 21:30 Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra greindi fyrst frá vilja sínum til að koma á fót sérstakri Covid-einingu innan Landspítalans í byrjun ágúst. Verkefnið er í raun aðeins flutningur á Covid-göngudeildinni, úr húsnæði sem er staðsett fyrir utan Landspítalann í Fossvogi og inn í aðalbygginguna. Myndi leysa vandamál og skapa legurými Hin göngudeildin hefur reynst spítalanum ágætlega en var þó hugsuð sem bráðabirgðalausn. „Vandinn er hins vegar sá að það er bágborin vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, það skortir salerni og það sem meira er að ef að myndgreiningar er þörf eins og oft er þegar um veika einstaklinga er að ræða þá þarf að flytja þá hingað í aðalbygginguna,“ Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig þetta myndi leysa ýmis mál og það myndu líka skapast ákveðin legurými með þessum hætti.“ En hefur ekkert gerst í þessu verkefni frá því að heilbrigðisráðherra minntist á það fyrir kosningar? „Nei, í rauninni ekki. Framkvæmdastjórn spítalans lagði fram ákveðna lausn miðað við þá aðstöðu sem við höfum hérna í Fossvogi og setti það fram í formi minnisblaðs til heilbrigðisráðuneytisins og ég held að málið sé til skoðunar þar,“ segir Runólfur. Hefði getað verið tilbúið í byrjun næsta árs Umrætt minnisblað var sent um miðjan ágúst en þar er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um 5 til 7 mánuði og kostaði 540 milljónir. Hefði verið ráðist í þær fljótt ætti deildin því að vera orðin tilbúin til notkunar á fyrstu þremur mánuðum næsta árs en nú er ljóst að ef verður af verkefninu muni framkvæmdunum ekki ljúka fyrr en um mitt næsta ár eða síðar. Í tillögu spítalans er meðal annars lagt til að því rými sem nú húsir sjúkraþjálfun, skrifstofu prests og kapellu verði breytt og nýtt undir Covid-sjúklinga. Þetta er talinn hentugasta staðsetning fyrir deildina því hægt yrði að ganga beint inn í nokkur rýmanna, sem eru með sérinngang, og sleppa þannig við umgang smitaða einstaklinga í gegn um sameiginleg rými spítalans. Með deildinni myndu allt að sjö ný legurými bætast við spítalann en til samanburðar liggja 25 með Covid-19 þar inni í dag. Verkefnið myndi því auka getu spítalans til að sinna faraldrinum nokkuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. 12. nóvember 2021 19:27 „Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 9. nóvember 2021 21:30 Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. 12. nóvember 2021 19:27
„Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 9. nóvember 2021 21:30
Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56