Dregur úr lestri karla og fjölgar í hópi þeirra sem lesa ekkert Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2021 08:08 Samkvæmt könnuninni hafa um 48 prósent landsmanna nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Vísir/Vilhelm Ný lestrarkönnun leiðir í ljós að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði og hafa tveir þriðju hlutar þjóðarinnar gefið einhverjum bók á árinu. Tölurnar sýna að landsmenn hafa mikinn áhuga á bóklestri og lestur er almennt mikill. Hins vegar sé umhugsunarefni að sá hópur, sem les lítið sem ekkert, fari stækkandi. Þetta kemur fram í nýrri lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birt er í tilefni af degi íslenkrar tungu. Er þetta fimmta árið í röð sem slík könnun er gerð. Þar kemur fram að 68 prósent svarenda höfðu lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum. Konur lesi fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,5 bók á mánuði. Dregið hefur úr lestri karla á milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Konur lesi og hlusti meira en karlar á allar tegundir bóka, hvort sem um er að ræða hefðbundnar bækur, rafbækur eða hljóðbækur. „Meðalfjöldi lesinna bóka er því orðinn jafn mikill eða 2,3 bækur á mánuði og fyrir COVID-19 faraldurinn, en þá fór hann upp í 2,5. Marktækur munur var milli aldurshópa. 18-24 ára lásu mun færri bækur en þau sem eldri eru og hefur lestur dregist nokkuð mikið saman hjá þessum hópi samanborið við könnunina í fyrra en þá var ekki marktækur munur milli aldurshópa. 68 prósent þjóðarinnar hafa gefið einhverjum bók eða bækur á síðustu 12 mánuðum,“ segir í tilkynningu. Niðurstöður fyrir spurninguna „Hversu margar bækur hefur þú lesið eða hlustað á síðastliðna 30 daga?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Ennfremur segir að hlustun á hljóðbækur sé jafn mikil í ár og á því síðasta en þá hafði hún aukist mikið milli ára. Þá lesi um 58 prósent landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. „Aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar á öðru tungumáli en íslensku, en aðrir aldurshópar, meðan lesendur yfir 65 ára lesa marktækt oftar á íslensku en þau sem yngri eru. „Hversu oft eða sjaldan hefur hlustað á hljóðbækur á síðastliðnum 12 mánuðum? -.” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum, um 41% í umfjöllun í fjölmiðlum og um 31% í umfjöllun á samfélagsmiðlum. Um 48% landsmanna hafa nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Um 25% höfðu nýtt sér þjónustu þeirra 6 sinnum eða oftar. Konur nýta sér þjónustu bókasafna oftar en karlar og þau sem eru með 2 eða fleiri börn á heimili oftar en aðrir.“ Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birt er í tilefni af degi íslenkrar tungu. Er þetta fimmta árið í röð sem slík könnun er gerð. Þar kemur fram að 68 prósent svarenda höfðu lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum. Konur lesi fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,5 bók á mánuði. Dregið hefur úr lestri karla á milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Konur lesi og hlusti meira en karlar á allar tegundir bóka, hvort sem um er að ræða hefðbundnar bækur, rafbækur eða hljóðbækur. „Meðalfjöldi lesinna bóka er því orðinn jafn mikill eða 2,3 bækur á mánuði og fyrir COVID-19 faraldurinn, en þá fór hann upp í 2,5. Marktækur munur var milli aldurshópa. 18-24 ára lásu mun færri bækur en þau sem eldri eru og hefur lestur dregist nokkuð mikið saman hjá þessum hópi samanborið við könnunina í fyrra en þá var ekki marktækur munur milli aldurshópa. 68 prósent þjóðarinnar hafa gefið einhverjum bók eða bækur á síðustu 12 mánuðum,“ segir í tilkynningu. Niðurstöður fyrir spurninguna „Hversu margar bækur hefur þú lesið eða hlustað á síðastliðna 30 daga?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Ennfremur segir að hlustun á hljóðbækur sé jafn mikil í ár og á því síðasta en þá hafði hún aukist mikið milli ára. Þá lesi um 58 prósent landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. „Aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar á öðru tungumáli en íslensku, en aðrir aldurshópar, meðan lesendur yfir 65 ára lesa marktækt oftar á íslensku en þau sem yngri eru. „Hversu oft eða sjaldan hefur hlustað á hljóðbækur á síðastliðnum 12 mánuðum? -.” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum, um 41% í umfjöllun í fjölmiðlum og um 31% í umfjöllun á samfélagsmiðlum. Um 48% landsmanna hafa nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Um 25% höfðu nýtt sér þjónustu þeirra 6 sinnum eða oftar. Konur nýta sér þjónustu bókasafna oftar en karlar og þau sem eru með 2 eða fleiri börn á heimili oftar en aðrir.“
Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira