Létt jólapopplag um sigur ljóssins yfir myrkrinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 15:01 Rakel Pálsdóttir söngkona sendir frá sér nýtt jólalag í dag. Jólaveröld vaknar er nýtt jólalag eftir Gunnar Inga Guðmundsson og Nínu Richter, í flutningi Rakelar Pálsdóttur. Lagið kom út á miðnætti aðfaranótt 15. nóvember. Texti lagsins fjallar um sigur ljóssins yfir myrkrinu á þessum fallega árstíma, og ætti því að geta snert hátíðlega taug í öllum, óháð jólahefðum. Rakel flytjandi lagsins lærði söng við FÍH og tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins 2017 og 2018. „Lagið er ljúft og sykursætt, en tenórsaxófónleikur Jens Hanssonar úr Sálinni hans Jóns míns rammar tónlistina inn á sjarmerandi máta sem kallast jafnvel á við vinsælustu ítalsk-ættuðu jólasmelli landans frá tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu um lagið. Gunnar Ingi Guðmundsson er höfundur lagsins Jólaveröld vaknar, sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rakel Pálsdóttir - Jólaveröld vaknar „Lagið var samið í desember 2020 og tók það stóran hluta af þessu ári að full klára lagið hvað varðar útsetningu og raddsetningu hljóma, auk laglínu. Það hefur reynst mér best að semja bara mjög lítið í einu“, segir Gunnar. „Ég sendi Rakel lítið demo af laginu og var hún strax til í þetta.“ Upptökur fóru svo fram í september á þessu ári. „Við fórum svo í studíó Bambus til Stefáns Arnar Gunnlaugssonar og tókum upp grunn sem við byggðum ofan á og útkoman er létt jóla-popp lag.“ Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studio sá um masteringu. Rakel í upptökum. Gunnar Ingi Guðmundsson, höfundur lagsins, lærði lagasmíðar við tónlistarskólann Berklee college of music í Boston. Hann hefur samið lög fyrir Ragnheiði Gröndal, Sjonna Brink, Skítamóral og Arnar Dór, auk þess sem hann átti þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2003. Nína Richter er textasmiður og kynningarfulltrúi. Hún hefur samið texta fyrir fjölda listamanna, þar á meðal Jóhönnu Guðrúnu, Hönnu Míu, Eyþór Inga og Lay Low, til dæmis smellinn Aftur heim til þín frá árinu 2019, og jólalag Eyþórs Inga, Desemberljóð, frá 2011. Tónlist Jól Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Texti lagsins fjallar um sigur ljóssins yfir myrkrinu á þessum fallega árstíma, og ætti því að geta snert hátíðlega taug í öllum, óháð jólahefðum. Rakel flytjandi lagsins lærði söng við FÍH og tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins 2017 og 2018. „Lagið er ljúft og sykursætt, en tenórsaxófónleikur Jens Hanssonar úr Sálinni hans Jóns míns rammar tónlistina inn á sjarmerandi máta sem kallast jafnvel á við vinsælustu ítalsk-ættuðu jólasmelli landans frá tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu um lagið. Gunnar Ingi Guðmundsson er höfundur lagsins Jólaveröld vaknar, sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rakel Pálsdóttir - Jólaveröld vaknar „Lagið var samið í desember 2020 og tók það stóran hluta af þessu ári að full klára lagið hvað varðar útsetningu og raddsetningu hljóma, auk laglínu. Það hefur reynst mér best að semja bara mjög lítið í einu“, segir Gunnar. „Ég sendi Rakel lítið demo af laginu og var hún strax til í þetta.“ Upptökur fóru svo fram í september á þessu ári. „Við fórum svo í studíó Bambus til Stefáns Arnar Gunnlaugssonar og tókum upp grunn sem við byggðum ofan á og útkoman er létt jóla-popp lag.“ Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studio sá um masteringu. Rakel í upptökum. Gunnar Ingi Guðmundsson, höfundur lagsins, lærði lagasmíðar við tónlistarskólann Berklee college of music í Boston. Hann hefur samið lög fyrir Ragnheiði Gröndal, Sjonna Brink, Skítamóral og Arnar Dór, auk þess sem hann átti þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2003. Nína Richter er textasmiður og kynningarfulltrúi. Hún hefur samið texta fyrir fjölda listamanna, þar á meðal Jóhönnu Guðrúnu, Hönnu Míu, Eyþór Inga og Lay Low, til dæmis smellinn Aftur heim til þín frá árinu 2019, og jólalag Eyþórs Inga, Desemberljóð, frá 2011.
Tónlist Jól Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“