Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 13:06 Frá Laugardalshöll í morgun. Í dag voru þau sem eru sextíu ára og eldri eða í áhættuhópnum boðuð í bólusetningu. Til stendur að boða 160 þúsund manns í örvunarskammta fyrir áramót. vísir/Vilhelm Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. Hundrað fimmtíu og tveir greindust með kórónuveiruna í gær og rétt tæpur helmingur þeirra var í sóttkví. Þetta eru fleiri en um helgina en smituðum hefur þó farið fækkandi frá því að metfjöldi greindist á fimmtudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur of snemmt að segja hvort bylgjan sé á niðurleið. Enn séu of margir að greinast. „Og við sjáum bara að það voru mjög margir, eða fimm sem lögðust inn á Landspítalann í gær. Þannig þar er enn mjög þungt þar og verður það áfram,“ segir Þórólfur. Tuttugu og tveir eru nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. „Jafnvel þó við sjáum smitum fækka í samfélaginu mun það ekki skila sér til spítalans fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun. Fólk í elstu aldurshópum og framlínufólk hefur þó þegar fengið örvunarskammt en hingað til hefur mætingin verið heldur dræm. „Ef við miðum við heilbrigðisstarfsmenn hefur þetta verið í kringum sextíu prósent mæting en það hefur verið að aukast núna upp síðkastið þannig ég vona að mætingin verði bara mjög góð,“ segir Þórólfur aðspurður um væntingar varðandi mætingu. Hann segir gögn benda til þess að örvunarskammtar veiti mjög góða vörn. „Það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir örvunarskammtinn þriðja og það vekur vonir um að það sé bara mjög sjaldgæft.“ Þórólfur segir framhald sóttvarnaraðgerða taka mið af virkni örvunarskammta og mætingu. „Ef fólk verður ekki duglegt að mæta mun það seinka því að við getum farið að slaka á. Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í samfélaginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar.“ Hann hvetur fólk til þess að mæta. „Það er mjög mikilvægt og getur skipt miklu máli bæði fyrir þá sem mæta og örva sína vernd og síðan fyrir þessa samfélagslegu vernd. Til þess að minnka hringrás veirunnar í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga líka að það eru engar vísbendingar um að það séu meiri aukaverkanir eftir örvunarskammt,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Hundrað fimmtíu og tveir greindust með kórónuveiruna í gær og rétt tæpur helmingur þeirra var í sóttkví. Þetta eru fleiri en um helgina en smituðum hefur þó farið fækkandi frá því að metfjöldi greindist á fimmtudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur of snemmt að segja hvort bylgjan sé á niðurleið. Enn séu of margir að greinast. „Og við sjáum bara að það voru mjög margir, eða fimm sem lögðust inn á Landspítalann í gær. Þannig þar er enn mjög þungt þar og verður það áfram,“ segir Þórólfur. Tuttugu og tveir eru nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. „Jafnvel þó við sjáum smitum fækka í samfélaginu mun það ekki skila sér til spítalans fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun. Fólk í elstu aldurshópum og framlínufólk hefur þó þegar fengið örvunarskammt en hingað til hefur mætingin verið heldur dræm. „Ef við miðum við heilbrigðisstarfsmenn hefur þetta verið í kringum sextíu prósent mæting en það hefur verið að aukast núna upp síðkastið þannig ég vona að mætingin verði bara mjög góð,“ segir Þórólfur aðspurður um væntingar varðandi mætingu. Hann segir gögn benda til þess að örvunarskammtar veiti mjög góða vörn. „Það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir örvunarskammtinn þriðja og það vekur vonir um að það sé bara mjög sjaldgæft.“ Þórólfur segir framhald sóttvarnaraðgerða taka mið af virkni örvunarskammta og mætingu. „Ef fólk verður ekki duglegt að mæta mun það seinka því að við getum farið að slaka á. Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í samfélaginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar.“ Hann hvetur fólk til þess að mæta. „Það er mjög mikilvægt og getur skipt miklu máli bæði fyrir þá sem mæta og örva sína vernd og síðan fyrir þessa samfélagslegu vernd. Til þess að minnka hringrás veirunnar í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga líka að það eru engar vísbendingar um að það séu meiri aukaverkanir eftir örvunarskammt,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira