Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 13:06 Frá Laugardalshöll í morgun. Í dag voru þau sem eru sextíu ára og eldri eða í áhættuhópnum boðuð í bólusetningu. Til stendur að boða 160 þúsund manns í örvunarskammta fyrir áramót. vísir/Vilhelm Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. Hundrað fimmtíu og tveir greindust með kórónuveiruna í gær og rétt tæpur helmingur þeirra var í sóttkví. Þetta eru fleiri en um helgina en smituðum hefur þó farið fækkandi frá því að metfjöldi greindist á fimmtudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur of snemmt að segja hvort bylgjan sé á niðurleið. Enn séu of margir að greinast. „Og við sjáum bara að það voru mjög margir, eða fimm sem lögðust inn á Landspítalann í gær. Þannig þar er enn mjög þungt þar og verður það áfram,“ segir Þórólfur. Tuttugu og tveir eru nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. „Jafnvel þó við sjáum smitum fækka í samfélaginu mun það ekki skila sér til spítalans fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun. Fólk í elstu aldurshópum og framlínufólk hefur þó þegar fengið örvunarskammt en hingað til hefur mætingin verið heldur dræm. „Ef við miðum við heilbrigðisstarfsmenn hefur þetta verið í kringum sextíu prósent mæting en það hefur verið að aukast núna upp síðkastið þannig ég vona að mætingin verði bara mjög góð,“ segir Þórólfur aðspurður um væntingar varðandi mætingu. Hann segir gögn benda til þess að örvunarskammtar veiti mjög góða vörn. „Það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir örvunarskammtinn þriðja og það vekur vonir um að það sé bara mjög sjaldgæft.“ Þórólfur segir framhald sóttvarnaraðgerða taka mið af virkni örvunarskammta og mætingu. „Ef fólk verður ekki duglegt að mæta mun það seinka því að við getum farið að slaka á. Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í samfélaginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar.“ Hann hvetur fólk til þess að mæta. „Það er mjög mikilvægt og getur skipt miklu máli bæði fyrir þá sem mæta og örva sína vernd og síðan fyrir þessa samfélagslegu vernd. Til þess að minnka hringrás veirunnar í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga líka að það eru engar vísbendingar um að það séu meiri aukaverkanir eftir örvunarskammt,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Hundrað fimmtíu og tveir greindust með kórónuveiruna í gær og rétt tæpur helmingur þeirra var í sóttkví. Þetta eru fleiri en um helgina en smituðum hefur þó farið fækkandi frá því að metfjöldi greindist á fimmtudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur of snemmt að segja hvort bylgjan sé á niðurleið. Enn séu of margir að greinast. „Og við sjáum bara að það voru mjög margir, eða fimm sem lögðust inn á Landspítalann í gær. Þannig þar er enn mjög þungt þar og verður það áfram,“ segir Þórólfur. Tuttugu og tveir eru nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. „Jafnvel þó við sjáum smitum fækka í samfélaginu mun það ekki skila sér til spítalans fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun. Fólk í elstu aldurshópum og framlínufólk hefur þó þegar fengið örvunarskammt en hingað til hefur mætingin verið heldur dræm. „Ef við miðum við heilbrigðisstarfsmenn hefur þetta verið í kringum sextíu prósent mæting en það hefur verið að aukast núna upp síðkastið þannig ég vona að mætingin verði bara mjög góð,“ segir Þórólfur aðspurður um væntingar varðandi mætingu. Hann segir gögn benda til þess að örvunarskammtar veiti mjög góða vörn. „Það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir örvunarskammtinn þriðja og það vekur vonir um að það sé bara mjög sjaldgæft.“ Þórólfur segir framhald sóttvarnaraðgerða taka mið af virkni örvunarskammta og mætingu. „Ef fólk verður ekki duglegt að mæta mun það seinka því að við getum farið að slaka á. Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í samfélaginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar.“ Hann hvetur fólk til þess að mæta. „Það er mjög mikilvægt og getur skipt miklu máli bæði fyrir þá sem mæta og örva sína vernd og síðan fyrir þessa samfélagslegu vernd. Til þess að minnka hringrás veirunnar í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga líka að það eru engar vísbendingar um að það séu meiri aukaverkanir eftir örvunarskammt,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira